Samfylkingin er fórnarlamb misskilnings

Samfylking var stofnaður sem sósíaldemókratískur flokkur áratugum eftir að meginverkefni flokksins var lokið. Velferðarsamfélagið, sem fylgir okkur frá vöggu til grafar, var byggt upp með lítinn krataflokk, Alþýðuflokkinn.

Kratar í öðrum flokkum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi, sáu um uppbyggingu velferðar.

Þegar Samfylkingin var stofnuð, um síðustu aldamót, vantaði flokkinn baráttumál til að hreyfa við fólki. Í stað þess að finna þau mörg og smá og prjóna saman stefnuflík úr þeim flokkum sem samfylktu fór Samfylkingin aðra leið.

Samfylkingin fór einföldu leiðina og gerði aðild Íslands að Evrópusambandinu að málinu eina. Kjósendur voru ekkert ýkja spenntir og forysta flokksins gerði ESB-umsókn ekki að úrslitaatriði í þingkosningunum 2003 og 2007.

Samfylkingin átti sinn hlut í hruninu, sat í stjórn með Sjálfstæðisflokki þegar það skall á. En í stað þess að læra af mistökum var stóra málið dregið fram, bæði til að draga fjöður yfir ferilinn í hrunstjórninni og ekki síður til að flagga einhverju stefnumáli í miðju hruni.

Umsóknin um ESB-aðild var keyrð í gegnum alþingi sumarið 2009. Umsóknin var án umboðs þjóðarinnar, illa ígrunduð og strandaði áður en kjörtímabilið var á enda.

ESB-aðild Íslands var aldrei raunhæf. Strandríki í okkar heimshluta, Grænland, Færeyjar og Noregur eru öll þeirrar skoðunar að ESB-aðild þjóni ekki hagsmunum þeirra. Saga Íslands og sjálfstæðisbarátta mælti öll gegn ESB-aðild. Samfylkingin taldi sig vita betur. Það reyndist dýrkeyptur misskilningur.


mbl.is „Fórnarlömb eigin velgengni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þrjóskan skildi þau eftir fáklædd í flæðarmálinu!

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2016 kl. 14:38

2 Smámynd: rhansen

Ekki vænkast hagur þeirra með þennann nyja formann !!

rhansen, 4.6.2016 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband