Sunnudagur, 8. maí 2016
Davíð er rétti forsetinn 2016 - 2020
Til að sitja Bessastaði, svo að sómi sé af, þarf lífsreynslu, dómgreind og pólitíska kunnáttu. Í ljósi veikrar stöðu alþingis er brýnna en löngum áður að forsetinn kunni skil á innviðum stjórnmálanna.
Bæði sitjandi forseti og Davíð Oddsson uppfylla kröfur sem gerðar eru til forseta. Í tveim stærstu álitamálum seinni ára, Icesave og ESB-umsókninni, voru Davíð og Ólafur Ragnar sammála.
Ólafur Ragnar getur áhyggjulaus gefið keflið til Davíðs og gengið sáttur af vettvangi þjóðmálanna.
Davíð býður sig fram til forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þýðir ekki framboð Davíðs að hann tekur fylgi frá Ólafi Ragnari og að Guðni Th. sigrar?
Wilhelm Emilsson, 8.5.2016 kl. 12:12
Það væri kannski hollt að rifja upp þetta hérna frá 2008:
Mars 2008: Breytingar á reglum Seðlabanka Íslands
"Í nýjum reglum um bindiskyldu er gert ráð fyrir því að skuldbindingar erlendra útibúa íslenskra banka myndi ekki grunn bindingar."
Nóvember 2008: Seðlabankinn afnam bindiskyldu erlendra útibúa í mars
"Segja má að á grundvelli þessarar breytingar á bindiskyldunni hafi Landsbankinn getað stóraukið við Icesave-reikninga sína og stofnað til þeirra í fleiri löndum en Bretlandi. Nefna má að Icesave í Hollandi var komið á í maí eftir að fyrrgreind breyting tók gildi."
Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2016 kl. 12:18
Langar að byrja á því að hrósa höfundi fyrir að ná því marki sínu að múlbinda starfsmenn með því að fá vopnabróðir sinn, formann Útvarpsráðs að banna starfsmönnum RÚV að tjá sig.
Svo er gaman að sjá að höfundur fer fremstur í flokki svokallaðs lausafylgis, um leið og það mætir ný stelpa á ballið, þá fer höfundur í að gera hosur sínar grænar þar, skítt með þá gömlu..... Hreint með ólíkindum...
Sigfús Ómar Höskuldsson, 8.5.2016 kl. 12:32
Hafðu ekki áhyggjur, Wilhelm. Davíð mun fá atkvæði allra vina sinna, ca. 1% ef það.
Aztec, 8.5.2016 kl. 12:34
Stund hefndarinnar er runnin upp. Davíð ætlar sér ekki að verða forseti, hann ætlar að fella þann sitjandi. Þeir sem til þekkja, segja DO ákaflega langrækinn mann.
Már Elíson, 8.5.2016 kl. 13:07
Rétt ályktað, Már. Davíð ætlar að kasta a spanner in the machinery. En ég hef fulla trú á því, að einungis harðvígustu flokksbræður Davíðs muni kjósa hann og að Ólafur muni eftir sem áður fá fleiri atkvæði en Guðni.
Aztec, 8.5.2016 kl. 13:33
Báðir eru þeir uggandi vegna afskipta og freklegrar aðkomu útlendinga sem ráðast inn í friðhelgi heimilanna til þess að veikja löglega stjórn landsins okkar. Það er sama hvar, hvernig,hvenær og hvað við tökum til bragðs,við munum alltaf grípa til varnar þegar lýðræðið okkar er í hættu.
Helga Kristjánsdóttir, 8.5.2016 kl. 13:35
Ísland þarf alveg rosalega á þessum tveim risaeðlum að halda NOT Páll. Í hvaða veruleika ert þú eiginlega.
Jónas Ómar Snorrason, 8.5.2016 kl. 17:02
Hann er frambærilegur forseti. Hann er með sterkan persónuleika og lætur ekki segja sér fyrir verkum frekar en Ólafur. Hann væri öruggur líka eins og Ólafur. Vildi að hann hefði komið fram fyrr.
Elle_, 8.5.2016 kl. 18:00
Elle, að DO geti verið sómi okkar inn á við sem út á við. Aðili sem er í hópi 25 áhrifamestu aðila, sem stuðluðu að alþjóðlegu fjármálahruni, held ekki. Aðili sem á mestan þátt í því hvernig fór fyrir Íslandi fyrir og eftir hrun, nei Elle. Nú ertu á einhverju DODO trippi.
Jónas Ómar Snorrason, 8.5.2016 kl. 20:13
Svona atburðarás verður að skoðast í víðara samhengi:
Aka um Ísland á Delorean-köggum - mbl.is
Fyrir þá sem ekki muna eru DeLorean sportbílarnir sömu tegundar og sá sem lék hlutverk tímavélarinnar í Back to the future kvikmyndaþríleiknum. Þessir þrír sem eru staddir hér á landi hljóta að hafa lent í umferðarslysi í dag með þeim afleiðingum að myndast hefur tímabjögunarsvið umhverfis landið sem veldur almennu rofi milli skynjunar og veruleika. Gott ef þjóðin hefur ekki öll ferðast aftur í tíma til 1. apríl. Sigmundur Davíð Gunnlaugson hlýtur því að mæta til vinnu í fyrramálið, í forsætisráðuneytinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2016 kl. 20:14
Jónas þú gleymdir að hann felldi Lehman Brothers líka.
Elle_, 8.5.2016 kl. 21:27
Ögmundi Jónassyni væri líka alveg treystandi fyrir forsetaembættinu.
Elle_, 8.5.2016 kl. 21:49
Nú þýðir víst ekkert annað en að allir frambjóðendur fari í strippóker.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.5.2016 kl. 22:11
innrásin í Írak (verk Davíðs, m.a.) sýnir svo alvarlegan domgreindarskort að hann má ALDREI komast í þetta embætti.
ÓRG er sjálfur Sókrates í samanburði við Davíð, og efasemdir Guðna Th. á sínum tíma varðandi Icesave blikna í samaburði
HOMO CONSUMUS, 8.5.2016 kl. 23:08
Már E
Hefur þú, eða þínir, skilið eftir birgja þðína eða viðskiptamenn með ógreidda reikninga?Eða manstu kannski skemur en þú ætlar DO?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.5.2016 kl. 01:59
JÓS
Á hvaða trippi ert þú?Stuðlaði einhver íslendingur að alþjóðlega basnkahruninu?Þú hefur ekki lesið vitnaleiðslurnar í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Ef þú hefur lesið alþjóðleg blöð um áratugina þá myndir þú vita að grunnur að bankahruninu var múraður af demókratanum Clinton með íbúðalánasjóðsdellunni þar.
Íslendingar komu þar hvergi nærri.
Ég segi nú eins og Sverrir Stormsker :
„Auðvitað hefur Dabbi gert einhver mistök í gegnum tíðina, enda mannlegur einsog við hin, en við ættum eingöngu að kenna honum um það sem raunverulega er honum að kenna, einsog t.d. morðið á Kennedy og heimsstyrjöldina síðari, - en ekki ALLT.“
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.5.2016 kl. 02:10
HOMO C
Þú veist líklega ekki frekar en aðrir sem lítt fylgjast með hver var utanríkisráðherra þegar innrásin var gerð í Írak. Sömuleiðis hefur þú heldur enga dómgreind til að bera til að geta greint hver áhrif vera Íslands á þessu fræga lista hafði á hvort ráðist yrði þar inn eður ei.
Þessa barnslegu fákunnáttu þína hefur þú opinberað okkur hinum með þessum ótrúlega pistli þínum.
Ööö þú veist líklega að þetta er ekki dagbókin eins og þú skrifaðir sem barn, þetta lesa ótrúlega margir sem þú setur hér inn.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.5.2016 kl. 02:16
Elle og prdikari, þegar verið er að tala um 25 áhrifamestu einstaklinga hrunsins 2008, þá í tilviki DO, hvað hann varðar átt við Ísland. Þetta var nú birt bara í Times, en Times er kannski Baugsmiðill.
Jónas Ómar Snorrason, 9.5.2016 kl. 13:49
Við veljum þann forseta sem við viljum Jónas.
Elle_, 9.5.2016 kl. 19:18
Cacó - predikari:
Davíð Oddsson og látinn utanríkisráðherra, sem óþarfi er að fjölyrða meir um, bera alla ábyrgð á veru Íslands á lista ,,viljugra þjóða'' - og sniðgengu utranríkismálanefnd - það eru staðreyndir.
maður með slíka dómgreind ætti aldrei að koma til greina sem forseti, því honum er ekki treystandi.
engin innrás hin síðari ár hefur haft viðlíka afleiðingar;
hversu mörg lönd hafa flækst inní, hversu mörg eru fórnarlömbin orðin?
ég sé ekki eina einustu staðreynd í svarinu frá þér, bara súpu af lýsingarorðum.
orð þín um barnaleg skrif eru þannig alveg marklaus.
fólkið velur forsetann
bkv
Halldór Carlsson
HOMO CONSUMUS, 9.5.2016 kl. 20:08
Homo C
Þú ert ekki enn búinn að upplýsa um hver var utanríkisráðherra og tók þessa ákvörðun. Þú ert markeylsan eun sjálfur eins og sést á furðuskrifum þínum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.5.2016 kl. 20:40
Það er gert grín að okkur erlendis.
http://nyheder.tv2.dk/udland/2016-05-08-udskaeldt-eks-centralbankchef-vil-vaere-islands-praesident
Jón Ragnarsson, 9.5.2016 kl. 22:01
JR
Þú veist vonandi að það eru andstæðingar Davíðs í fjölmiðlastétt sem mata erlenda fjölmiðla á svona fréttum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.5.2016 kl. 22:11
herr Prediger:
við vitum það báðir. og allir aðrir.
ég ætla ekki að ræða glæpi dáins fólks hér, á bloggi annars manns.
við vitum meir: falsaðar myndir sem Colin Powell lagði fram, niðurstöður eftirlits Hans Blix & co. hundsaðar, reynt að tengja Hussein og stjórn hans talibönum og Al Qaeda, efnavopn urðu að ,,gereyðingarvopnum'' og hið alræmda ,,incubator incident'' tröllreið vestrænum fjölmiðlum þó enginn fótur væri fyrir þeim fréttum, heldur hreinlega búnar til af PR-ráðgjöfum, og hannað til að vekja frumstæðar tilfinningar.
þetta vissi ég allt þá, og því engin leið að forsætis- og utanríkisráherra á þessum tíma hefðu ekki átt að vita þetta.
Davíð Oddson er með flekkað mannorð skvt mínum skilningi (sem er ekki lögfræðilegur, heldur siðferðislegur)
bkv - Hc
HOMO CONSUMUS, 9.5.2016 kl. 22:44
Homo C
Þú hefur ksnndki ekki heldur lesið viðtalið við íslenska hermanninn sem var í leit að efnavopnum þarna ásamt herflokki sínum og fann þau einmitt grafin í vegkanti eða álíka ?
Það er auðvitað ekki að henta rangfærslum þínum að skoða slíkt.
Það er eftir öðru í staðleysunni og rangfærslum þínum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.5.2016 kl. 22:56
það vissu allir að stjórn Hussein átti leifar af efnavopnum -
sem hann fékk frá þýsku leyniþjónustunni m.a., á tímum Íran/ Íraksstríðsins, það er vel staðfest.
en allt var þetta blásið út og vopnin aldrei kölluð annað en ,,WMD'' - sem gefur allt aðra og skelfilegri mynd í fjölmiðlum en ,,chemical weapons'' gerir.
heimsbyggðinni stafaði nákvæmlega engin hætta af Hussein.
og það hefðu forsætis- og utanríkisráðherra getað kynnt sér, en gerðu ekki:
sannleikurinn var aukaatriði, það mikilvæga var að standa með ,,rétta aðilanum''.
að ,,gleyma'' þessu núna, er hentug sögufölsun.
góða nótt - Hc
HOMO CONSUMUS, 9.5.2016 kl. 23:03
Að sjálfsögðu gerir þú það Elle, nema hvað.
Jónas Ómar Snorrason, 10.5.2016 kl. 12:17
Já í alvöru, Sigfús, var ég líka að svara þeim sem sagði Davíð ALDREI mega komast í forsetaembættið. Hann má það víst ef fólkið kýs hann, var punkturinn minn.
Elle_, 10.5.2016 kl. 20:47
Jónas.
Elle_, 10.5.2016 kl. 22:28
EF fólk kýs hann Elle. En þegar DO sér næstu kannanir þá hættir hann við.
Jónas Ómar Snorrason, 11.5.2016 kl. 06:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.