Þrjú fjölmiðlaframboð til forseta

Guðni Th. Jóhannesson var búinn til sem forsetaframbjóðandi af RÚV í byrjun mánaðar. Framboðið er aukaafurð aðfararinnar að forsætisráðherra.

Ólafur Ragnar Grímsson er með 365 miðla á bakvið sig allt frá 2004 þegar hann bjargaði fyrirtækinu frá fjölmiðlalögum.

Inn í þessa jöfnu vantar framboð Morgunblaðsins.

 


mbl.is Guðni Th.: Fyrsta sem ég sá var Ólafur Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú er það orðið nokkuð ljóst að Guðni Th. kemur til með að hætta við framboð ennfremur er það á tæru að RÚV ætlar að hengja sig á Andra Snæ Magnason.

Jóhann Elíasson, 21.4.2016 kl. 13:32

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitthvað ert þú að misreikna velvild 365 miðla gagnvart forsetanum. Má hafa verið eftir fjölmiðlalögin, en það breyttist fljött í eftirmála hrunsins. Þá varð hann maður fólksins.

Fjölmiðlafrumvarpið var annars smámal og tannagnístran yfir því ósambærilegt við þau stórmál sem síðar komu. 365 ráku jú harðan áróður gegn þessu frumvarpi og beitti Samfylkingunni fyrir sig, sem þá var óskilgetin eign samsteypunnar og er jafnvel enn. Málið snerist um eignarhald á fjölmiðlum og það var blásið út úr öllu samhengi til að áeggjan fjölmiðlaveldisins og pöbullinn lét spila sig upp úr skónum.

Niðurstaða málsins er þó algerlega á ábyrgð sjálfstæðismanna, því aldrei reyndi á þjóðaratkvæði um málið. Frumvarpið var dregið til baka, því er nú ver og miður. Ef málið hefði verið borið undir þjóðina og rökræða orðið um það í stað móðursýkinnar, þá er eins víst að þjóðin hefði samþykkt það.

Þar brást eiginleikinn til kalda matsins sjálfstæðisflokknum illilega.

Í stóra samhenginu var orrustan háð milli gömlu og nýju peninganna og er enn rauði þráðurinn í þessari endalausu heljarslöðarorrustu sem fjölmiðlar há sín á milli. Hvort sem verður ofaná, þá mun litli maðurinn alltaf hreppa stutta stráið.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2016 kl. 13:37

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ergo: Ólafur hefur sannað hlutleysi sitt og hollustu við almenning með því að taka afstöðu með buzzinu hverju sinni. Þannig tókst honum að fá alla arma íslenskra pólitíkusa gegn sér, sem sjá má af því að umtal pólitískra og hagsmunafjölmiðla fjölmiðla er ekki í neinu samræmi við stuðning almennings.

Hann stóð ekki gegn Sjálfstæðisflokknum þótt dramadrottningar hans túlki það svo. Hann stuðlaði ekki að pólitísku sjálfsmorði VG og Samfylkingar í beinni, heldur fór að kröfu almennings. 

Ég held að það sé enginn vafi á að hann vinni yfirburðarsigur nú þó svo fjölmiðlar á báðum vængjum níði af honum skóinn. Skynsamlegast væri fyrir Mbl. að sýna honum sanngirni og fylgja vilja almennings í stað þess að haga sér eins og lélegir taparar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2016 kl. 14:02

4 Smámynd: Aztec

Jón Steinar, fjölmiðlafrumvarpið var meingallað og hefði þurft að laga áður en það færi í þjóðaratkvæðagreiðslu m.t.t. takmörkun á eignarhaldi Árvaks, sem mér skilst hafi verið undanþegin á einhvern hátt. Ef rétt hefði verið haldi á spöðunum og fjölmiðlafrumvarp með jafnrétti og dreifingu eignarhalds að leiðarljósi hefði orðið til, þá hefði verið hægt að selja RÚV óháðum aðilum fyrir átta árum síðan, taka það af jötunni. Svo að klúðrið er alfarið þáverandi ríkisstjórn að kenna.

Varðandi kalda mat Sjálfstæðisflokksins, ertu þá skírskota til ískalda hagsmunamat Bjarna Ben þegar hann ákvað að greiða atkvæði með Buchheit-samningnum eftir að gr. 8 um lögsókn var tekin út? 

Aztec, 21.4.2016 kl. 15:18

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það er einn her sem er að kalla saman sína dáta og gera það í gegnum fjölmiðilinn "Hrópið" held ég. Er þetta ansi mikill her og óvægur. Barði hann til dæmis her Múgabes sem Halla hallar sér alveg sérstaklega að núna. Svo bara verið á varðbergi gagnvart allskonar fjölmiðla frambjóðendum núna!

Eyjólfur Jónsson, 21.4.2016 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband