Víkingarnir fćrast nćr Bandaríkjunum

Nýr fornleifafundur í Kanada gefur til kynna ađ norrćnir víkingar gerđu sér bústađ sunnar og vestar á meginlandi Ameríku, en áđur er vitađ. Fornleifarnar fundust međ rannsóknum á gervitunglamyndum í hárri upplausn.

Samkvćmt frétt Telegraph eru fornleifarnar á suđurodda Nýfundnalands, á Rósuhöfđa. Á sjöunda áratug síđustu aldar fundu norskir fornleifafrćđingar víkingabústađi í Engjavík, L’Anse aux Meadows, í norđurhluta Nýfundnalands.

Íslenskar fornsögur, Grćnlendingasaga og Eiríks saga rauđa, segja frá landkönnuđum, Bjarna Herjólfssyni og Leifi heppna, sem fundu lönd vestur af Grćnlandi og nefndu Helluland, Markland og Vínland. Ţá er frásögn af tilraun Ţorfinns karlefnis og Guđríđar Ţorbjarnardóttur ađ setjast ađ í vesturheimi. Átök viđ innfćdda, sem nefndir eru skrćlingjar, gerđi ţau hjón afturreka til Skagafjarđar, heimahaga Ţorfinns.

Vínland er syđsta landssvćđiđ sem Íslendingarnir kynntu sér á meginlandi Ameríku. Giskađ er á ađ Vínland sé svćđiđ ţar sem nú er New York í Bandaríkjunum.. Fornleifafundurinn á Rósuhöfđa fćrir víkingana nćr Bandaríkjunum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Magnússon

Ţetta er fróđleg grein en ég hnaut um lýsingu á gervitunglamyndum,ađ ţćr hafi veriđ í "hárri upplausn" Ţetta sýnist mér vera Geirsbókarţýđing á "high resolution" sem merkir ađ ţćr hafi veriđ međ afbrigđum skýrar.

Veit nokkur hvernig ţetta vćri rétt sagt á íslenzku? "Grandskýrar"? "Lússkýrar"?

Lát oss heyra.

Geir Magnússon, 1.4.2016 kl. 09:11

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Kannski er nóg ađ segja ,,nákvćmar".

Páll Vilhjálmsson, 1.4.2016 kl. 11:09

3 Smámynd: Elle_

Í háskerpu? (En birtan skiptir líka máli). Líka eru notuđ orđin 'high definition' á ensku.  

Elle_, 1.4.2016 kl. 11:10

4 Smámynd: Elle_

Já eđa nákvćmar, sá ekki svar Páls.

Elle_, 1.4.2016 kl. 11:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband