Krónan tryggir atvinnu; evran atvinnuleysi og öfgar

Vegna krónu og fullveldis vex efnahagskerfið hér og veitir öllum atvinnu. Á evrusvæðinu er tíu prósent atvinnuleysi að meðaltali. Evran elur einnig af sér pólitískar öfgar, eins og Jeremy Warner rekur í Telegraph.

Warner veltir fyrir sér hvort Bretar eigi að yfirgefa sökkvandi skip ESB-ríkjanna. Í júní greiða Bretar þjóðaratkvæði um áframhaldandi aðild að ESB.

Samkvæmt skoðanakönnunum eru fylkingarnar jafnar. Fari svo að aðild verði ofan á yrði það ekki vegna evru. Bretar telja betra að eiga hlut að máli þegar undið verður ofan af ESB-verkefninu. Afþakki Bretar aðild óttast/vonast margir til að ESB liðist í sundur fyrr en seinna.


mbl.is Atvinnuleysi lækkar í 3,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Kr

 Samkvæmt þessari síðu: http://stats.oecd.org/Index.aspx?DatasetCode=LEVEL

er framleiðni á Íslandi 65,1 miðað við að í Bandaríkjunum sé framleiðni 100. Á evrusvæðinu er framleiðni 82,5. Þetta þýðir að framleiðni er um 26% meiri á evrusvæðinu en á Íslandi og þrátt fyrir meira atvinnuleysi er heildarframleiðni á evrusvæðinu um 16% meiri. Heildarframleiðni á Spáni er aðeins um 6% minni en á Íslandi þrátt fyrir að atvinnuleysi sé 24,5% Framleiðni á Spáni er 78.

Jónas Kr, 28.4.2016 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband