Mánudagur, 9. maí 2016
Ólafur Ragnar veitti forystu þegar mest á reið
Frammistaða Ólafs Ragnars Grímssonar eftir hrunið reið baggamuninn fyrir þjóðina í tveim afdrifaríkum málum; Icesave og ESB-umsókninni.
Í báðum tilvikum reyndi óreiðufólk, bæði innan og utan þings, að telja almenningi trú um að skuldir einkabanka yrði að ríkisvæða og að lýðveldið væri búið að vera - við ættum að segja okkur til sveitar hjá ESB.
Ólafur Ragnar lét Icesave-frumvarp vinstristjórnarinnar í þjóðaratvæði og hann talaði máli lýðveldisins.
Ólafur Ragnar Grímsson skipti sköpum á viðsjárverðum tímum.
Ólafur Ragnar hættur við framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því skyldum við mæra aðra menn en ekki þann sem kveðjum senn. Hann er ógleymanlegur og ætti sannarlega að hljóta riddarakross með stjörnu. Ég óska honum og frú Dorrit alls hins besta og finnst þau eiga svo skilið að vera fjarri þessum óróa,með hjartans þakkar kveðjum.
Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2016 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.