Fimmtudagur, 14. júlí 2016
Panama-svindl Reykjavík Media og RÚV
Svokölluð Panama-skjöl leiddu til afsagnar forsætisráðherra og stjórnarkreppu á Íslandi. Nú liggur fyrir að skjölin eru ekki til, þau eru tilbúningur Reykjavík Media sem var verktaki hjá RÚV.
Panama-skjölin birtust sjónvarpsáhorfendum á sjónvarpsskjá. Áhorfendum var talin trú um að þau væru ekta. Nú kemur á daginn að skjölin eru ekki til.
Reykjavík Media og RÚV bjuggu til stjórnarkreppu án þess að vera með gögn sem hægt er að leggja fram. Skjöl sem ekki er hægt að leggja fram eru ekki tæk sem sönnun fyrir einu eða neinu.
Seðlabankinn ekki óskað eftir gögnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki ástæða til að Jóhannes Kr. og Kastljósfólk verði látið sæta rannsókn, í það minnsta látið standa fyrir máli sínu???
Jóhann Elíasson, 14.7.2016 kl. 16:49
Ef RÚV hefur vitandi vits tekið þátt í slíku skjalafalsi er aðeins eitt sem þarf að gera með þá stofnun: leggja hana niður!
Kolbrún Hilmars, 14.7.2016 kl. 17:09
Dásamlegar fréttir: Það varð aldrei eitt hrun, bara "svokallað hrun."
Panamaskjöldin eru ekki til og það voru þá væntanlega engin aflandsfélög.
Málið allt dautt!
Ómar Ragnarsson, 14.7.2016 kl. 17:34
Þannig að þegar einhver getur ekki afhent eitthvað sem hann hefur ekki undir höndum, þá er það ekki til. Athyglisverð niðurstaða.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2016 kl. 18:47
Já, og ekki síður það að enginn fótur hafi verið fyrir aflandsfélögunum, sem tengd voru SDG og fleirum, og þar af leiðandi allt lygi og tilbúningur varðandi aflandsfélög sem tengdust David Cameron, Pútín og fleirum.
Allt uppspuni RUV. Já, mikill er máttur RUV.
Ómar Ragnarsson, 14.7.2016 kl. 20:24
Þó að ég fyrirlíti þá aftöku-aðferð sem var notuð gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og hans fjölskyldu, þá er ekki þar með sagt að ég mæli með þöggun á þessum fjandans flökkusjóðum landleysisins. Undir stjórn banka og endurskoðenda-lögmanna, með ábyrgðarlaust "póstnúmeri" 0000, án jarðtengingar og tilheyrandi þjóðarskyldum.
Pólitískt einelti á einstaklinga, leysir ekki svona stórt heimsbanka-glæpastarfsemis-ofbeldi.
Flestir hljóta að sjá og skilja að pólitískt einelti leysir engan vanda fyrir einn eða neinn, í þessum málum. Allir eru jafnir fyrir lögum. Og það þýðir að ekki skuli misbeita valdi í pólitískum tilgangi!
Almættið algóða hjálpi fólki til að átta sig á raunverulegum grunnstoðum réttarríkisins ópólitíska.
ALLIR ERU, OG SKULU ÁVALT VERA, JAFNIR FYRIR LÖGUM OG STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.7.2016 kl. 21:11
Nú er botninum náð hjá þér Páll
Jónas Ómar Snorrason, 14.7.2016 kl. 21:25
Aldrei veit maður hvenær Palli Vil er að grínast og hvenær honum er alvara!
Skeggi Skaftason, 14.7.2016 kl. 21:55
Það hefur lengi legið fyrir að sýndarveruleiki ræður ferðinni hjá RÚV.
Ragnhildur Kolka, 14.7.2016 kl. 22:23
já einmitt, hversu lágt getur þetta gjörspillta öfgahægripakk lagst?
Óskar, 15.7.2016 kl. 00:38
Hversu heimskur þarf maður að vera eða einbeittur í að misskilja hluti til að skilja þá frétt sem hér er vístað til að gögnin sem uppljóstranir vegna Panamaskjalanna séu ekki til? Það kemur skýrt fram í þessari frétt að skjölin eru í vörslu alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna en ekki Reykjavík media og þess vegna geti Reykjavík media ekki afhent neinum þau. Hvernig menn fá þþað út að gögn sem eru í vörslu alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna séu ekki til er ráðgáta.
Sigurður M Grétarsson, 15.7.2016 kl. 01:11
Þetta er svo sannarlega Íslands nýjasta nýtt og Saga til næsta bæjar :)
Pétur Harðarson, 15.7.2016 kl. 07:20
Það verður að knésetja versta óvin þjóðarinnar. Neitum að borga nefskatt til þeirra.
Valdimar Samúelsson, 15.7.2016 kl. 07:57
Er Páll Vilhjálmsson til. Er hann ekki bara tilbúningur? Þetta eru þá líklega ,,svokölluð Panamaskjöl".
Eiður Svanberg Guðnason, 16.7.2016 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.