Föstudagur, 1. apríl 2016
Víkingarnir færast nær Bandaríkjunum
Nýr fornleifafundur í Kanada gefur til kynna að norrænir víkingar gerðu sér bústað sunnar og vestar á meginlandi Ameríku, en áður er vitað. Fornleifarnar fundust með rannsóknum á gervitunglamyndum í hárri upplausn.
Samkvæmt frétt Telegraph eru fornleifarnar á suðurodda Nýfundnalands, á Rósuhöfða. Á sjöunda áratug síðustu aldar fundu norskir fornleifafræðingar víkingabústaði í Engjavík, LAnse aux Meadows, í norðurhluta Nýfundnalands.
Íslenskar fornsögur, Grænlendingasaga og Eiríks saga rauða, segja frá landkönnuðum, Bjarna Herjólfssyni og Leifi heppna, sem fundu lönd vestur af Grænlandi og nefndu Helluland, Markland og Vínland. Þá er frásögn af tilraun Þorfinns karlefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur að setjast að í vesturheimi. Átök við innfædda, sem nefndir eru skrælingjar, gerði þau hjón afturreka til Skagafjarðar, heimahaga Þorfinns.
Vínland er syðsta landssvæðið sem Íslendingarnir kynntu sér á meginlandi Ameríku. Giskað er á að Vínland sé svæðið þar sem nú er New York í Bandaríkjunum.. Fornleifafundurinn á Rósuhöfða færir víkingana nær Bandaríkjunum.
Athugasemdir
Þetta er fróðleg grein en ég hnaut um lýsingu á gervitunglamyndum,að þær hafi verið í "hárri upplausn" Þetta sýnist mér vera Geirsbókarþýðing á "high resolution" sem merkir að þær hafi verið með afbrigðum skýrar.
Veit nokkur hvernig þetta væri rétt sagt á íslenzku? "Grandskýrar"? "Lússkýrar"?
Lát oss heyra.
Geir Magnússon, 1.4.2016 kl. 09:11
Kannski er nóg að segja ,,nákvæmar".
Páll Vilhjálmsson, 1.4.2016 kl. 11:09
Í háskerpu? (En birtan skiptir líka máli). Líka eru notuð orðin 'high definition' á ensku.
Elle_, 1.4.2016 kl. 11:10
Já eða nákvæmar, sá ekki svar Páls.
Elle_, 1.4.2016 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.