Miðvikudagur, 11. maí 2016
Sigmundur Davíð gerir hreint fyrir sínum dyrum
Ítarlegar upplýsingar sem formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra veitir um persónuleg fjármál sín og eiginkonunnar er til fyrirmyndar.
Sigmundur Davíð var flæmdur úr embætti eftir aðför RÚV þar sem blekkingum, klækjum og hreinni lygi var beitt.
Þegar Sigmundur Davíð er búinn að leggja spilin á borðið og sýnt fram á að engin innistæða var fyrir þeim hávaða sem gerður var úr fjármálum þeirra hjóna er ekkert til fyrirstöðu að hann leiði Framsóknarflokkinn í komandi þingkosningum.
Hátt í 400 milljónir í skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert gamansamur ..
Níels A. Ársælsson., 11.5.2016 kl. 07:33
Vonandi gerir hann það
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 11.5.2016 kl. 07:42
Hárrétt hjá þér kæri Páll. Hann ætti með réttu að taka við embætti sínu á nýjan leik þar sem hlutirnir eru komnir á hreint og búið að koma upp um ygina og hálfsannleikinn ásamt óhróðri Ríkisstofnunarinnar á fjöæmiðlamarkaði. Verst er að aðrir fj0lmiðlar sumir hverjir létu teyma sig á asnaeyrunum út í foraðið af ríkisstofnuninni illu heilli.Hvar eru heilindin, fagmennskan og siðferðið á þessum bæjumÐ Slíkt virðist ríkisstofnunin ekjki hafa snefill af.
Sprenghl´gilegir eru álitsgjafar eins og NAÁ
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.5.2016 kl. 08:45
Afsakið innsláttarflúytivilluna:
„....koma upp um lygina.......fjölmiðlamarkaði.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.5.2016 kl. 08:47
Sigmundur hefur enn ekki opnað bókhald Winstris og þetta fær því ekki breytt að hann tók miljarð út úr íslensku hagkerfi og slapp þannig við ýmislegt sem við hin þurftum að eiga við ásamt því að græða á gengishruni krónunnar, þá sat hann beggja vegna borðsins þegar samið var með kröfuhafa - fyrir utan að segja ekki frá þessum tengslum sínum.. Ég vona samt innilega að Framsóknarflokkurinn stilli þessum manni upp sem formanni í næstu kosningum
Jón Bjarni, 11.5.2016 kl. 09:09
Mikið rétt Páll
Ég velti fyrir mér, hversu margir hafa nú þegar sagt upp áskrift að Stöð2, lokað fyrir Bylgjuna og hætt að fletta auglýsingapésanum Fréttablaðinu, eða var það bara af tómri hræsni að fólk kom saman á Austurvelli til að láta reiði sína bitna á forsætisráðherra sem hafði ekkert gert nema að vinna að hag þjóðarinnar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.5.2016 kl. 09:27
Svo virðist sem fólk kjósi heldur að trúa hatursáróðri og spunabrellum en sannleikanum. Og það er einmitt fólkið sem boðar fyrirgefningu og heiðarleika. Í hvaða heimi býr Jón Bjarni, Sigurður Helgi og hann þarna Niels?
Ragnhildur Kolka, 11.5.2016 kl. 09:39
Nú var Jóni illa brugdid! Wintris aldrei verid leint og aldrei verid í skattaskjóli.
Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2016 kl. 10:14
KPMG-endurskoðendur voru líka mjög góð heimild um trausta stöðu Kaupþings korteri fyrir Hrun. Er ekki miklu einfaldara og meira trausvekjandi að birta einfaldlega kvittanir frá skattstofunni?
Jón Bragi Sigurðsson, 11.5.2016 kl. 10:28
Vinir Nielsar og Jóns B. Jà og Sigurdar, bùnir ad ljúga fyrir alla peninginn!!
Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2016 kl. 10:35
Þessi birting SDG segir mér því miður lítið því ég er fáfróð um bóhald og flókin skattamál milljarða (?)mæringa.
Það sem eftir situr hjá mér í sambandi við umræður um peningmál SDG og/eða eiginkonu hans er, því miður, frammistaða hans í Kastljóss þættinum fræga.Mér fannst frammistaða hans þar svo aum að ég hreinlega vorkenndi honum.
Mér finnst óásættanlegt að forsætisráðherra okkar skuli skki geta brugðist við óvæntum og kanski óþægilegum spurningum (á Íslensku!) í sjónvarpsviðtali.
Ég legg engan dóm á hvort hann getur réttilega talið sig með birtingu þesssara "skjala" búinn að gera "hreint fyrir sínum dyrum". Ef svo kynni að vera, tel ég að hann hefði mátt birta þau fyrr.
Ég er, í einfeldni minni, að velta því fyrir mér hvort SDG hafi fylgt þeim reglum sem gilda um hagsmunaskrásetningu þingmanna , ef einhverjar eru, og hvort eitthvað eftirlit sé haft með að þeim reglum sé fylgt.
Agla, 11.5.2016 kl. 11:33
Því fróðari verðurðu Agla að vera til að geta beint þínu persónulega Kastljósi á uppákomuna sem nefnist Kastljós RÚV.Ég rifja upp eftir minni,að allar aðstæður voru sniðnar að hætti yfurheyrsluaðferða hörðustu fasistaríkja. Það er létt verk fyrir þá sem eru nægjanlega hatursfullir,að líkja eftir þeim.Blekkingar út í gegn og ljósaséní í hlutverkinu að láta fórnarlambið myndast illa.En hver grunar ríkisútvarp lýðræðisríkis um græsku? Ekki þeir heiðarlegu,viðbrögðum þeirra er af fagmönnum líkt við "Stroke"! -(Þar skilur á milli ófyrirleitni og frómsku.) Engu er líkara en sadistískur nautnabrími árásarliðsins,skemmti óvinum hans fullkomlega og ætti Ruv að gera grein fyrir hvað þetta illsku-kast þeirra kostaði.
Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2016 kl. 12:51
Jón Bjarni ert þú á móti frjálsu flæði fjármagns? Ég hef einhvern tekið þig fyrir evrópusambandssinna. Ein af megin stoðum evrópusamstarfsins er frjálst flæði fjármagns. Þegar eiginkona Sigmundar flutti þennan pening frá Íslandi þá bjuggu þau hjón erlendis og gerðu frekar ráð fyrir að búa þar áfram.
Agla það hefði komið vöflur á alla í sömu aðstöðu og Sigmundur var settur í í þessu dæmalausa óheiðarlega og siðlausa viðtali.
Stefán Örn Valdimarsson, 11.5.2016 kl. 13:11
Þakka þér, Helga, fyrir að virða mitt framlag til umræðunnar svara vert.
Mér finnst það hollræði hjá þér að kjósendur beini sínu "persónulega Kastljósi upp á uppákomuna sem nefnist Kastljós RUV.". Það reyni ég að gera eftir bestu getu rétt eins og fréttum á öðrum Íslenskum fjölmiðlum.
Mér fannst færslan þín skemmtilega skrifuð, en ég er þér einfaldlega ekki sammála um túlkun þína á framkomu spyrjenda í þessum umdeilda sjónvarpsþætti.
Ég ætlast einfaldlega til þess af kjörnum fulltrúum okkar að þeir geti gefið svör við spurningum sem fyrir þá eru lagðar í fjölmiðlaviðtölum eða bægt frá sér spurningunum sem þeim finnast óþægilegar án þess að grípa til fótanna og derra sig í dyragættinni.
SDG var sitjandi (?) forsætisráðherra okkar þegar Kastljóssviðtalið var tekið og mér finnst einfaldlega sorglegt að hann stóð sig ekki betur. Mig minnir að hann sjálfur hafi lýst frammistoðu sinni í viðtalinu. sem ömurlegri.
Kveðja
Agla, 11.5.2016 kl. 15:03
Hann er mannlegur og honum brá við. Ekkert slæmt við það.
Elle_, 11.5.2016 kl. 15:29
Af hverju laug hann um fyrirtækið í viðtalinu?
Af hverju seldi hann fyrirtækið á 1 dollara daginn fyrir gildistöku nýrra laga um svona málefni?
Af hverju sagði hann engum fr´´a kröfunum í þrotabú bankanna?
Af hverju upplýsti hann ekki um að hann sæti beggja vegna borðsins.
Nú hefur hann verið í 6 vikur að semja og búa til þessa yfirlýsingu sem er ekki skeinipappírsins virði og ætlast til að verða hvítþveginn að lygum sínum, svikum og lýðskrumi með því.
Sá sem trúir þessu bulli í honum þarf hjálp.
Jón Ragnarsson, 11.5.2016 kl. 15:31
Sigmundur hefur beðist afsökunar á frammistöðu sinni í umræddu viðtali og ég held að það sé aðalástæðan fyrir því að hann sagði af sér embætti.
Annað atriði varðandi skattamálin; þá hafði eiginkona SDG gefið upp erlendar tekjur sínar og eignir áður en CFC lögin voru sett af fv. vinstri stjórn. Sennilega haldið því áfram vegna hefðarinnar frekar en nýju laganna enda breyttist ekkert varðandi skattlagningu. En endilega hrekið hjónin úr landi; þá fara þau sömu leið og gjaldkeri samfylkingar og greiða skattana sína í útlandinu.
Þeir sem eru mótfallnir því að íslendingar eigi peninga og/eða eignir erlendis þurfa að krefjast þess að EES samningurinn verði endurskoðaður og gerður verði tvíhliða samningur við ESB - viðlíka þeim sem EFTA ríkið Sviss hefur gert.
Kolbrún Hilmars, 11.5.2016 kl. 15:36
Umræddur Kastljósþáttur var ljótur leikur þar sem lagðar voru gildrur fyrir forsætisráðherra landsins, gildrur sem hann var alls óviðbúinn að takast á við þar sem hann átti ekki von á þvílíkum vinnubrögðum sem þar voru notuðar.
Það er gott til þess að vita Jón Ragnarsson að þú hafir aldrei lent í þeirri stöðu að þurfa að verja þig óvænt og bera í slíkum tilfellum fyrir þig ósannsögli. Ekki mæli ég með því að menn ljúgi, en það er einhvern veginn svo að við mannfólkið bregðumst við á mannlegan hátt þegar að okkur er vegið á ófyrirleitinn hátt og erum ekki undir það búinn að svara heiðarlega. Þú væntanlega ert það fullkominn að þér hefur aldrei orðið á þegar að þér hefur verið þrengt.
Ég verð að segja fyrir mitt leiti að mér finnst fáir stjórnmálamenn, fyrr og síðar, hafa verið jafn heiðarlegir og SDG og ég tala nú ekki um að hann hefur unnið þjóðinni mikið gagn, en það sama verður ekki sagt um flesta þá sem fylla flokk stjórnarandstæðinga.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.5.2016 kl. 16:18
Sagði hann af sér embætti? Ég hélt hann hefði bara "stigið til hliðar" (tímabundið) sem forsætisráðerra og formaður Framsóknarflokksins og myndi snúa til baka þegar hann væri búin að ná sér eftir Kastljóss viðtalið.
Persónulega er ég hreint ekki á neinum nornaveiðum.. Ég held fæstir kjósenda séu það eða ætli sér að hrekja einn eða neinn með sinni fjölskyldu úr landi. Landfsflóttin er hinsvegar e.t.v. áhyggjuefni þó ekki bættist SDG við.
Ég, eins og trúlega fleiri, er bara að reyna að fylgjast með atburðarásinni í stjórnmálum okkar og hugleiða hvernig við ráðstöfum atkvæðisrétti okkar þegar þar að kemur.
Mig grunar að EES samningurinn og tvíhliða samningurinn við ESB sem þú vitnar til séu kjósendum ekki vel kunnugir og kannski ættir þú og þið sem hafið kynnt ykkur þau flóknu mál til hlítar að fræða kjósendur um ykkar niðurstöður á almannamáli ef hægt er.
Agla, 11.5.2016 kl. 16:20
Agla, mér hefur líka sýnst af umræðunni að ýmsir hafi ekki hugmynd um EES samninginn og hvað hann felur í sér.
En þykir þó til mikils ætlast af þér að ég fræði fólk sem kann jafnvel að lesa og skilja og ég sjálf.
Kolbrún Hilmars, 11.5.2016 kl. 16:58
Ég held að það sé rétt hjá þér, Kolbrún, að ýmsir, sem eru samt þokkalega læsir og skrifandi, hafi ekki hugmynd um hvernig EES samningsurinn og tvíhliða samningurinn við ESB tengist málum SDG.
Mér finnst þessvegna að það væri fallega gert af þér og ykkur sem vitið betur, að reyna að útleggja fyrir þeim sem ekki vita, hvaða tengsl eru milli þessara samninga sem þú nefndir og fyrirsagnarinnar á þessari færslu Páls Vilhjálmssonar.
Agla, 11.5.2016 kl. 18:42
Held ekki, Agla.
En ég skal segja þér sögu: Fyrir uþb 50 árum, þegar ég var ung og létt á fæti, hafði ég yfirmann, mér eldri konu, sem sagði alltaf þegar hún bað mig um að snúast eitthvað "Auktu leti mína". Sem ég gerði auðvitað með glöðu geði - í þá daga!
Kolbrún Hilmars, 11.5.2016 kl. 20:51
Það er nú glæsilegt samansafnið af botnfallinu í þessum þræði. Maður á ekki orð. Það er ekki nema von að Ísland sé eftirbáti hinna norðurlandanna þegar kjósendahópurinn er slíkur og opinberar sig hér að ofan. Finnst ykkur í lagi að SDG sitji beggja vegna borðsins þegar verið er að gera stærstu og afdrifaríkustu samninga íslandssögunnar? Finnst ykkur í lagi að SDG tali um að krónan sé einhver besti gjaldmiðill í heimi á meðan þau hjónin flýja með varasjóðinn úr landi? Finnst ykkur í lagi að á meðan sett er skilaskylda, að viðlögðum sektum, á galdeyri í eigu almennings láti SDG eins og ekkert sé. Finnst ykkur í lagi að forsætisráðherra þjóðarinnar skrái Wintris ekki í hagsmunaskrá þingsins? Finnst ykkur í lagi að forsætisráðherra ljúgi að almenningi? Finnst ykkur þetta allt saman í lagi einfaldlega af því að þið eruð búin að velja ykkur lið og þá breytir engu hvað er sagt og gert? Hafið þið enga sjálfstæða hugsun eða er siðferðið á sama stað og hjá SDG? Þetta Wintris mál snýst minnst um hvort hann hafi greitt skatta eða ekki. Málið snýst að öllu leyti um siðferðisbresti æðsta kjörna fulltrúa þjóðarinnar, sem hluti þjóðarinnar vill svo líta framhjá afþví að hann er í þeirra liði. Skammist ykkar.
Reputo, 11.5.2016 kl. 23:45
http://files.brightside.me/files/news/part_0/2755/107155-R3L8T8D-800-comment_1Bx5Qk5GzjL02ikLqQKb86ujmuvp89t9.jpg
Reputo, 12.5.2016 kl. 00:15
Reputo spyr margra spurninga sem mér sýnist auðvelt að svara með einu Jái. Já, mér finnst það í lagi fyrst Ríkisskattstjóra finnst það í lagi. Ekki ætla ég að deila við hann.
Umræðan um siðferðisbrest er síðan allt önnur Ella enda ekki á valdi Reputo að ákveða hvað er rétt og hvað er rangt í þeim efnum.
Ragnhildur Kolka, 12.5.2016 kl. 15:56
Þetta snýst að svo litlu leiti um skattgreiðslurnar Ragnhildur. Það er siðferðisbresturinn sem gerir fólkið reitt og er stærsta ástæðan fyrir mótmælunum. Ekki hvað ríkisskattstjóri sagði, og mig grunar að hann hafi ekki sagt sitt síðasta í þessu máli.
Reputo, 14.5.2016 kl. 02:22
Það felst engin siðferðisbrestur í því að fara að lögum, Reputo. Og síst eiga Íslendingar að álasa fólki fyrir að reyna að lágmarka skatta sína, nokkuð sem ekki var tilgangur SDG. Ekki á meðan ólöglegt niðurhal er ástundað af 37% landsmanna og stærstur hluti útleigu til ferðamanna er ekki gefinn upp til skatts. Engin ástæða til að ætla að þar sé einn og sami hópurinn á ferð.
Það eru aðrar ástæður fyrir mótmælunum og þær hafa ekkert að gera með siðferðisvitund þjóðarinnar.
Ragnhildur Kolka, 14.5.2016 kl. 14:07
NEI, þetta eru nákvæmlega ástæðurnar fyrir mótmælunum. Það eru engar aðrar ástæður fyrir mótmælunum en siðferðirsbrestur og vond ríkisstjórn. En nú langar mig að þú prófir að skipta út Sigmundi fyrir Steingrím J. eða Jóhönnu Sigurðar. Ef atburðarrásin hefði verið sú nákvæmlega sama, hefðir þú litið eins á þessi mál þá? Mundir þú verja gjörðir þeirra líkt og þú gerir við siðleysingjann Sigmund? Nú er ég síst fylgismaður Steingríms og Jóhönnu, enda enginn munur á kúk og skít innan fjórflokksins, en ég veit að hægriliðið sér ekki sólina fyrir sínu "liði", og því spyr ég hvort að þú hefðir litið þessi mál sömu augum ef einhver annar en framsóknar- eða sjálfstæðirmaður hefði skitið eins heiftalega á sig? Ég veit svosem alveg svarið. Blind fylgni er hættuleg.
Reputo, 15.5.2016 kl. 01:09
Ég tel mig ekki málsvara fyrir Steingrím eða Jóhönnu, en með sömu upplýsingar hefði ég, í það minnsta ekki sakað þau um lögbrot.það væri hins vegar afar erfit að líta framhjá þeirri staðreynd að Bæði eru talsmenn aukinnar skattheimtu og því væri öll viðleitni þeirra til að lækka eigin skatta litin alvarlegri augum. Held ekki að Framsókn hafi njörvað aukna skattheimtu niður á sama hatt.
Ragnhildur Kolka, 15.5.2016 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.