ESB-umsóknin mátti kosta gjaldþrot Íslands

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. stefndi Ísland i gjaldþrot til að ESB-umsókn Samfylkingar mætti ná fram að ganga. Vinstristjórnin reyndi í þrígang að knýja í gegn Icesave-samningana, sem hefðu gert Ísland gjaldþrota.

Áróður vinstriflokkanna, Samfylkingar og Vinstri grænna, gekk út á að hrunið hefði gert Ísland gjaldþrota en svo var ekki, þökk sé neyðarlögum ríkisstjórnar Geirs H. Haarde.

Neyðarlögin gáfu Íslandi viðspyrnu, segir hagfræðingurinn James K. Gal­braith. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. reyndi allt sem hún gat til að grafa undan neyðarlögunum, eins og Víglundur Þorsteinsson rekur.

 


mbl.is Víglundur: Af hverju sviku þau?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Víglundur ætti að fá heiðursorðu fyrir skýrsluna og alla vinnu hans við að skýra skæðar fyrirætlanir og óverk varga sem kölluðu sig ríkisstjórn.   

Elle_, 15.6.2016 kl. 00:22

2 Smámynd: Elle_

Með vargar var ekki átt við svokallaða villiketti, svo það komi fram.  Þeir voru eina vitið í ríkisstjórnarflokkunum apríl 2009 og fram að endalokum.

Elle_, 15.6.2016 kl. 00:58

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Neyðarlögin vor verk manna Davíðs í seðlabankanum. Geir var því miður ekki vel með á nótunum framan af.

Guðmundur Jónsson, 15.6.2016 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband