Föstudagur, 15. apríl 2016
Vextir sýna krónuna betri en evru, dollar og jen
Seðlabanki Bandaríkjanna prentaði peninga til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og fór með vexti niður í núll. Evrópski seðlabankinn rekur mínusvaxtastefnu og sá japanski sömuleiðis.
Nóbelshagfræðingurinn Joseph E. Stiglitz útskýrir áhrif mínusvaxtastefnu: þeir ríku verða ríkari enda eiga þeir greiðastan aðgang að peningum. Millistéttin og fátækir sitja eftir.
Íslenska krónan er með jákvæða vexti, sem stundum eru full jákvæðir, en alltaf jákvæðari en mínusvextir.
Fleiri telja krónuna henta vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.