Fjölmiðlar falla fyrir eigin spuna

Fjölmiðlar bjuggu í gærkveldi til þann spuna að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson myndi ekki hætta sem forsætisráðherra heldur taka sér leyfi frá störfum um hríð. Aftur var fjöður gerð að hænsnabúi: það fannst enskur texti sem mátti nota til að spinna þessa sögu.

Sigmundur Davíð hættir sem forsætisráðherra en ríkisstjórnin situr áfram. Almenn formleg regla er að forsætisráðherra leggur inn afsögn fyrir sig og ráðuneyti sitt þegar ríkisstjórn lætur af störfum eftir að hafa misst meirihluta. Engu slíku er til að dreifa.

Það liggur jafnframt fyrir að Sigmundur Davíð ætlar að halda áfram formennsku í Framsóknarflokknum og sitja á þingi.

Fjölmiðlar sem falla fyrir eigin spuna eru opinberri umræðu til vansa.


mbl.is Skýrt að Sigmundur er að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Það fannst enskur texti" segir þú, og upp úr því hafi verið spunnið.

Þessi texti var nú reyndar sendur út frá forsætisráðuneytinu sem opinbert plagg, og ef einhver spann eitthvað, var það sá sem samdi og sendi út þennan endemis texta.

Erlendir fjölmiðlamenn hafa aldrei fyrr séð neitt honum líkt.  

Ómar Ragnarsson, 6.4.2016 kl. 12:23

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Erlendir fjölmiðlamenn styðjast að stórum hlut við fréttir á ensku, m.a. RÚV, sem tók upp á því fyrir skemmstu að birta reglulega á ensku fréttalínuna sína. Eðlilega eru erlendir fjölmiðlamenn klumsa.

Páll Vilhjálmsson, 6.4.2016 kl. 12:56

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Páll,

enski textinn sem kom frá Forsætisráðherranum er HÉR: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/04/05/segir_sigmund_ekki_hafa_sagt_af_ser/

Þú gerir þig að athlægi.

Skeggi Skaftason, 6.4.2016 kl. 13:55

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Páll, ég segi nú eins og Sigmundur Davíð, "Menn veigra sér oft ekki við því að snúa hlutunum algjörlega á haus." Það hefur þú kosið að gera hér, en ég vona að þú snúir við blaðinu.

Wilhelm Emilsson, 6.4.2016 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband