Heima er best og kapítalisminn

Í meginatriðum er kapítalisminn samþykktur á vesturlöndum sem skásta hagkerfið. Frjáls verslun er betri en höft og skömmtun; markaðsbúskapur betri en áætlunarbúskapur; mannréttindi eru betur tryggð með fjölræði markaðsviðskipa fremur en einveldi fárra.

Þrátt fyrir að vera alþjóðlegur er kapítalisminn útfærður á ólíkan hátt. Kapítalismi vex af miðöldum og fær á sig annað yfirbragð í kaþólskum ríkjum en þar sem andi mótmælenda svífur yfir vötnum. Í Bandaríkjunum blandaðist kapítalisminn einstaklingshyggju og landnemahugarfari.

Fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og Evrópusambandsins er tilraun til að gera hugmyndafræði úr kapítalisma. Það virkar ekki. Kapítalismi er verkfæri, aðlagaður að staðbundnum aðstæðum, en selur ekki sem hugmyndafræði. Til þess er hann of takmarkaður. 


mbl.is Líkur á fríverslunarsamningi að fjara út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband