Vinstrimenn endurvekja slagorðið ónýta Ísland

,,Ónýta Ísland," var óopinbert slagorð vinstristjórnar Jóhönnu Sig. Slagorðið skilaði Samfylkingu og Vinstri grænum eftirminnilegum ósigri í síðustu þingkosningum.

Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna tekur að sér að endurvekja slagorðið um ónýta Ísland undir eilítið öðrum formerkjum. Nú heitir það að Ísland sé aðhlátursefni um víða veröld.

Meginheimild Björns Vals er Hjörtur Smárason sem titlar sig ,,sérfræðing í ímyndarmálum landa og borga" í aðsendri grein í Fréttablaðinu. Þessi sami Hjörtur fékk uppslátt í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum sem sérfræðingur í gömlum hamborgurum. Hann býr í Danmörku og nýjasta verkefni hans er bjarga Afríku. Í því verkefni segist hann mannfræðingur.

Á fésbókarsíðu sinni skrifar Hjörtur 6. maí: ,,Það er svo súrrealískt að fylgjast með Íslandi. Versti brandari ársins. Ég myndi flytja úr landi ef ég væri ekki þegar búinn að því."

Björn Valur hlýtur að elta Hjört til útlanda og gera hróp að Íslandi úr fjarlægð. Eftir næstu þingkosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hefurðu nokkuð dæmi eða heimild fyrir máli þínu og staðhæfingum Páll frekar en vant er? Hvar og hvenær notaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur slagorðið „Ónýta Ísland"?

Helgi Jóhann Hauksson, 24.5.2016 kl. 09:37

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hefurðu nokkuð dæmi eða heimild fyrir máli þínu og staðhæfingum Páll frekar en vant er? Hvar og hvenær notaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur slagorðið "Ónýta Ísland"?

Helgi Jóhann Hauksson, 24.5.2016 kl. 09:37

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

- Og ef óbeint þá hvernig? Hét það ekki að þau væru að moka flórinn eftir veisluna, taka til eftir partýið á meðan sérstaklega Framsóknarmenn en líka Sjálfstæðisflokksmenn stóðu álengdar og gerðu hróp að þeim?
Það þjónar ekki tilgangi að taka til í húsinu ef það væri ónýtt.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.5.2016 kl. 09:42

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Don Kíkóti barðist við vindmyllur. Sumir berjast við slagorð sem þeir leggja í munn annarra.

Ómar Ragnarsson, 24.5.2016 kl. 10:16

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Slagorðin, sem spunnin eru upp í síbylju, eru af tvennum toga, en hvort tveggja miðar að því að snúa hlutum á haus.  1. "Svokallað Hrun." Með því er gefið í skyn að Hrunið sé bara mýta, - það var ekkert að. Sem sagt, rangt að kalla hrunið því nafni   2. "Ónýta Ísland" á að hafa verið óopinbert slagorð Jóhönnustjórnarinnar og sýna, að það hafi nánast ekkert verið ónýtt hér haustið 2008, að hér hafi aldrei neitt verið ónýtt eða í skralli, heldur hafi slík þvert á móti verið ímyndun þeirrar ríkisstjórnar.  3. "Góða fólkið" í öfugri merkingu þegar skoðaðar eru lýsingarnar á því. Góða fólkið er slæma fólkið, sem elskar ónýtt Ísland og skáldar upp Hrunið. Don Kíkóte barðist við vindmyllur. Nú berjast sumir hetjulegri baráttu við tilbúin slagorð, sem lögð eru í munn annarra.  

Ómar Ragnarsson, 24.5.2016 kl. 10:16

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hér eru hlekkir á tvö dæmi um áróður vinstrimanna á ónýta Ísland siðasta kjörtímabil:

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1260393/

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1169165/

Páll Vilhjálmsson, 24.5.2016 kl. 10:33

7 Smámynd: Steinarr Kr.

Ónýta Ísland er samheiti um orðræðu vinstri manna og þeirra sem vilja koma Íslandi í ESB.  Hrunið var banka- og fjármálastofnanahrun, enda stóð ríkið sterkt og alvöru fyrirtæki lifðu af.  Góða fólkið fór á taugum og hóf að skrifa nýja stjórnarskrá, til að auðvelda ESB að gleypa Ísland.

Steinarr Kr. , 24.5.2016 kl. 18:43

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Bara að nefna það að báðir tenglarnir sem Páll vísar í hér að ofan fjalla ekkert um "Ónýta Ísland" heldur fjallar annar um krónuna sem meirihluti Íslendinga vildi vera laus við og miðað við að Páll fylgist vel með þá getur hann ekki neitað því að 2011 og árin þar á undan fann Íslenska þjóðinn og oft áður fyrir þvi þegar að krónan hefur verið látin falla og launin lækkuð á nokkrum vikum um tugi %. Athygli vekur að þessar tilvitnanir í skrif Páls sjálfs eru frá 2011 og 2011

Og að blanda þessu saman við skrif Björns Vals sem jú að leggja út af orðum einhvers í Danmörku er furðuleg. En auðvita eigum við ekkert að skipta okkur af því þó æðstu menn ríkisins séu tengdir aflandsfélögum og eigum að flykkja okkur um þá. Þeir eru jú æðsta stéttinn og við eigum að tilbiðja jörðinna sem þeir ganga á og sætta okkur við forréttindi þeirra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.5.2016 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband