Föstudagur, 1. apríl 2016
Grillað um helgar, mótmælt á virkum dögum
Lítið er að frétta af mótmælum á Austurvelli síðustu misserin. Ekki er langt síðan fólk mótmælti, ,,svona af því bara". Stjórnarandstaðan veðjar á að tortóluumræðan veki lyst til mótmæla og boðar fund á Austurvelli eftir helgi.
Landsmenn munu, samkvæmt viðtengdri frétt, grilla dýrar og betur en síðan fyrir hrun. Fræg ummæli Hannesar Hólmsteins ,,grætt á daginn, grillað á kvöldin" lýstu ríkjandi viðhorfum á tímum útrásar.
Endurreisnin eftir hrun kallar á aðra manngerð. Mótmælafólkið grillar um helgar en mótmælir á virkum dögum eftir vinnu. Fer þó eftir veðri.
Dýr grill seljast grimmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á nokkra mánaða fresti skipast óveður í lofti. Aðalhvatamaður að vantrauststillögu á Ríkisstjórnina ku vera Birgitta Pirati. Einu sinni full vandlætingar á framferði Jóhönnu við að afla umboðslausrar stjórnar fylgis nýliðanna,er nú komin með forsætisráðherrann á heilann.Auðvitað er þetta ágiskun,en nú fara loksins allar flóðgáttir að opnast trúi ég.
Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2016 kl. 13:36
Nú er að sjá hvort menn mega vera að því að líta upp úr marineringunni eða hvort öll met verða slegin í sölu "Tilbúið á grillið."
Ragnhildur Kolka, 1.4.2016 kl. 14:49
Ertu viss um að það sé örugglega sami þjóðfélagshópur sem kaupir sér þessi dýru grill og færi síðan að mótmæla á Austurvelli ?
maggi220 (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.