Miðvikudagur, 30. mars 2016
Pólitísk upplausn - Davíð til forseta
Stjórnarandstaðan ætlar að sameinast um að stefna að pólitískri upplausn. Múgurinn er kallaður á Austurvöll og starfsemi alþingis lamast.
Við þessar aðstæður er brýnt að á Bessastöðum sitji á fleti maður sem lætur ekki pólitísk moldviðri á sig fá. Maður sem kann stjórnmál og ekki síður að hefja sig upp yfir þau og setja þjóðarhag í öndvegi.
Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra er maðurinn sem við þurfum á Bessastaði.
Tillaga um þingrof og kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já einmitt, Davíð Oddsson setur þjóðarhag í öndvegi!!!! þetta er nú það fyndnasta sem ég hef heyrt í dag.
Óskar, 30.3.2016 kl. 18:46
Venju fremur hittir þú naglann á höfuðið kæri Páll. Davíð væri sterkastur þeirra sem eitthvað hafa að gera í þetta óþarfa embætti. Þú nefnir einmitt höfuðkosti Davíðsí pistlinum. Hann sýndi og sannaði að hann er stjórnvitringur og kom fram sem landsfaðir sem menn treysta, aðrir en hatursmenn hans flugfreyjan og jarðfræðineminn og fáeinir meðreiðarsveinar þeirra.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.3.2016 kl. 20:32
Óskar !
Af hverju reiðist þú ekki ? Samanber máltækið :
Sannleikanum verður hver sárreiðastur.
Þú ert auðvitað fyndinn með svona skrípó innlegg.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.3.2016 kl. 20:33
Ef Davíð kæmi inn þá myndi Ólafur gera það líka svo hvað halda menn en ég hugsa að Ólafur geri einhvað núna.
Valdimar Samúelsson, 30.3.2016 kl. 21:29
Valdimar,þessir mætu merkismenn eru samherjar þegar kemur að því að verja fullveldi Íslands.Lét eftir mér að horfa á kvöldfréttir,engin er betri en Stefanía Óskarsdóttir að lýsa aðstæðum á þingi.
Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2016 kl. 22:44
Þakka Helga satt hjá þér. Það er gott að vita að þessir menn hugsa meira um þjóðina en allir á Alþingi til samans
Valdimar Samúelsson, 30.3.2016 kl. 22:52
Ah, ég var að bíða eftir þessu! Páll Vilhjálmsson klikkar ekki!
Wilhelm Emilsson, 31.3.2016 kl. 04:34
Allan þennan tíma? Beið og beið og beið og beið og beið ala Laddi.
Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2016 kl. 04:59
Hah! Góð, Helga! En ég er kannski meira svona Indriða-týpan en Leifur óheppni:
https://www.youtube.com/watch?v=XTXQXNRBvAA
Wilhelm Emilsson, 31.3.2016 kl. 05:52
Óneitanlega best fyrir þjóðina. Hvers em hún er nú annars? Á Útvarpi Sögu var ekki meirihluti fyrir þessari tillögu.
Halldór Jónsson, 31.3.2016 kl. 08:54
Davíð væri frábær, en því miður eru allt of margir í þessu landi sem elska að hata hann.
Steinarr Kr. , 31.3.2016 kl. 10:38
Don Papa Hrun sem forseta, alveg ertu einstakur Páll.
Jónas Ómar Snorrason, 31.3.2016 kl. 22:04
JÓS
Þarftu að opinbera þig sem ignoramus og sleggjudómara göturæsisins ?
Eða hefur þú ekki lesið rannsóknarskýrslu Alþingis og alla vitnisburði þeirra íslendinga sem komu að öllum þáttum þessa alþjóðlega bankahruns ?
Vanþekking þín á þessu öllu skín í gegn um storm þann í vatnsglasi sem þú settir inn.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.3.2016 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.