Ríkisborgararéttur liðsmanna Ríkis íslam afturkallaður

Þjóðverjar hyggjast setja lög sem heimila afturköllun ríkisborgararéttar þeirra sem gerast liðsmenn Ríkis íslam. Stjórnarflokkurinn í Þýskalandi undirbýr lagasetninguna sem heimilar afturköllun ríkisborgararéttar þeirra sem eru með tvöfalt ríkisfang og gerast sekir um aðild að Rík íslams.

Samkvæmt FAZ er lagabreytingin liður í harðari afstöðu þýskra stjórnvalda gegn þeim sem segja sig úr lögum við þýskt samfélag með því að taka upp vopn gegn þýskum gildum, s.s. mannréttindum og lýðræði.

Ríki íslams laða evrópsk ungmenni til starfa fyrir sig í þágu múslímatrúar. Ungmennin snúa heim, sum hver, og þykja ekki líkleg til að láta gott af sér leiða í vestrænum ríkjum. Eins og dæmin sanna.


mbl.is Enginn kannast við íslenskan ISIS-liða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Frakkar reyndu að gera slíkt hið sama en Hollande rann á rassinn með það.

Ragnhildur Kolka, 19.4.2016 kl. 23:19

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Einmitt. Og sýnir kannski best varnarleysi vestrænna þjóða gagnvart ofstæki byggt á trú.

Páll Vilhjálmsson, 20.4.2016 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband