Miðvikudagur, 29. júní 2016
ESB-þráhyggja Baldurs
Yfirvegaðir og þokkalega greindir álitsgjafar eins og Martin Feldstein segja ofmetnað Evrópusambandsins hafa knúið Breta til útgöngu. Breskir fjölmiðlar ígrunda næstu skref Bretlands eftir Brexit. Róttækir breskir álitsgjafar setja aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, fram sem baráttumál um leið og þeir fagna hruni nýfrjálshyggju.
En hér heima sitja menn eins og prófessor Baldur Þórhallsson í fílabeinsturni og klappa þann stein að Bretar séu ekkert á leiðinni út úr Evrópusambandinu.
Brexit er pólitísk staðreynd. Bretland er á leið úr Evrópusambandinu. Umræðan á meginlandi Evrópu gengur út á að bregðast við póltískum staðreyndum. Á Íslandi keppast sumir við að stinga höfðinu í sandinn og afneita staðreyndum.
Ekki víst að Bretar fari úr ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fara Íslendingar ekki út til Brussel og neita eins og þegar þeir neituðu að við hefðum dregið til baka ESB umsóknina.
Valdimar Samúelsson, 29.6.2016 kl. 08:48
Það er mikill óheiðarleiki gagnvart kjósendum og mikill undirlægjuháttur gagnvart hinum ríkjandi öflum, "elítunni", fólginn í þeirri hugsun og jafnvel framsetningu á opinberum vettvangi, að vilji meirihluta brezkra kjósenda, sem alls ekki var lítill, heldur tæp 4 %, verði nú hunzaður með bellibrögðum í London og Brüssel, þó að lagalega sé þjóðaratkvæðagreiðsla á Bretlandi aðeins ráðgefandi til þingsins. Stjórnmálalega vitna þessi viðhorf um heimsku, því að hvernig halda menn, að þjóðfélagsástandið yrði á Vesturlöndum, ef "elítan" kæmist upp með slíkt ?
Bjarni Jónsson, 29.6.2016 kl. 10:24
Baldur er eins og góða fólkið og pólitíkusarnir, viðskila við land og þjóð en telur sig vita betur og sínum skoðunum skal sko þröngvað upp á þjóðina hvað sem raular og tautar.
Hrossabrestur, 29.6.2016 kl. 11:28
Merkilegt --- en kemur það kannski nokkrum á óvart? --- að stóru ljósvakamiðlarnir, Rúv meðtalið, skuli kalla til tvo álitsgjafa sem báðir hafa verið í vel launaðri þjónustu beint og/eða óbeint fyrir Evrópuambandið: Baldur Þórhallsson og Eiríkur Bergmann Einarsson, og láta slíka ESB-menn um það að túlka og rangtúlka Brexit-ákvörðun Breta gegn Evrópusambandinu!!!
Greinilega er ekki verið að hugsa um hlutlægnina í Efstaleitinu fremur en fyrri daginn eða að gæta þess, að viðmælendur Rúv, meintir "sérfræðingar", séu lausir við hagsmunatengsl !
Tek svo undir með Bjarna Jónssyni hér.
Jón Valur Jensson, 29.6.2016 kl. 11:32
Það er með öðrum orðum verið að boða kosningar "þar til RÉTT" niðurstaða fæst.
Jóhann Elíasson, 29.6.2016 kl. 12:54
Það má benda þeim ESB-sinnum sem hafa gleypt við hræðslulygaáróðri Remain-liðsins, að pundið er farið að hækka aftur meðan evran hríðfellur enn. Brexit bitnar mikið meira á Evrópusambandinu en Bretlandi.
Að stjórnir of nokkurra fyrirtækja hafi verið gripnir ofsahræðslu og komið með innantómar hótanir um að fara og að hlutabréf sumra annarra hafi fallið, er ekki sama sem efnahagskreppa. Við verðum að muna, að efnahagur Bretlands er gríðarlega sterkur og mun styrkjast enn frekar í framtíðinni utan ESB sem er enn í stöðnunarferli.
Aztec, 29.6.2016 kl. 22:02
Vel mælt, Aztec.
JVJ.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 4.7.2016 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.