Laugardagur, 7. maí 2016
CIA, tilvist ESB og strandið í Úkraínu
Bandaríska leyniþjónustan CIA fleytti Evrópusambandinu og forverum þess yfir hindranir fyrstu árin. Evrópuverkefnið var liður í kaldastríðinu sem Bandaríkin háðu við Sovétríkin eftir seinna stríð.
Eftir að tæknikratar í Brussel yfirtóku verkefnið blossaði upp gömul heimsvaldastefna Frakka og Þjóðverja sem sáu fyrir sér Stór-Evrópu er gæti skákað Bandaríkjunum og Sovétríkjunum/Rússlandi.
Evran var liður í mótun Stór-Evrópu sem einnig átti að fá herstyrk með Evrópuher. Evran virkar ekki og hernaðararmur ESB varð Nató, þar sem Bandaríkin ráða ferðinni. Almenningur í Evrópu reynist ekki ginnkeyptur fyrir hugmyndinni um Stór-Evrópu. Í Hollandi var innlimun Úkraínu inn í ESB hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Rétt eins og Róm og Sovétríkin liðuðust í sundur þegar jaðarinn trosnaði verður banabiti Stór-Evrópu veikir innviðir sem standast ekki álagið af valdaskaki fjarri heimahögunum.
Tilvist Evrópusambandsins í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.