Laugardagur, 4. júní 2016
Samfylkingin sópar ESB undir teppið
Evrópumál eru snaran í hengds manns húsi Samfylkingar. Þau eru ekki nefnd í stefnuræðu nýkjörins formanns, Oddnýjar Harðardóttur, og heldur ekki í landsfundarályktun.
Öll pólitík Samfylkingar snerist í meira en áratug um að Ísland yrði aðildarríki Evrópusambandsins. Haustið 2002 beindi forysta Samfylkingar þessari spurningu til flokksmanna:
Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?
Á þessum veika grunni hélt Samfylkingin í leiðangur sem náði hámarki 16. júlí 2009 þegar alþingi samþykkti tillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að sækja um aðild að ESB.
Samfylkingin tapaði þingkosningunum 2013 vegna þess að ESB-umsóknin var í beinni andstöðu við þjóðarhagsmuni.
ESB-draugurinn mun fylgja Samfylkingunni nema flokkurinn kveði hann í kútinn. Það kallar á uppgjör við misheppnuðustu utanríkispólitík landsins frá Gamla sáttmála.
Barátta við að sannfæra kjósendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ný kjörinn formaður samfó var ennþá með ESB inngöngu sem nauðsynlegt málefni fyrir Íslendinga fyrir nokkrum dögum í viðtali á Útvarp Sögu.
Í mínu nágrenni þá er oft sagt"You can put a lipstick on a pig, it is still a pig."
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 4.6.2016 kl. 18:58
Flokkurinn er ruslahaugur. If it looks like a duck, quacks like a duck, walks like a duck, then it is a duck.
Elle_, 5.6.2016 kl. 01:22
Eitthvað af fyrra fylgi flokksins sem farið hefur til VG og Pírata ætti af rata aftur heim. Þeir kjósendur hlusta ekki á útvarp Sögu og fá því engan pata af ESB hyggja flokksins er enn við lýði.
Sólbjörg, 5.6.2016 kl. 07:43
Já Sólbjörg þau bera jafnan við „ég heyrði/sá það í Sjónvarpinu“ þessu eina sem ætti að fara rétt með,en því miður- - --
Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2016 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.