Þriðjudagur, 14. júní 2016
Guðni Th., Píratar, Viðreisn: nýja Ísland í felum
Skoðanakannanir dagsins í dag segja Pírata stærsta flokkinn, Guðna Th. með mesta fylgi forsetaframbjóðenda og Viðreisn á mestri siglingu stjórnmálaflokka.
Píratar eru án stefnumála; Guðni Th. er á flótta frá öllum pólitísku yfirlýsingum sem hefur gefið, sem þó eru ekki margar, og Viðreisn sópaði undir teppið málinu eina sem flokkurinn var stofnaður um - ESB-umsókninni.
Ef þjóðin ákveður að svona skuli þetta vera þegar á herðir, á kjördegi í júní og október, er hún í felum frá sjálfri sér.
Fylgi Guðna minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, Guðni Th. Jóhannesson reynir ítrekað að fela slóð sína með því að þræta fyrir að hafa verið með grófustu stuðningsmönnum Icesave-svikasamninganna. En það var hann þó, þvert gegn lagalegum rétti okkar og þjóðarhagsmunum, sjá til dæmis hér: http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/2174784/#comment3625121
Jón Valur Jensson, 14.6.2016 kl. 10:29
Hvernig getur mönnum dottið í hug annað en að fólk reyni að kjósa eitthvað annað en það lið sem er búið að svíkja þjóðina svo oft og er enn að svíkja okkur.
Nýjasta dæmið er borgun, þar runnu 10 milljarðar í einkavasa í stað þess að renna í ríkissjóð. Æðsti draumur fjármálaráðherra er að einkavæða Landsbankann. Ef honum tekst það renna ennþá fleiri milljarðar í einkavasa í stað þess að renna í ríkissjóð. Svo er það kvótinn og allur hinn þjófnaðurinn.
Það má skrifa margar bækur um allan þjófnaðinn og það er ekkert lát á. Allt í boði stjórnvalda sem þykjast ekki koma nálægt neinu af þessu.
Er nema von að fólk reyni eitthvað annað.
Fyrir almenning í þessu landi skiptir ekki nokkru einasta máli hvort, kvótagreifinn er bÝr í Reykjavík eða Brussel. Það er búið að stela þessu og stendur ekki til að skila neinu til baka, alveg sama hvað við kjósum.
Það skiptir heldur engu máli hvað þið reynið að fegra þetta með bloggi. Þjófnaðurinn er staðreynd og blogg breytir því ekki.
Steindór Sigurðsson, 14.6.2016 kl. 16:45
Þarna skjátlast þér, Steindór. Skoðun góðrar samantektar eftir Fannar frá Rifi (smáútgerðarmann) myndi sannfæra þig. Það skiptir langmestu máli, hvort útgerðin er íslenzk eður ei. Of syfjaður er ég nú til að halda áfram í bili. Góð kveðja til þín. :)
Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.