Miðvikudagur, 25. maí 2016
Davíð vinnur á með aukinni umræðu
Eftir því sem umræðan eykst um forsetaembættið og það skýrist hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér að sinna embættisverkum þá bætir Davíð Oddsson við sig fylgi.
Davíð vill opna Bessastaði fyrir þjóðinni og gera embættið að aflvaka umræðu um hvað það er að vera Íslendingur.
Þegar nær dregur kjördegi munu kjósendur máta frambjóðendur af meiri alvöru við forsetaembættið. Þeim mun fjölga sem vilja mann með reynslu og dug Davíðs.
Guðni með 57% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lengi lifi Guðni TH.
DO með 22%, það er ekki mikið eftir alla vinnuna.
fer í 32%-38% MAX.
Guðni tekur ´ann létt...siðfræðimenntaða blaðamanninum til ómælrar gleði..
Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.5.2016 kl. 22:34
Þetta er nú frekar vanmáttug afsökun hjá þér Sigfús! Það tók því leggja á sig alla vinnuna,með sömu gömlu lyga taktíkina,það dregur saman með þeim samt.
Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2016 kl. 23:40
Prívat könnun Davíðs er náttúrulega hin fullkomna könnun.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 25.5.2016 kl. 23:50
Ekkert-?
Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2016 kl. 23:54
Hvar heldur þú Helga að Davíð eigi inni eitthvað fylgi?
Er það hjá kjósendum Pírata, Samfylkingar eða Vinstri Grænna?
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 07:35
Góðan daginn Jón Bjarni minn,ég veit það ekki,en það má prufa með líkinda reikningi eftir kosningar,leggja saman atkvæði hinna og draga frá atkvæðum greiddum Davíði.
Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2016 kl. 08:20
Ég held að stuðningsmenn Davíðs Oddsonar ofmeti stórlega minnisleysi kjósenda
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 08:25
JB
Minni kjósenda eins og þitt, er tilbúið eins og lýst var af sálfræðingum við útgáfu bókar fyrir nokkrum árum. Þið vierðist trúa því sem þið skáldið upp og lítið á það sem sannarlega reynslu og viðbrði, en eigi að síður tómur uppspuni. Þannig er með það sem þið kallið sannar sögur og viðburði með Davíð Oddssin að nánast öllu leyti hrein skáldsaga. Líklega trúa margir ykkar skáldsögunni en aðrir ykkar notið þennan tilbúning til að koma óorði á saklausa menn, ekki hvað síst Davíð.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.5.2016 kl. 09:42
Ólafur mátaði Davíð.
Jón Ragnarsson, 26.5.2016 kl. 10:51
Minnið mitt er ágætt, ég man alveg ágætlega það sem Davíð hefur t.d. verið að skrifa síðustu ár sem ritstjóri Morgunblaðsins og það eitt nægir mér til að ákveða það að maðurinn á ekkert erindi sem forseti. Það hvernig hann talar um fólk sem honum líkar ekki er alls ekki í lagi. Ég man líka alveg framkomu hans í fjölmiðlum þegar hann var í pólitík. Ég man þegar hann gerði okkur að þátttakendum í stríði sem hefur kostað óendanlegar hörmungar, ég man þegar hann lánaði Kaupþingi 500 miljarða evra sem hurfu á 3 dögum. Ég man þegar hann lagði niður Þjóðhagsstofnun þegar hún gerði athugasemdir við stærð bankanna og ég man líka þegar hann hrópaði þrefalt húrra fyrir útrásarvíkingunum okkar í einhverju kokteilboði.
Segðu mér Predíkari.. hvað er það nákvæmlega sem hugur minn hefur verið að skálda upp um Davíð Oddsson?
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 10:58
Ég man líka það sem kom fram í rannsóknarskyrslu Alþingis um alvarlega vanræsklu hans í starfi sem átti ekki hvað síst þátt í því hvernig fór hér í hruninu.
Ég man líka eftir því þegar hann mætti í viðtal við erlenda fjölmiðla hálfu ári fyrir hrun og fullyrti að hér væri allt í himnalagi og að ef illa færi þá væri ríkissjóður íslands skuldlaus og myndi redda því. Ég man líka þegar hann stóð í vegi fyrir því að útibú Icesave yrði flutt yfir í breska lögsögu..
Þetta eru allt saman hlutir sem ég man vegna þess að ég varð vitni að hans gjörðum og það eru til upptökur af þessu öllu.
Hvað er það sem þú manst??
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 11:01
Predikarinn man ekki það sem JVJ kvartaði yfir, slæmu lyklaborði. Sama vandamálið virðist hrjá þá báða, nema þeir séu sami maðurinn:) DO á ekkert erindi sem Forseti, sem betur fer, þá viðrist fólk(78%)almennt á þeirri línu.
Jónas Ómar Snorrason, 26.5.2016 kl. 11:54
Jón Bjarni les það sem tilvonandi forseti skrifar sem svar við árásum vinstri vonskunnar,sem hefur lagt undir sig ríkisfjölmiðilinn. Hvar værum við ef eini fjölmiðillinn sem ver okkur gegn ágengum landráðum vinstri manna.Bullið að við sem vopnlaus þjóð séum þátttakendur í stríði sem var hafið þegar Nato þjóðin Ísland fór að dæmi vinaþjóða að kallast viljugir. Öfugt við Jóhönnustjórn sem gat beytt sér gegn árásum á Líbiu hjá Smeinuðuþjóðunum. Það er margbúið að segja frá láninu til Kauðþings,sem fylgdu margföld veð í öflugum banka.
Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2016 kl. 12:40
Vantar= "Vinstri manna væri ekki til".
Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2016 kl. 12:51
Vinstri menn koma mér ekkert við Helga..
En það er rétt að endanlegt tap vegna lánveitingar Davíðs gekk töluvert til baka, endaði í ekki nema 35 miljörðum króna..
Eftir sem áður þá hef ég lesið skrif síðustu 7 ár sem ritstjóri Morgunblaðsins, sumt gerir hann undir nafni annað ekki. Það eitt og sér alveg óháð öllu öðru er nóg fyrir mig og fjölmarga aðra til þess að geta ekki hugsað sér hann sem forseta. Dómur t.d. rannsóknarnefndar Alþingis auk þess sem öllum ætti að vera ljóst sem fylgdust með fréttum er svo bara bónus
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 14:02
Hér er stutt samantekt
https://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw&feature=youtu.be
Þetta er kannski bara tvífari Davíðs? Fölsun vondra vinstri manna?
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 14:05
Þetta mátti maður hafa þegar Samfylkingun skyldi við Sjálfstæðisflokkinn og bar allt öðru við en fíkninni í ESB.Auk V.G.lyga lofarða.Margur er svo hörundssár yfir fyndni Davíðs sem er aldrei gróf en bítur þann sem á hana skilið.---- Þér kemur ekki vinstri við!!--- Hvað kemur þér þá við í fyrstu færslunni hér hvar ég haldi að Davíð fái fylgi og í framhaldi eitthvað krossapróf,ég var ekkert að ávarpa þig.
Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2016 kl. 16:31
Þú ert ekki búinn að vera lesa sömu leiðara og Reykjavíkurbréf og ég ef þér finnst hann aldrei grófur. Þú talar um einelti.. Afhverju gat Davíð aldrei takað öðruvísi um Jón Gnarr en með þeim hætti sem allir vissu að hann vildi ekki. Var það bara gott grín?
Davíð er ekki einusinni með öll atkvæði Sjálfstæðis og Framsóknar.. Afhverju ltti hann að sækja það sem uppá vantar annað?
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 16:53
Bíddu jón Gnarr talaði gróflega um ríkistrú okkar ,þar fór hann með mitt álit ----- Þessi getraun er á þínum vegum. Kosningarnar snúast um landið,þjóðina, ekki endilega um metnað persónunnar Daviðs,enda veit ég að hann er búinn að berjast við andþjóðfélagsöfl alla sína stjórnartíð.
Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2016 kl. 17:58
Þú réttlætir ekki rangt með röngu Helga..
Ég spurði þig bara hvaðan þú heldur að Davíð fái það fylgi sem þarf til að vinna þessar kosningar. Og barðist Davíð við andþjóðfélagsöfl þegar hann talaði upp útrásarvíkinga, eða þegar lagði af Þjóðhagsstofnun eða þegar hann klúðraði því að koma Icesave úr okkar umsjá?
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 18:23
Blessaður þeð veit ég en gleymdi nöfnum og öðru svo þetta stoppaði svona.-- Við erum á Palla léni og ég kann ekki við það. Látum nú forsetaefnin svara hvern fyrir sig. Ég verð að sitja á "strák" mínum....
Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2016 kl. 18:45
Já.. og hvernig fannst þér þinn maður koma út Helga?
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 19:56
Hann var náttúrlega nokkuð góður brandarinn með að vakna við hliðina á forsetafrúnni og drífa sig heim svo Ástríður kæmist ekki að því
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 20:49
Góð Helga og Predikari. Svo koma ýmsir og kalla þá sem skrifa ekki undir fullu nafni ómarktæka. Það eru nokkrir ansi ritfærir og hafa mikið að segja þó þeir skrifi ekki undir fullu nafni.
Elle_, 26.5.2016 kl. 20:49
Hver talaði um að þeir sem skrifuðu ekki undir fullu nafni væru ómarktækir Elle?
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 20:55
Jón Bjarni, ég var ekkert að tala um þig. Það hafa þó nokkrir, bara hér í Moggablogginu, farið fram á það við mig og þó nokkra sem ekki skrifa undir fullu nafni að skrifa undir fullu nafni og loka þá úti ef ekki. Það segir bara eitt: Þeir sem ekki skrifa undir fullu nafni, teljast af þessum merkikertum ómarktækir og minnst einn þeirra gerist svo ómerkilegur að svara manni ekki bara vegna þess.
Elle_, 26.5.2016 kl. 21:10
Það hefur verið sagt bæði beint og óbeint að þeir sem ekki skrifi undir fullu nafni geti ekki verið teknir alvarlega eða séu ómarktækir.
Elle_, 26.5.2016 kl. 21:38
Er það ekki helst Jón Valur sem finnst menn ekki vera marktækir nema þeir noti fullt nafn og séu ekki sammála honum?
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 21:47
Sæl Elle mín eitt allra mesta Íslands tryggðartröll,gott að sjá þig. Ég missti af forsetaefnunum þar til líklega 4. spurningin fór hringinn,kveikti á þegar ég heyrð í leit að öðru í útvarpinu.
Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2016 kl. 23:41
4.seinasta spurningin átti það að verða. En heyrði eina vel skrifaða minningar grein Andra um ömmu sína,frá (2014.)
Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2016 kl. 23:48
"ég var einhvern tíma spurður hvað yrði mitt fyrsta verk ef ég vaknaði í rúminu á Besstatöðum, og ég svaraði því þannig til að ég myndi drífa mig í garmana, biðja forsetafrúnna afsökunar, drífa mig heim og vona að Ástríður frétti það ekki" Davíð Oddsson
Jón Bjarni, 26.5.2016 kl. 23:53
Flottur fáir fatta þetta.
Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2016 kl. 00:11
Er það? Hver fattar þetta ekki?
Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 00:42
Lengi lifi Guðni Th
Hann tekur önuga ritstjórann, lett.
Ritstjórinn , sá sem ju skirfar aldrei undir nafni, varð,sér til mikillar minnkunnar i kvöld...."ég ætla ekki að þrasa við þig"
Bláa höndina langaði að reiða til höggs...en gat það ekki....líklega vegna aldurs...
Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.5.2016 kl. 01:01
JB
Þú ert minnislaus eins og ég vissi eða með tilbúnar skáldaðar minningar sömuleiðis.
Halldór Ásgrímsson setti okkur á lista hinna viljugu enda íu hans verkahring sem utanríkisráðherra. Það skipti engu um viðkomandi stríð því við réðum ekki hvort það væri háð eður ei. Höfðum ekkert um það að segja og það f´æri fram þó við værum ekki á þessum lista.
Már klúðraði endurgreiðslunni til Seðlabankans með miklum bravör. Það vita allir sem lesa fréttir. Danskir kaupsýslumenn í kauphölinni þar ytra grenja sig enn máttlausa yfir hvernig hann két draga sig á asnaeyrunum.
Sjá það mál í góðri samantekt hér :
Kaupþingslánið og ráðsmennska Seðlabankastjóra
.
Þú þekkir lítt til bankaheimsins ef þú heldur að einhver seðlabankastjóri talæi um að það sé allt að fara til fjandans í erlendum fjölmiðlum eða í skýrlsum banka sinna? Nei þeir verða að tala svona af varkárni því misvalin orð geta valdið skelfingum. Hann varaði samt ríkisstjórnina í einrúmi í febrúar 2008 við því að bankahrun væri yfirvofandi og skylli fljótlega á, ekki síðar en í nóvember. Þetta staðfestu vitni úr ríkisstjórninni í RNA.
Það var einmitt ríkisstjórnum Davíðs að þakka að ríkissjóður var tæknilega skuldlaus og því var mun auðveldara að losna út úr vandamálum hrunsins en annars hefði orðið.
Hann reyndi ekki að hindra flutning banka í breska lögsögu, gleymir þú EES?
Tvær aðrar stofnanir ríkisins voru að gera nákvæmlega sömu hluti og þjóðhagsstofnun. :ap var mikill sparnaður að leggja hana niður. Viltu borga óþarfa kosnað með skattfé þínu?
Hvaða vanrækslu ertu að tala um?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.5.2016 kl. 02:09
S-Ó Hó, Davíð stjórnvitringur.
Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2016 kl. 03:51
Þannig að Davíð sem Seðlabankastjóri hafði í raun ekkert með þetta mál að gera?
Þjóðhagsstofnun varaði við því að bankarnir verða of stórir.. og voru lagðir niður..
Annars ef þú ert eitthvað að efast um vanrækslu Davíðs þá mæli ég með þvi að þú lesir rannsóknarskýrslu Alþingis
Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 09:39
JB
Ég hef lesið hana. FInn ekki þessa vanrækslu.
Þjóðhagsstofnun var óþarfur baggi í kostnaði á skattgreiðendur því 2 aðrar stofnanir ríkisins geru sömu hluti. Þá er ótalið einkastofnanir sem gera einnig það sama.
Þú hefur kannski efni á að halda uppi óþörfum stofnunum?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.5.2016 kl. 09:54
Gerðu 2 aðrar stofnanir sömu hluti? Hvaða stofnun tók við hlutverki Þjóðhagsstofnunar og hvernig gekk það?
Þetta er í 6. bindi rannsóknarskýrslunnar
http://www.dv.is/frettir/2010/4/12/david-syndi-vanraekslu/
Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 10:12
Ef ég man rétt þá benti hann sjálfur á rannsóknarskýrsluna þar er ekkert að hans embættisfærslum,ekkert.
Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2016 kl. 11:06
JB
Hagstofan og Seðlabankinn eru meðal þeirra sem sinna sömu skýrslugrð og vinnu eins og þjóðhagsstofnun gerði. S'iðan hafa samtök atinnulífsins ýms sem og Así gert svipaða hluti í hagdeildum sínum.
Frétt DV segir í raun lítið um þetta og vísa ekki í RNA heldur. Mig minnir nú að þetta hafi verið álíka snautleg aðfinnsla og var á Geir Haarde sem er hvorki fugl né fiskur.
Rangt er að Davíð hafi fengið að skila inn athugasemdum og ekkert af þeim var birt eða tekið tillit til þeirra þó hann sendi þær inn.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.5.2016 kl. 11:14
Afhverju gerði Davíð Oddsson ekkert þegar Þjóðhagsstofnun varaði við því að það gæti gerst sem síðan gerst?
Hvað gerði hann þegar hann sem Seðlabankastjóri átti að sjá um það sem Þjóðhagsstofnun átti að vera gera?
Þegar Davíð Oddsson mætti í viðtal 6 mánuðum fyrir hrun og fullyrti að það væri allt í góðu lagi með íslenska banka og ef illa færi þá væri íslenska ríkið greiðslufært... Hvað átti hann við með því? (nenniru plís að forða mér frá því að linka á þig youtube vídjóið)
Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 11:33
JB
Ég lýsti því að Davíð hitti ríkisstjórnina í febrúar 2008 og varaði við því að bankahrun yrði á árinu, og alls ekki síðar en í nóvember. Þetta staðfest í vitnaleiðslum ráðherrra fyrir RNA.
Hann fór til ríkisstjórnarinnar sem stjórnar hagkerfi landsins í heild sinni og er í þeirra verkahring að taka á málinu. Þar var ráðherra Einsmálslandssölulandráðafylkingar hinnar björtu framtíðar með vinstri grænu slagsíðuna í stól bankaráðherra og stjórnarformaður fjármálaeftirlits úr sömu fylkingu. Hvað gerðu þeir í málinu þegar þeir eru varaðir við í febrúar ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.5.2016 kl. 11:53
Trúir þú því í alvörunni að Davíð hafi ekki átt neinn þátt í þeim atburðum sem leiddu til hrunsins 2008?
Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 11:58
JB
Ne hann bar ekki á því ábyrgð, en ekki gleyma þó því sem hann bar raunverulega ábyrgð á, eins og bent hefur verið á víða :
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.5.2016 kl. 13:34
Hvað gerir Davíð að góðum frambjóðanda?
Jón Bjarni, 27.5.2016 kl. 16:02
Rétta spurningin væri frekar þessi, hvað gerir DO að slæmum frambjóðanda? Svarð þar er er nefnilega svo afar einfallt. ALLT!
Jónas Ómar Snorrason, 28.5.2016 kl. 09:58
Jón Bjarni þú skilur ekkert fyrr en skellur í tönnum. Ég var núna fyrst að hlusta á allt samtalið við stöð 2.Humor Davíðs er svo langt fyrir ofan skilning þinn. Hnn beinlínis gerir grín að spurningum fréttamanna,eins og kom glöggt fram og við höfðum gaman að,færslur kl.20,49 og kl.23,53.
Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2016 kl. 03:42
Satt að segja þá er með eindæmum hvað einn aðili eyðir miklum tíma í að skrifa athugasemdir án nokkurar þekkingar á málefnum og reynir að verja þær með sem mestum skæting. Hér að ofan eru rangfærslurnar og þekkingarleysið fyrir utan skilningsleysi á starfi stjórnmála og embættismanna sem gera skrifin í sjálfu sér stórskemmtileg. Ég ætla að renna í nokkur atriði sem gæti hjálpað þas. ef sannleikurinn má skaða lyga - og skemmtisögurnar?
* Í fyrsta lagi var það ekki Davíð Oddsson sem lagði niður handónýta þjóðhagsstofnunina. Hann tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni um það á þingi. ð Þorsteinn Pálsson kom fyrstur með tillögu að loka henni. Davíð var Borgarstjóri þegar það gerðist. Það var Geir H. Haarde sem lagi stofnunina niður og verkefni færðist yfir á aðra sem voru hæfar. Allt frá stofnum var Þjóðhagsstofnun tortryggð sér í lagi af stjórnarandstöðu hvers tíma. Stjórnarflokkarnir voru einnig mjög efins um störf hennar sem þóttu mjög ónákvæm og ma. talið mikið vandamál að starfsmannaveltan var langt yfir því sem eðlilegt gat talist og óreyndir nýútskrifaðir voru ráðnir. Ástæða þess var sú að mjög erfiðlega gekk að starfa með forstjóranum. Það var samdóma alla flokka að stofnunin var langt því frá að vinna þarft vek og að skipta þessum verkum milli annara stofnana mætti eyða tortryggni allra flokka. Auðvitað var stjórnarandstaðan á móti aðgerðinni þegar að lokuninni kom. - Þó það væri þegar svona margir einfaldir gleypa ruglið hrátt.. Nánari upplýsingar eru auðfundnar á netinu.
* Hvernig átti embættismaðurinn Seðlabankastjórinn einn af þremur átt að standa á torgum og orga að allt væri að fara til andskotans þegar ríkisstjórnin vildi meina allt annað? Hvar í heiminum myndi Seðlabankastjóra vera stætt á að vinna opinberlega gegn stjórnvöldum? Nóg var hann búinn að vara við án þess að ganga það langt að öskra á torgum svo að öruggt var að allt hefði hrunið og hann gerður ábyrgur.
Ári fyrir hrun var haldin ráðstefna á vegum bankanna sérstaklega til þess að þagga niður í Davíð og varnaðarorðum hans. Ma. var fenginn heimsþekktur bandarískur hagfræðingur, Arthur B Laffer til að hrauna yfir hann og kenningarnar ásamt innlendum hatursmönnum og hagfræðingum Samfylkingarinnar eins og Guðmundi Ólafssyni sem gerði mikið grín að Davíði fyrir heimsku og hafði gert í vikulegum útvarpsþáttum í yfir áratug.
DV.: „Erum við þá ekki á bjargbrúninni þótt þjóðin skuldi mikið og viðskiptahallinn sé geigvænlegur?“
Guðmundur Ólafsson: „Nei það er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Þetta er bara vitleysa. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Þetta er í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartar yfir því að almenningur kaupi leikföng.“
Ég hef nokkrum sinnum spurt Guðmund út í þetta á bloggsíðum þar sem hann er að hrauna yfir Davíð. Hann að sjálfsögðu svarar engu nema einhvern fúkyrðaflaum og hendir mér út.
* Seðlabankastjórarnir höfðu ekkert vald til að reka banka með starfsemina úr landi vegna þess að þeir hefðu skoðanir á starfseminni. Það vill svo til þegar stjórnarmyndun hrunflokkanna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks þá var að finna í stjórnarsáttmálann undarlegasta ákvæði sennilega allra tíma að kröfu Samfylkingarinnar. Þar er rætt um “alþjóðlega þjónustustarfsemi”, þar á meðal fjármálaþjónustu og síðan segir:
„Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi“.
Það er vandséð hvernig Seðlabankastjórarnir höfðu getað komið bönkunum úr landi á meðan Samfylkingin hafði tryggt þeim al vernd og starfsfrið þó svo að háværar raddir bentu á að stærð þeirra væri alltof mikil. Samfylkingin sér um sína enda allir bankarnir ásamt Baugi stærstu styrktaraðilar flokksins.
Ingimundur Friðriksson fyrrum Seðlabankastjóri sagði ma. eftir hrun í ræðu:
"Eftir á að hyggja hefði öruggasta leiðin til þess að koma í veg fyrir hrun bankanna e.t.v. verið sú að setja í upphafi þrengri skorður við starfsemi þeirra en fjármálafyrirtækja í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, þ.e. þeir fengju ekki að njóta þeirra réttinda sem EES-samningurinn fól m.a. í sér fyrir fjármálafyrirtæki. Þar með hefði Ísland ekki orðið fullgildur þátttakandi í innri markaði Evrópusambandsins."
Samviskusamlega er rakið í Sannleiksskýrslu Alþingis, hvernig Davíð Oddsson varaði ráðherra ríkisstjórnarinnar hvað eftir annað við hættunni af útþenslu bankanna. Eini íslenski ráðamaðurinn, sem það gerði. Meðal annars sat hann fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra 7. febrúar 2008, þar sem hann brýndi fyrir ráðherrunum, hvílík vá gæti verið fyrir dyrum, sérstaklega vegna þess að bankarnir nytu ekki trausts erlendis. Ingibjörg Sólrún færði á minnisblað sitt, að hann hefði farið mikinn. En hún gerði ekkert enda voru bankarnir undir verndarvæng hennar og Samfylkingarinnar.
* Það kom mér mikið á óvart við lestur Rannsóknarskýrslu Alþingis hversu þáttur stjórnmálamanna á hruninu var talinn lítill heldur voru bankamenn þeir sem fengu illilega á baukinn. Þetta staðfestu nefndarmeðlimirnir í viðtölum útgáfudags.
Sigríður Benediktsdóttir nefndarmaður rannsóknarnefndar Alþingis sagði í viðtalinu -“að hegðun bankanna vegi þyngst í öllu málinu hvað hrunið varðaði. Þeirra starfsemi hefði fallið með þessum afleiðingum“. Páll Hreinsson var spurður hvort einhver bæri meiri ábyrgð en annar? Hann svaraði – „ljóst væri að stjórnendur bankanna hefðu gengið fram með mikilli áhættusækni.“ Sigríður bætti því þá við – „að sláandi væri að sjá stærstu eigendur bankanna í hópi stærstu lántakenda,“ og Tryggva Gunnarsson bætti því við – „að eitt væri að eiga banka og annað að taka lán.“
Kristján Friðriksson, 29.5.2016 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.