Fasismi byrjar á uppgjöf - hver er forsetaframbjóðandi fasista?

Jón Ólafsson heimspekingur skrifar grein til að vara okkur við fasisma og stalínisma. Samkvæmt Jóni á fasismi upptök sín í smávægilegum afslætti sem við veitum frá frelsi, til dæmis tjáningarfrelsi eða akademísku frelsi. Jón segir:

Stundum eru það litlu hlutirnir, frekar en þeir stóru, sem benda til að það séu að verða breytingar í sjálfu samfélagsmunstrinu þannig að eitthvað sem áður var óhugsandi verður fyllilega mögulegt og jafnvel eðlilegt.

og

Smávægilegar breytingar í viðhorfum og talsmáta geta verið til vitnis um grundvallarbreytingar í samfélagsmunstri.

Greining Jóns er í grundvallaratriðum röng. Hvorki fasismi né stalínismi eru lúmskar breytingar sem læðast að okkur ef við höldum ekki vöku okkar. Einræðishyggja af þessum toga byrjar með uppgjöf. Rússar gáfust upp á keisaraveldinu; úr varð þjóðfélagsleg upplausn og einbeittir menn með altæka hugmyndafræði buðu lausnir sem almenningur keypti. Nasisminn í Þýskalandi byrjaði líka með uppgjöf - á Weimarlýðveldinu. Án uppgjafar Ítala á konungsveldinu hefði Mússólíni ekki náð völdum.

Hverjir eru það á Íslandi sem boða uppgjöf og ala á sundrungu? Hvaða öfl eru það á Íslandi sem boða altæka lausn á öllum vanda - inngöngu í Evrópusambandið. Jú, það eru vinstrimenn.

Eftir hrun voru það vinstrimenn á Íslandi sem kröfðust uppgjafar lýðveldisins, sem töluðu um ónýta Ísland sem þyrfti nýja stjórnarskrá og yrði að afsala sér fullveldinu.

Hver er frambjóðandi fasista til forseta lýðveldisins? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er nýbúin að gera athugasemd við grein Jóns á Stundinni. Mér fannst ljóð Þórarins sem Jón velur máli sínu til stuðnings athyglisverð öfugmæli. Og velti fyrir mér hvort að í raun sé hann að vara okkur við framboði Guðna Th, en kosið að fara Krísuvíkurleiðina.

Ragnhildur Kolka, 7.6.2016 kl. 14:18

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

 "Hvaða öfl eru það á Íslandi sem boða altæka lausn á öllum vanda - inngöngu í Evrópusambandið. Jú, það eru vinstrimenn".

------------------------------------------------------

VG- er vinstri-flokkur en stefnir ekki á ESB.

Viðreisn er hægri-flokkur og stefnir á ESB.

Jón Þórhallsson, 7.6.2016 kl. 16:00

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, það er auðvitað augljóst að forsetaframbjóðandi fasista hlýtur að vera þjóðníðingurinn og svikarinn Guðni Th. Jóhannesson sem leyfir sér að benda á að samið hafi verið í Þorskastríðinu og elur með sér blauta drauma um að koma hér upp stormsveitum og Hitlerjugend, draga í krafti þeirra landið inn í nasistafélagið ESB og senda moggabloggara í útrýmingarbúðir. Þétt að baki honum standa svo 60% kjósenda - allt fasistar auðvitað :)

En hver ætli sé forsetaframbjóðandi hálfvita?

Þorsteinn Siglaugsson, 7.6.2016 kl. 16:54

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Heimspekingar velta upp spurningum - fréttamenn koma þeim á framfæri.  Það er svo okkar hinna að vega og meta og taka afstöðu.
Ekki skjóta sendiboðann!

Kolbrún Hilmars, 7.6.2016 kl. 17:04

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þýskir kratar áttu stóran þátt í því að gefa Þýskalandi hina frjálslyndu Weimar-stjórnarskrá eftir hrun þess lands í stríðslok 1918. Þeir tóku við "ónýta Þýskalandi" og vildu endurreisa það með frjálslyndu lýðræði.

Nú sér maður hér að þetta hafi verið fasistar og Hitler þá væntanlega andfasisti, því að ekkert fyrirleit hann eins mikið og krata og Weimarstjórnarskrána.

Alltaf heyrir maður nú eitthvað nýtt.

Ómar Ragnarsson, 7.6.2016 kl. 17:52

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Svona aðeins út fyrir efnið! Segjum svo að ríkisstjónin ákveði að selja banka á hrakvirði og selji það til einhverja fyrirtækja Segjum svo að það verði fyrirtæki Þórsteins Más eða Guðbjargar Matthíasdóttur. Nú eru þau stærstu eigendur Árvakurs sem á jú Moggan. Hvernig mundi Davíð Oddsson bregðast við ákvörðun Alþingis? Hvað ef kannski hann fengi bænaskrá upp á 30 þúsund undirskriftir sem bæðu hann að skrifa ekki undir?

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.6.2016 kl. 20:54

7 Smámynd: Jón Ragnarsson

 Þetta er einmitt eitthvað sem fasistar myndu segja.

Jón Ragnarsson, 7.6.2016 kl. 22:29

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eða ennþá lengri leið Ragnhildur kolka,fjallabaksleið.- - jón skrifar:   "Tjáningarfrelsi er réttur hvers borgara til að tjá sig að vild"   Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt:(..

 Akademisk frelsi er réttur fræðimanns og kennara til að velja sér vðfangsefni og fjalla um þau með þeim aðferðum sem hver kýs og komast að niðurstöðu sem ráðast af þeim,ekki tilteknum hagsmunum og markmiðum.

Doktorinn fær því miður andmælendur úr hópi þeirra fyrrnefndu leyfishafa hér,þótt tilfinningaseminni sleppi. 

 

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2016 kl. 01:36

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Einræðishyggja af þessum toga byrjar með uppgjöf. Rússar gáfust upp á keisaraveldinu; úr varð þjóðfélagsleg upplausn 

Ertu nokkuð að kenna nemendum þínum svona nýstarlega sagnfræðikenningar??

Ég er feginn að mín börn eru ekki í tímum hjá þér.

Skeggi Skaftason, 8.6.2016 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband