Þriðjudagur, 3. maí 2016
Allir peningar Dorritar eru aflandsfé
Dorrit Mousaieff forsetafrú þénaði enga peninga á Íslandi. Allt hennar fé er aflandsfé auðugrar fjölskyldu sem geymir peningana sína út um hvippinn og hvappinn.
Það er langsótt, svo ekki sé meira sagt, að gagnrýna Ólaf Ragnar Grímsson forseta fyrir að vita ekki um alla bankareikninga Mousaieff-fjölskyldunnar.
Andstæðingar Ólafs Ragnars reyna lúalegt bragð þegar þeir höggva í forsetafrú okkar.
Þekkir ekki til fjárhagstengsla Dorritar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ólafur sagði : "no no no no no, that will not be the case..."
Ólafur sagði EKKI : "I don't know"
En þú metur það svo að afþví að hún er ekki með lögheimili á Íslandi þá eigum við ekki að hafa neina skoðun á því að hún og hennar fjölskylda ákveður að komast hjá því að greiða í samneyslu til sýns "heimalands?"..
Þegar þjóðin mótmælti skattaskjólum og krafðist afsagnar SDG, BB og ÓN þá steig Ólafur Ragnar fram og hefur skilgreint sig sem "bjargvætt" þjóðarinnar.
Hann hefur líst því yfir að berjast þurfi gegn skattaskjólum.
Hvernig ætlar Ólafur að berjast gegn skattaskjólum? Hvernig ætlar hann að taka á skattaskjólsmálum eiginkonu sinnar og hennar fjölskyldu?
Er Ólafur kannski ekkert á móti skattaskjólum?
Ólafur er í framboði og hann á að svara spurningum eins og aðrir frambjóðendur gera.
Snorri Arnar Þórisson, 3.5.2016 kl. 12:34
Í ákefð sinni við að koma höggi á Ólaf gera andstæðingar hans því skóna að fjármál Dorritar flokkist undir koddahjal. Ég efast um að hún ræði nokkurn tímann fjármál við hann nema þá helst að hann (embættið) borgi kampavínið og kransakökurnar í vinkvennaboðum hennar.
Dorrit er nefnilega ekki bara eiginkona heldur er hún fyrirtæki. Og ef að líkum lætur tel ég ólíklegt að hún blandi saman "business and pleasure."
Ragnhildur Kolka, 3.5.2016 kl. 13:32
Þetta fjármálastand fer að verða vandræðalegt. Eins gott enginn stefni í framboð neins staðar nema hafandi yfirheyrt allt eigið frændlið, allt frændlið makans, allra í vinahópnum - að ógleymdum vinnuveitanda, og trúa því svo að enginn hafi skrökvað eða dregið úr.
Kolbrún Hilmars, 3.5.2016 kl. 18:19
Það er ámælisvert að fullyrða frammi fyrir heiminum eitthvað sem maður veit ekkert um. Það eitt og sér dugir til að hann er búinn að gera þjóðina að athlægi og sjálfan sig að ómerkingi.
Jón Bragi Sigurðsson, 4.5.2016 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.