Þriðjudagur, 17. maí 2016
Hitler sem stjórnmálamaður - og skrímslið Hitler
Adolf Hitler komst til valda í lýðræðislegum kosningum. Eftir niðurlægingu Versalasamningana vildi Hitler valdefla Þýskaland og það yrði ekki gert nema á kostnað annarra ríkja.
Arfleifðin sem Hitler og nasisminn skilja eftir sig, kynþáttahatur og skipulögð fjöldamorð, gerir Hitler að skrímsli. En áður en skrímslið varð til var stjórnmálamaðurinn Hitler sem fékk lýðræðislegt umboð til að endurreisa Þýskaland.
Sagnfræðingurinn AJP Taylor reyndi árið 1961 með bókinni Origins of the Second World War að útskýra stjórnmálamanninn Hitler og upphaf seinna stríðs. Taylor var fordæmdur af starfsfélögum sínum. Rúmum 50 árum síðar er enn bannað að ræða stjórnmálamanninn Hitler af ótta við að skrímslið Hitler fái uppreisn æru.
Út fyrir mörk ásættanlegrar umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.