Cameron gerir RÚV óleik, engin mótmæli í London

RÚV var óþreytandi eftir Kastljósþáttinn sl. sunnudag að auglýsa erlenda fjölmiðlaumfjöllun um reikninga eiginkonu Sigmundar Davíðs. Tilgangur RÚV var að hanna þau skilaboð að alþjóðsamfélagið gerði ráð fyrir að Sigmundur Davíð segði af sér.

Forsætisráðherra Bretlands, sem græddi á reikningshaldi í aflandi, ætlar ekki að segja af sér og það eru engin mótmæli við þinghúsið í London. Myndin sem RÚV kepptist við að draga upp reyndist kolröng. Erlendis standa fjölmiðlar, og allra síst ríkisfjölmiðlar, ekki fyrir áhlaupum á ríkisstjórnir.

Íslensku forsætisráðherrajónin höfðu engan hag af Wintris. Vandaðir erlendir fréttamiðlar sögðu að engar sannanir væru fyrir lögbroti eða óheiðarlegum ábata Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. Hér heima stundaði RÚV lygar og blekkingar til að sverta forsætisráðherra og beinlínis auglýsti mótmæli við alþingishúsið. 

BBC í Bretlandi myndi aldrei leyfa sér þau siðlausu vinnubrögð sem RÚV stundar á Íslandi.

 


mbl.is Sakar Cameron um hræsni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Cameron segist ekki ætla að segja af sér. Sama sagði Sigmundur, alveg þar til honum var gert að segja af sér. Bíðum og sjáum til.

Cameron má þá eiga það, hann forðast ekki fjölmiðla og veitir BBC viðtöl.

Skeggi Skaftason, 8.4.2016 kl. 11:59

2 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Skeggi; enda myndi BBC  aldrei ganga fram með þeim hættiu sem RÚV hefur gert í þessu máli og ýmsum öðrum.

Stefán Örn Valdimarsson, 8.4.2016 kl. 12:14

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Hvernig er að hafa alltaf rangt fyrir sér? Það hlýtur að vera erfitt. Fylgstu með BBC kl 11 á morgun. 

Páll er orðinn talsmaður BBC. Til hamingju með nýja starfið! 

Jón Ragnarsson, 8.4.2016 kl. 12:48

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

En hvar eru fyrirsagnirnar erlendis, "Iceland's PM ambushed by unethical journalists" - annars staðar en hjá örfáum samsærissýru-moggabloggurum??

Því ALLIR hafa séð viðtalið og geta dæmt um það sjálfir.

Skeggi Skaftason, 8.4.2016 kl. 12:56

5 Smámynd: rhansen

Allt það sem komið er i Erlenda fretta miðla getum við þakkað óvönduðum vinnubrögðum Ruv  og ráða ser   frettamanns sem kynnir sig sem rannsóknarblaða mann er þyngra en tárum taki ...SVONA ER ENGIN RANNSÓKNAR BLAÐAMENNSKA .!!.Manni gætu dottið i hug útrýmingar búðir ......Skömm Niðurrifsafla og vinsti manna verða landinu dyr ,,ekki bara i peningum ,heldur  sorg og niðurlægingu sem menn og málefni hafa orðið fyrir ...

rhansen, 8.4.2016 kl. 13:28

6 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hvað geturðu sagt okkur um félagið Wintris Inc.?

 - já alveg sambærilegt að spyrja svona eins og að berhátta fólk og leiða inn í gasklefa.

Skeggi Skaftason, 8.4.2016 kl. 13:30

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skeggi leggurðu það að jöfnu að taka fólk af lífi í gasklefa og að veita mönnum fyrirsát, eingöngu vegna meinfýsni?  Ertu kannski að réttlæta HELFÖRINA?  Maður hefur séð ýmsa vitleysuna frá þér en þarna "toppaðir" þú sjálfan þig.

Jóhann Elíasson, 8.4.2016 kl. 16:20

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Síðuhafi viðurkennir að erlendir fjölmiðlar eru að fjalla um málið. Það er punkturinn:

RÚV var óþreytandi eftir Kastljósþáttinn sl. sunnudag að auglýsa erlenda fjölmiðlaumfjöllun um reikninga eiginkonu Sigmundar Davíðs.

Ef RÚV er "óþreytandi" sýnir það bara að starfsfólkið þar er duglegt í vinnunni.

Wilhelm Emilsson, 8.4.2016 kl. 16:58

9 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ruglumbull: Þeir gáfu Sigmundi séns á að vera heiðarlegur:

Spyrjandi: What about yourself, prime minister, have you or did you have any connection to off-shore company?

Sigmundur: Myself? No. BOOM! Tekinn!

Jón Ragnarsson, 8.4.2016 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband