Fimmtudagur, 19. maí 2016
RÚV við Guðna 6. apríl: við treystum þér
Guðni Th. Jóhannesson sat daglangt í sjónvarpsmyndveri RÚV þann 6. apríl til að gefa atlögu RÚV að forsætisráðherra trúverðugleika. RÚV bæði laug og braut eigin siðareglur til að koma höggi á forsætisráðherra.
Í tíufréttum RÚV þennan dag, 6. apríl, hafði Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV, Guðna Th. sér við hlið að ræða atburði dagsins. Í lok fréttatímans (38:29) sagði Rakel við Guðna Th. í beinni útsendingu: ,,við treystum þér." Hún þakkaði jafnframt Guðna Th. fyrir að styðja RÚV í aðförinni að forsætisráðherra.
Með stuðningi RÚV ákvað Guðni Th. að bjóða sig fram til forseta. Stuðningur RÚV felst ekki síst í því að segja ekki fréttir sem eru óþægilegar Guðna, til dæmis af frammistöðu hans í Icesave.
Önnur aðferð RÚV að veita Guðna Th. aðstoð er að nefna nafn hans í jákvæðu ljósi. Í gærkvöldi birtist langsótt frétt á RÚV um áhugamál Össurar Skarphéðinssonar á njósnamálum kalda stríðsins. Í lok fréttarinnar er vísað í bók Guðna Th. ,,Óvinir ríkisins."
Guðni Th. á vinum að fagna á RÚV. Þjóðarfjölmiðillinn er kerfisbundið misnotaður í þágu forsetaframboðs Guðna Th. Jóhannessonar.
Athugasemdir
Svona skylt þó ekki færslunni beint. Ekki munu líða mörg ár þar til Evrópa og norðurlönd hafa algjörlega snúið blaðinu við varðandi yfirgengilegt dekur við múslima,þau verða búin að fá nóg. Þá höfum við þjóðernissinnar verið bornir ofurliði og sitjum eftir varnarlaus,alltaf svo sein að sjá hættuna. Meðan fólkið fær greitt úr ríkiskassanum til að beygja okkur virka þau dugandi. Vaxa þjóðhetjur upp við þessi skilyrðum...?
Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2016 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.