Tvöföld neitun Guðna Th. er píratapólitík

Þýðing orðanna ,,forsetinn á ekki að vera ópólitískur" er að hann eigi að vera pólitískur. Tvöföld neitun í tilvitnaðri setningu gefur til kynna loðnar hugmyndir um meginatriði baráttunnar um Bessastaði: hvernig á að fara með forsetavaldið.

Í öðru viðtali sama dag segir Guðni Th. að ,,forsetinn eigi að standa utan pólitískra fylkinga." Til að forseti geti í senn verið pólitískur en jafnframt staðið utan pólitískra fylkinga þarf forsetinn sjálfur að vera pólitískt afl.

Enginn verður pólitískt afl nema stunda pólitík og læra stjórnmálaiðju með þeim eina hætti sem hún lærist: með iðkun. Guðni Th. hefur aldrei stundað pólitík. Þess vegna hljómar hann eins og Pírati, slær úr og í um forsetavaldið, og er álíka trúverðugur og Birgitta og félagar.

Ólafur Ragnar er pólitískt afl. Davíð Oddsson raunar líka.


mbl.is Forsetinn á ekki að vera ópólitískur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband