Fimmtudagur, 7. apríl 2016
Samstarf um að gera lítið úr Íslandi
Þegar fjölmiðlar leggjast á eitt með stjórnarandstöðunni að gera lítið úr þjóðinni og stjórnmálamenningu hennar er viðbúið að alþjóð leggi við hlustir. Ekki síst þegar samstarfið leiðir til þess að ríkisstjórn lýðveldisins riðar til falls.
Allt síðasta kjörtímabil klappaði núverandi stjórnarandstaða, sem þá var í meirihluta og hét ríkisstjórn Jóhönnu Sig., þann stein að Ísland væri ónýtt. Stjórnskipun okkar væri ónýt, efnahagsstjórnunin væri ónýt og fullveldið sjálft væri ónýtt.
Ísland er ekki ónýtara en svo að þjóðin er í efstu sætum á alþjóðlegum mælikvörðum um hagsæld. Hvergi er meira jafnrétti kynjanna á byggðu bóli í henni veröld og hvergi er launajöfnuður meiri.
Bananalýðveldi eru þau lönd kölluð þar sem stórfyrirtæki ráða ríkjum, risavaxið bili er á milli fámennrar auðmannastéttar og fátæks almennings; þar sem menntun er munaður, lífslíkur langt undir meðaltali og barnadauði óhugnanlega hár.
Það er nokkurt afrek hjá fjölmiðlum og stjórnarandstöðu að gera Ísland að bananalýðveldi í augum umheimsins. Þjóðin hlýtur að fyllast þakklæti.
Kalla Ísland bananalýðveldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjölmiðlar gerðu ekki banana úr Íslandi. Sigmundur Davíð er seki Chiquita drengurinn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.4.2016 kl. 06:55
Loksins kom að því að ég yrði sammála Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni. Það eru þeir ráðherrar sem áttu peninga í skattaskjólum sem hefa skaðað orðstýr Íslands ekki bara með því að stunda þessi vafasömu viðskipti heldur ekki síður að neita að segja af sér þegar upp um þau komst. Það eru einnig þingmennirnir sem ætla að láta það viðgangast. Við sjáum hverjir sýna flokkum sínum meiri hollustu en þjóðinni þegar vantrausttillagan verður til umfjöllunar í þinginu.
Eina leiðin til að bæta orðstýr Íslands er að bæð Bjarni og Ólöf fari frá og að Bæði Sigmundur og Bjarni fari af þingi. Ekki væri verra ef þing yrði rofið og efnt til kosninga.
Sigurður M Grétarsson, 7.4.2016 kl. 07:33
Hver komst í heimsfréttirnar? Það voru ekki íslenskir fjölmiðlar eða stjórnarandstaðan. Það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem er náttúrulega afrek útaf fyrir sig. Hann má eiga það. Þetta vita allir.
Wilhelm Emilsson, 7.4.2016 kl. 07:52
Já og auglýsingastofurnar stóðu sig hreint ekki illa í að gera Ísland og Íslendinga að spaugilegum viðundrum.
En efnið sem þær auglýstu sem góða vöru var reyndar svikin og um hana logið til um gæði.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.4.2016 kl. 09:00
Það var fyrst og fremst Sigmundur Davíð sem gerði Ísland að hlægilegum viðundrum.
Sigurður M Grétarsson, 7.4.2016 kl. 09:51
Sem sagt fjölmiðlar komust í fréttirnar Hrólfur, að þínu kjánalega mati, og PV.
Jónas Ómar Snorrason, 7.4.2016 kl. 10:59
Páll heldur að enginn hefði fundið nafn Sigmundar Davíðs í Panamaskjölunum ef hinn íslenski Jóhannes Kr. Kristjánsson hefði ekki verið í þeim hópi blaðamanna sem rannsökuðu skjölin.
Skeggi Skaftason, 7.4.2016 kl. 13:13
Það er et þú páll og þínir framsjallakóngar sem sameinast um að gera lítið úr Íslandi og íslendingum mannskratti þarna!
Skammastu þín!
Var ég ekki búnn að segja þér að snáfa inní framsjallaskotið þitt og halda helv. kjafti!? Hélt það. Og gerðu það þá sjallabjálfi. Þegiðu!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2016 kl. 15:13
Ómar Bjarki, ég legg til að þú gætir orða þinna, þó þér sé heitt í hamsi. Ofstæki verður ekkert betra þó það komi frá vinstri, frekar en hægri. Ofstæki og persónuárásir eiga ekki rétt á sér, þrátt fyrir allt. Síst af öllu persónuárásir á þann sem á þá bloggsíðu, sem þú ert að setja athugasemdir á.
Theódór Norðkvist, 7.4.2016 kl. 16:49
Hvort Ísland sé bananalýðveldi, verður alltaf álitamál og fer eftir því hvaða skilning menn leggja í hugtakið. Það er þó klárt að spilling hér verður að teljast mjög mikil. Forsætisráðherra landsins er kominn á bekk með eiturlyfjakóngum, harðstjórum og fjármagnendum hryðjuverkahópa, sem viðskiptavinur vægast sagt vafasams fjármálaráðgjafarfyrirtækis. Hann fellur a.m.k. ekki undir tvo af þessum hópum. Two out of three ain't bad song Meatloaf hér um árið, en ég held að þau orð eigi ekki við hér.
Theódór Norðkvist, 7.4.2016 kl. 16:59
Eru menn ekki að ger full lítið úr bönunum? Hvað hafa þeir til saka unnið. Er Ísland bara ekki eins og það hefur verið um aldir. Þ.e. að þeir sem hafa peninga og völd sjá til þess að þeir njóti forgangs að öllu sem getur aukið auð þeirra og völd. Um leið er þeim ansko... sama um lýðinn. Og nú þarf nauðsynlega að tryggja sér hinar ýmsu eignir sem nú eru komnar í fang ríkisins og því eins gott að láta hersveina sína í Framsókn og Sjálfstæðisflokk vinna vinnu sína næstu mánuði til að auðvelda yfirtöku utvaldra á þessum eignum með peningum sem m.a. hafa verið faldir í aflandsfélögum frá því fyrir hrun.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.4.2016 kl. 17:04
Ómar Bjarki, ég tek undir það sem Theódór segir varðandi það af ofstæki verður ekkert betra þótt það komi frá vinstri frekar en hægri.
Wilhelm Emilsson, 7.4.2016 kl. 17:23
Það fer theódóri síst af öllum vel, að tala um ofstæki hjá öðrum. Síst af öllum. Hann á líka að þegja.
Ég tala bara íslensku og segi staðreyndir og ætla mér eigi að sækja leyfi til theódórs eða annarra um hvað eg mæli.
Eg áskil mér fullan rétt, fullan rétt, til þess að standa upp fyrir Ísland og almenning, segja staðreyndir og leggja fram gjörspillt eðli framsjallaelítunnar og þeirra er það styðja. Punktur.
Þeir sem vilja styðja sjallabjálfaelítu gera það á sína ábyrgð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2016 kl. 18:02
Aðrir eiga að þegja en þú vilt tala, Ómar. Er það rökrétt?
Það er ekki sjálfgefið að þeir um sem vilja ekki vera með persónulegt skítkast séu þarmeð stuðningsfólk elítunnar.
Wilhelm Emilsson, 7.4.2016 kl. 18:34
Wilhelm, sleikt þú bara rassgat páls og framsjallelítunnar.
Vertu blessaður bjáni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2016 kl. 18:53
Wilhelm, þakka þér fyrir stuðninginn og mér þykir leitt að þú hafir fengið á þig enn verri skítagusu frá Ómari Bjarka. Þó við séum ekki einu sinni ósammála honum að þessu sinni, en ég held að það verði bara að líta á þennan mann sem nettröll og hunsa hann.
Theódór Norðkvist, 7.4.2016 kl. 19:15
Takk, Theódór. Maður hefur nú lent í öðru eins :)
Í alvöru, Ómar Bjarki, það er engin ástæða til að vera með svona stæla. Hér sýnir þú nákvæmlega sama hrokann og það flas, sem ég held að við þrír séum sammála um, að sé ekki til fagnaðar.
Wilhelm Emilsson, 7.4.2016 kl. 19:29
“Þetta er tjáningarþörf hjá mér og ég kommentera víða en þó mest á Eyjunni hjá Agli Helgasyni og það hefur hvarflað að mér að han sé kannski að verða þreyttur á mér. En ég reyni að gæta þokkalegrar kurteisi.”
Ómar Bjarki Kristjánsson
Wilhelm Emilsson, 7.4.2016 kl. 19:33
Ég held að Páll sé að tala um samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það er hlegið að okkur erlendis að því hvernig þeir hafa haldið á málum.
Jón Ragnarsson, 8.4.2016 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.