Föstudagur, 15. apríl 2016
Abstrakt fylgi Pírata
Fylgi Pírata í skoðanakönnunum nær ekki til foringja þeirra. Sárafáir vilja Helga Hrafn sem forsætisráðherra og enn færri Birgittu.
Ef píratafylgið nær ekki til foringjanna er nærtækt að halda að fylkið sé vegna hugmyndanna. En það getur ekki verið vegna þess að Píratar eru ekki með neina stefnu í helstu málum.
Maður finnur ekki landslag í abstrakt málverki og heldur ekki pólitíska stefnu hjá Pírötum. Þegar fyrir liggur að kjósendur vilja ekki persónurnar sem Píratar bjóða upp á hlýtur skýringin á fylgi þeirra að vera sú að Píratar eru ekki ,,hinir flokkarnir".
Þegar nær dregur kosningum er hætt við að abstrakt fylgi Pírata verði klessuverk með eins stafs tölu.
Flestir vilja Katrínu sem forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég myndi nú vilja annað álit á Helga Hrafni. Það hafa allir sem ég hef hitt það álit á manninum að hann sé málefnalegasti þingmaðurinn. En ég held nú reyndar að bæði Helgi Hrafn og Birgitta geri sér fyllilega grein fyrir því að þau hafi ekki hæfi til að vera ráðherra og muni ætla þau störf handa þeim sem hafa fulla kunnáttu til þess. Það hefur enginn þingmaður verið hæfur í ráðherraembætti fram að þessu og mun ekki verða.
Jósef Smári Ásmundsson, 15.4.2016 kl. 18:24
Önnur hugmynd að fyrirsögn: "Elephant-bjór fylgi Framsóknarflokksins."
Wilhelm Emilsson, 15.4.2016 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.