Egill ýjar að gengi Guðna Th.

Egill Helgason álitsgjafi rifjar upp þá kenningu að útrásin hafi verið barátta gengja. Egill nefnir þessa kenningu í samhengi við forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar.

Álitsgjafinn gefur til kynna að Guðni Th. tilheyri ákveðnu gengi án þess þó að nefna það á nafn.

Sennilega er það of viðkvæmt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

 Páll ég hef aldrei skilið þennan bloggstíl þinn að henda fram fjarstæðkenndum fullyrðingum og getgátum.  Egill Helgason gefur það bara alls ekkert í skyn að eitthvert "gengi" standi að baki framboði Guðna Th.

Þú ert ekki það vitlaus að halda að hann sé að gera það en þú hendir þessu fram af því að það hentar þínum furðulega hugarheimi. En ýmsir í þínum lesendahóp eru nógu vitlausir til að klappa fyrir vitleysunni hér.

Skeggi Skaftason, 6.6.2016 kl. 12:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eigum við að taka orð Össurar Skarphéðinssonar í felukufli Jóhannesar Brahms undir dulnefninu "Skeggi Skaftason" fyrir því, að bloggarinn sá fari með rétt mál?!!!

Jón Valur Jensson, 6.6.2016 kl. 13:09

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Skrifarinn sem kallar sig Jón Valur Jensson - en heitir réttu nafni Ástþór Magnússon - kýs að ráðast á sendiboðann af því hann hefur engin efnisleg mótsvör við því sem ég skrifaði. 

Skeggi Skaftason, 6.6.2016 kl. 13:17

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Egill rifjar upp í tveimur setningum að átökin á Íslandi fyrir hrun hafi verið á milli tveggja gengja. Já, "fyrir hrun."

Og hér er því haldið fram að þetta sanni að Guðni Th. sé í öðru þessara gengja "fyrir hrun", Baugsgenginu.

Langt er nú seilst.  

Ómar Ragnarsson, 6.6.2016 kl. 13:39

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Allir vita, sem vilja, að ég er sá, sem ég er og er skráður fyrir mínu Moggabloggi sjálfur og það gefið upp (með skráningu blog.is) á höfundarsíðu minni,* að þessu nafni heiti ég samkvæmt þjóðskrá; og aldrei hef ég bundið trúss mitt við Ástþór Magnússon og mörg fráleit viðhorf hans. Össur þykist fyndinn, en augljóslega notar hann dulnefni, eins og sést, þegar höfundarsíða hans er skoðuð: nafn hans er ekki skráð þannig í þjóðskrá, sjá hér: http://skeggi.blog.is/blog/skeggi/about/

* Neðst á höfundarsíðu minni hér: http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/about/

Jón Valur Jensson, 6.6.2016 kl. 14:33

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er soldið til í þessu hjá Agli.  Var barátta milli gengja á sínum tíma í verslana- og fjármálabissnesinum.  

Minnir soldið á gengin á Sturlungaöld.  

Ríkisvaldið er veikt, - veikir jafnvel sjálft sig, - og gengi vaða uppi og stjórna meira og minna landinu.  LÍÚ-gengið, framsóknargengið etc.  

Endar með því að almenningur flýr á náðir ESB.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.6.2016 kl. 14:44

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er nógu gamaldags til að gera kröfu um að á Bessastöðum sitji forseti sem er stoltur af íslenskri arfleifð og standi með fullveldi landsins þót misvitrir stjórnmálamenn kjósi annað.

Fyrirlestur Guðna Th a Bifröst Í maí 2013 styrkti mig ekki í trú á að hann væri rétti maðurinn í embættið. Síðari tíma afneitun hans á orðum sínum skelfir mig, því eins og komið hefur fram bæði hér a blogginu og víðar þa virðist sem lýgi sé tekin sem sannleikur ef réttur aðili segir hana. Látum vera að Guðni hafi vísað til "fávísi lýðsins" svona á léttum nótum í upphafi erindis til að ná salnum, en í framhaldinu tekur hann til við að tíunda allan ágreining sem til staðar var um málið. Ágreining sem að mestu var pólitískar skylmingar en ekki beinlínis ágreiningur um endanlegt markmið (nema auðvitað Kratanna sem alltaf kjósa að standa með erlendu valdi). Af þessu dregur hann þá ályktun að sigurinn í landhelgisbaráttuna sé mýta, þ.e haldreipi fávíss lýðsins. 

Afstaða Guðna Th til fávíss lýðsins finnst mér afleit, en afneitunin verri. Hún fellur of vel að hinum nýja sannleika - lýginni.

Ragnhildur Kolka, 6.6.2016 kl. 14:51

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sæll Ástþór,

vissulega mætti halda að þú sért kannski Jón Valur Jensson, en höfum við einhverja sönnun fyrir því?  Loggar þú þig inn á moggabloggið með rafrænum skilríkjum?? Það er lítið mál að finna kennitölu Jóns Vals og stofna bloggsíðu undir henni, og skella upp fallegri 20 ára mynd af honum sem prófílmynd!

Aðalmálið er samt að Jón Valur myndi ekki skrifa alla þess endemis vitleysu sem þú skrifar í hans nafni.

Skeggi Skaftason, 6.6.2016 kl. 15:50

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skeggi því miður verð ég að votta að Jón Valur er þarna hann sjálfur.  Hann skrifar undir ýmsum nikkum, svo sem eins og rannsóknir um ESB, eitthvað um barnadauða og svona eins og nokkur fleiri.  

Þetta er sem sagt hann sjálfur, ég reyndar þekkti hann hér í den, þegar hann bjó á Ísafirði með þáverandi eiginkonu sinni og börnum. 

Hinsvegar má segja að hér eru nokkrir aðilar sem endalaust samþykkja allt sem hælbítar Guðna segja, þar kemur ekkert á óvart.  Mér er bara fyrirmunað að skilja hvað vakir fyrir þessu fólki.  Er Guðni svona hættulegur maður, eða hefur þetta fólk lofað Davíð að standa með honum gegnum þunnt og þykkt.  Sama hvort er þetta fólk er svo sannarlega ekki að gæta að heiðri sínum.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2016 kl. 16:15

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Ásthildur, en Össur er nú bara að skemmta skrattanum og sjálfum sér, tökum hann ekki alvarlega. Ekki vantar mig neitt laumublogg, er með tvö á mínu nafni, einnig Lifsrettur.blog.is og skrifa svo iðulega á Krist.blog.is og fullveldi.blog.is og á margar greinarnar á vef Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave, jafnvel nýlega, eftir því sem þörf hefur verið á, m.a. vegna Icesave-afstöðu Guðna Th., og vísa má hér í eftirfarandi greinar: Guðni Th. Jóhannesson var linari forsetanum í Icesave-málinu og vildi semja við Breta! Einnig þessa sem fekk 132 "læk":  Guðni Th. Jóhannesson, áttaðu þig á þessu: FRAMBOÐ ÞITT ER FALLIÐ!

Ennfremur þessa: Lítillátur, ljúfur og kátur - eða harður gegn hagsmunum og rétti lands og þjóðar? -- og fleiri greinar eru þar um málin!

Varðandi hann Guðna okkar gætirðu líka lesið ágæta grein eftir einn stuðningsmanna hans (hann var það a.m.k.), Stefán Einar Stefánsson, guðfræðing og viðskiptasiðfræðing, sem um tíma var formaður VR, en er nú blaðamaður á Viðskipta-Mogganum. Hann hafði fyrir ca. tveimur vikum skrifað eindregna stuðningsgrein um dr. Guðna Th. sem pistil dagsins á leiðarasíðu Moggans, en í seinni pistlinum á sama stað taldi hann fulla ástæðu til að gera alvarlegar athugasemdir við tilvör Guðna í þættinum hjá Birni Inga á Eyjunni. Davíð hafði lagt fyrir hann spurningar um afstöðu hans til Svavarssamningsins og Buchheit-samningsins, og þetta sagði Stefán Einar að eðlilegt hefði verið að svara, en í staðinn fitjaði Guðni upp á trýnið (mitt orðaval) og spurði hvort Davíð hefði enga sómakennd!

Þetta er mjög athyglisverð grein Stefáns Einars; einhver ætti að koma hér með beina tilvitnun í grein hans, og vel að merkja á Guðni alveg eftir að svara spurningum Davíðs! Vill hann þagga málið niður?

Jón Valur Jensson, 6.6.2016 kl. 17:21

11 Smámynd: Elle_

Voðalega talar Ásthildur oft um "hælbíta" Guðna hitt og "hælbíta" Guðna þetta og hina sem taka víst undir allt sem "hælbítar" Guðna segja voða ljótt um hann.

Væri ekki nær að skýra hverjir þessir voða vondu menn eru að tala svona illa um blessaðan manninn meðan allt í lagi er að vera "hælbítur" Davíðs Odssonar og ráðast sífellt á æru hans? 

Elle_, 6.6.2016 kl. 20:17

12 Smámynd: Elle_

 Það er víst líka í lagi að ráðast á æru Ástþórs Magnússonar og Snorra Óskarssonar (Snorra í Bethel).  Það kallast ekki að vera "hælbítur" og óskynsamur, eða hvað?  Ætli "þetta fólk" hafi verið að "gæta að heiðri sínum"?  Varla.  Það vantar allt samhengi í svona fullyrðingar.

Elle_, 6.6.2016 kl. 20:55

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð þessi innlegg frá Elle.

Jón Valur Jensson, 6.6.2016 kl. 22:47

14 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er eiginlega ekki að efast um að JVJ sé JVJ. Hins vegar hefur hann ekki svarað hvað hann vinnur við. Sagt er að hann sé leigupenni sérhagsmuna, enda hafi hann ómældan tíma á bloggi og athugasemdum. hann segjist vera kristinn, en úthúðar fólki, sé það ekki sammála honum. Að mínu áliti kjáni!

Jónas Ómar Snorrason, 6.6.2016 kl. 23:45

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Mergur málsins er að þessi pistill Páls er algjör steypa, vitleysa, uppspuni. Og hinn brosmildi guðhræddi Jón Valur eða Ástþór eða hvað hann nú heitir í raunveruleikanum, hefur samsinnt því með þögn sinni um ÞAÐ mál.

Við Jón Valur virðumst sammála um það, Páll Vilhjálmsson er bullustampur.

Skeggi Skaftason, 7.6.2016 kl. 09:11

16 Smámynd: Jón Bjarni

Það sem er eiginlega merkilegast í þessu Skeggi er að t.d. Jón Valur virðist vera til í að taka undir hvaða vitleysu sem er það er öruggt að sé sem vitleysunni heldur fram hafi alveg örugglega verið á móti Icesave. ?annig er hann t.d. til i að tala máli Davíðs Oddssonar, hrunkóngsins sjálfs - bara afþví að hann var á móti Icesave samningum. Ljúfmenni eins og Guðna vill hann ekki sjá vegna þess að honum varð það á að vilja ekki taka áhættuna sem fylgdi dómstólaleið í sama máli... Raunverulegt Jóns er ekki Ástþór - raunverulegt sjálf Jóns Vals heitir Ekki Icesave Jensson

Jón Bjarni, 7.6.2016 kl. 11:24

17 Smámynd: Jón Bjarni

Jón Valur virðist vera til í að taka undir hvaða vitleysu sem er ef það er öruggt að sá sem heldur henni fram hafi örugglega verið á móti Icesave... Átti að standa þarna 

Jón Bjarni, 7.6.2016 kl. 11:26

18 Smámynd: Elle_

Dómstólsmálið kom ekkert ICEsave-samningi við.  Það var lítil eða engin hætta við að fara fyrir dóm með lögin okkar megin.  Það var fólk sem var sama hvort farið yrði að lögum eða ekki sem vildi ekki fara fyrir dóm.  Það á ekki að semja við handrukkara og lögbrjóta. 

Elle_, 7.6.2016 kl. 14:00

19 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Flott hja þér Elle. Úrtölur iðin er enn að reyna að halda því fram að við - íslenskur almenningur- ættum að borga skuldir óreiðumanna. Innistæðutryggingar tilskipun ESB var kýrskýr um hvað í henni fólst. Lögin voru okkar megin og ef dómsorðið hefði farið a hinn vegin hefði allt bankakerfi Evrópu hrunið. Ekki bara það gríska.

Ragnhildur Kolka, 7.6.2016 kl. 14:27

20 Smámynd: Elle_

Takk Ragnhildur.  Það var nefnilega munurinn á hörkulögmanninum og ritstjóranum Davíð Oddsyni og ljúfmenni Jón Bjarna að lögmaðurinn vildi fara að lögum, eðlilega, eins og heiðarlegt fólk þorir en ekki hinir óheiðarlegu.

Elle_, 7.6.2016 kl. 15:19

21 Smámynd: Jón Bjarni

Elle- segir hér

"Dómstólsmálið kom ekkert ICEsave-samningi við.  Það var lítil eða engin hætta við að fara fyrir dóm með lögin okkar megin.  Það var fólk sem var sama hvort farið yrði að lögum eða ekki sem vildi ekki fara fyrir dóm.  Það á ekki að semja við handrukkara og lögbrjóta. "

Þetta er alrangt, enda fékk lögmannateymi íslands virtustu lögmannsverðlaun Bretlands fyrir frammistöðu sína í málinu. Og það er alltaf áhætta að fara með mál fyrir dóm vegna þess að yfirleitt er það svo í einkamálum að báðir aðilar telja lögin sín megin. 

Jón Bjarni, 7.6.2016 kl. 15:27

22 Smámynd: Elle_

Lítil eða engin hætta, skrifaði ég, og það er ekki rangt.

Elle_, 7.6.2016 kl. 15:52

23 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jón Bjarni, það var vegna þess að skuldirnar voru einkabanka sem Bretar og Hollendingar gengu svo hart eftir ríkisábyrgðinni. Jóhönnustjórnin sá sér leik á borði að veikja íslenska ríkið með skuldaklafanum svo það léti undan þrýstingi og gengi í ESB. Directifið um innistæðutryggingarnar var líka okkar megin og því hefur Landsbankinn bara greitt Icesave með eignum símum. Búið og Basta. 

Það var víða fagnað í fyrradag þegar álagið sem Svavarssamningurinn átti að tryggja Bretum og Hollendingum féll dautt hjá garði. 

Ragnhildur Kolka, 7.6.2016 kl. 16:06

24 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ef áhættan var "lítil eða engin", af hverju vildu þá 67% íslenskra þingmanna samþykkja Buchheit-saminginn??  Til að viljandi veikja íslenska ríkið?

Svo má minna á að það var ekki Jóhönnustjórnin sem ákvað að semja um Icesave, það var stjórn Geirs Haarde. En hann vildi væntanlega líka veikja íslenska ríkið ...

Skeggi Skaftason, 7.6.2016 kl. 16:30

25 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skeggi Skarphéðins, Icesave viðræður í ríkisstjórn Geirs H voru aldrei meira en minnisblað og samkvæmt ISG voru ákveðnir fyrirvarar settir. En þú veist kannski betur svona úr innsta hringnum.

Bjarni Ben er enn að súpa seyðið af undanlátssemi sinni. Ég trúi samt að hann hafi glaðst eins og við hin síðastliðinn mánudag. Skiljanlegt að þú sért súr.

Ragnhildur Kolka, 7.6.2016 kl. 16:56

26 Smámynd: Elle_

Aumingja Össur.

Elle_, 7.6.2016 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband