Fimmtudagur, 7. apríl 2016
Holland segir nei við ESB
Hollenska þjóðin segir nei við útþenslu Evrópusambandsins í austur. Viðskiptasamningur við Úkraínu er áfangi á leið landsins að verða aðili að ESB.
Þessi viðskiptasamningur leiddi til falls forseta Úkraínu og klofninu landsins í austur og vestur, líkt og Spiegel útskýrir. Í framhaldi hófst borgarastyrjöld þar sem takast á fylgismenn stjórnarinnar í Kiev, sem Bandaríkin og ESB styðja, og uppreisnarmenn er njóta velvildar Rússa.
Sókn ESB í austurátt undir hernaðarmerkjum Nató er endurvakning á kalda stríðinu. Hollendingar vilja ekkert með hernaðarævintýri Brussela að gera og sögðu nei við viðskiptasamningi við Úkraínu. Engin önnur ESB-þjóð greiðir atkvæði um samninginn, enda lýðræði í hávegum í Evrópusambandinu, eins og alþjóð veit. Eða þannig.
Hollendingar neituðu viðskiptasamningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.