Miðvikudagur, 8. júní 2016
Hverjir stjórna Íslandi - og hvernig?
Þjóðhagsráði er ætlað að móta efnahagslegan ramma fyrir allt samfélagið. Í grunninn að leggja línur um hvernig þjóðarkökunni skuli skipt. Deilan stendur um hvort ,,félagslegur stöðugleiki" eigi að vera hluti af viðfangsefni Þjóhagsráðs.
Laun er hægt að mæla en ekki félagslegan stöðugleika. Það veltur á pólitísku mati hvort félagslegur stöðugleiki sé fyrir hendi eða ekki. Verkföll, mótmæli á Austurvelli, sveiflur á fylgi flokka, vantraust á stjórnmálaflokkum og aukin glæpatíðni geta allt verið merki um félagslegan óstöðugleika.
Uppspretta félagslegs óstöðugleika getur verið af ýmsum toga. Nýverið voru samþykkt ný útlendingalög. Lögin auðvelda innflæði útlendinga og voru samþykkt án mikillar umræðu á alþingi og nær engri umræðu í þjóðfélaginu. Sumir telja æskilegt að stórauka innflutning fólks til landsins. Í öllum nágrannalöndum okkar skapar aukið flæði útlendinga félagslegan óstöðugleika. Ekki síst hjá þeim sem keppa við útlendinga um atvinnu, húsnæði og félagsleg úrræði.
Í fréttaskýringu Morgunblaðsins um Þjóðhagsráð er rammagrein um hækkun á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Nú þegar stjórna lífeyrissjóðir stórum hluta atvinnulífsins og sá hlutur fer stækkandi. Atvinnulífið er á þensluskeiði og þarf aukið vinnuafl - sem aðeins fæst með fleiri útlendingum.
Þjóðhagsráð er ekki lýðræðislega kjörið, heldur tilnefnt af sterkustu hagsmunasamtökum landsins. Alþingi stimplar kröfur Þjóðhagsráðs svotil án umræðu og almenningur fær lítið sem ekkert að heyra um málið.
Félagslegur stöðugleiki án lýðræðis er einkenni alræðisríkis. Þjóðhagsráð er áfangi á hættulegri vegferð.
Greinir á um Þjóðhagsráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hverjir stjórna Íslandi - og hvernig?
Fólk hefur val á kjördag:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2172797/
Jón Þórhallsson, 8.6.2016 kl. 10:30
Einu sinni var stofnað fyrirbæri, sem hét Hagráð og átti að gegna svipuðu hlutverki og þjóðhagsráð, eins og nafnið bendir til.
Hagráð leið hljóðlega útaf án þess að ég minnist þess að það hafi nokkurn tíman gert neitt, sem réði neinum úrslitum í efnahaglífi þjóðarinnar.
Það var helst að persónuleg samskipti Bjarna Benediktssonar og Eðvarðs Sigurðssonar gerðu það.
Hagráð fékk hægt og hljóðlátt andlát og útförin fór fram í kyrrþey.
Það gerði hvorki gegn né ógagn svo vitað svo að ég muni.
Ómar Ragnarsson, 8.6.2016 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.