Þriðjudagur, 14. júní 2016
ESB-umsóknin mátti kosta gjaldþrot Íslands
Vinstristjórn Jóhönnu Sig. stefndi Ísland i gjaldþrot til að ESB-umsókn Samfylkingar mætti ná fram að ganga. Vinstristjórnin reyndi í þrígang að knýja í gegn Icesave-samningana, sem hefðu gert Ísland gjaldþrota.
Áróður vinstriflokkanna, Samfylkingar og Vinstri grænna, gekk út á að hrunið hefði gert Ísland gjaldþrota en svo var ekki, þökk sé neyðarlögum ríkisstjórnar Geirs H. Haarde.
Neyðarlögin gáfu Íslandi viðspyrnu, segir hagfræðingurinn James K. Galbraith. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. reyndi allt sem hún gat til að grafa undan neyðarlögunum, eins og Víglundur Þorsteinsson rekur.
Víglundur: Af hverju sviku þau? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Víglundur ætti að fá heiðursorðu fyrir skýrsluna og alla vinnu hans við að skýra skæðar fyrirætlanir og óverk varga sem kölluðu sig ríkisstjórn.
Elle_, 15.6.2016 kl. 00:22
Með vargar var ekki átt við svokallaða villiketti, svo það komi fram. Þeir voru eina vitið í ríkisstjórnarflokkunum apríl 2009 og fram að endalokum.
Elle_, 15.6.2016 kl. 00:58
Neyðarlögin vor verk manna Davíðs í seðlabankanum. Geir var því miður ekki vel með á nótunum framan af.
Guðmundur Jónsson, 15.6.2016 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.