Vilhjálmur seinheppni og siðferði Samfylkingar

Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri Samfylkingar auglýsti fund um Icesave-dóminn, áður en hann var kveðinn upp, einungis til að aflýsa fundi þegar í ljós kom að dómurinn var Íslendingum í vil.

Fundinn ætlaði Vilhjálmur að nota til að hallmæla þeim sem ekki vildu að þjóðin axlaði ábyrgð á rekstri einkabanka. Vilhjálmur ætlaði að nota umræðuna um aflandsfélög sín til að rægja krónuna og íslenska hagkerfið. En varð líka að aflýsa þeirri uppákomu - hún einfaldlega seldi ekki.

Vilhjálmi finnst allt í lagi að græða á Íslandi, flytja arðinn til útlanda í skattaskjól og baktala í leiðinni allt það sem íslenskt er. Sem er lýsing á samfylkingarsiðferði. Afsögn er rökrétt afleiðing.


mbl.is Hættir sem gjaldkeri Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kannski gjaldkerinn hafi orðið eitthvað smeykur, þegar skattrannsóknarstjóri gaf það út að menn sem tengdust Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum, væru til rannsóknar vegna skattaundanskota í aflandsfélögum?

Jóhann Elíasson, 31.3.2016 kl. 08:54

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Vilhjálmur má þó eiga það að hann lýgur ekki upp í opið geðið á fólki eins og þú gerir Páll Vilhjálmsson. Og Vilhjálmur má líka eiga það að hann hefur skapað margfalt fleir störf hér á Íslandi og greitt margfalt meira í skatta, en þú Páll Vilhjálmsson.

Skeggi Skaftason, 31.3.2016 kl. 09:20

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jóhann Elíasson, hvenær gaf skattrannsóknastjóri það út??  Hvað ert þú að rugla?  Lifið þið moggabloggarar í einhverjum hliðarraunveruleika á skjön við okkur hin??

Skeggi Skaftason, 31.3.2016 kl. 09:21

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dr. Össur.

Þú sannar mál mitt enn á ný sem ég sagði  við þig síðast :

„Það ert þú einnig dr. Össur, mun fyrirsjánlegri en Páll. Páll er þó málefnalegur og rökfastur á meðan þú ert meðvirkur bullinu í meðlimum Einsmálslandráðafylkingar hinnar björtu framtíðar með vinstri grænu slagsíðuna!“ 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.3.2016 kl. 09:29

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skeggi Skaftason, þetta viðtal sá ég í fréttum RÚV, þú skalt bara fara á "Sarpinn" þú getur fundið þetta þar.  En auðvitað ertu svo raunveruleikafirrtur að þú villt ekkert af þessu vita.

Jóhann Elíasson, 31.3.2016 kl. 10:04

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er nú meira kjaftæðið hjá þér Páll. Þessi fundru átti að vera til að ræða viðbrögð við dóminum. Þegar í ljós koma að við unnum fullnaðarsigur í málinu þá var ekki þörf á neinum viðbrögðum og þar með ekki heldur að halda fund um þau.

Vilhjálmur hélt reyndar fund um málið að kvöldi dagsins sem dómurinbn féll hjá Samfylkingarfélaginu í Kópavogi og þar skáluðu við sem þar vorum að Vilhjálmi meðtöldum fyrir niðurstöðu dómsins í boði Samfylkingarfélagsins í Kópabogi. Það er því rakið kjafætði að Vilhjálmur hafi verið að flýja umræðuna eða að það hafi verið honum kappsmál að ríkið borgaði fyrri Icesave. Hann einfaldlega eins og fleiri töldu það vera of mikla áhættu fólnga í því að láta málið afara fyrir dóm og það heðfi getað farið illa. Hðfum í huga í því samabni að það atirði sem mesta áhættan fólsf í náði okkar löfræðiteymi að fá vísað frá dómi á gruvnelli tækniatriðis sem kom til vegna mistaka ESA við málshöfðunina. Það var ekki fyrirséð þegar greiða átti atkvæði um hvort ætti að semja um málið eða taka þá gríðarlegu áhættu sem fólst í því að láta málið fara fyrir dóm.

Hvað varðar eignarfélagið þá hefur það komið fram hjá Vilhjálmi að nánast öll þau hlutfélög sem hann á í hér á landi eru skráð hér á landi og greiða skatta hér. Hann greiðir 20% skatt þegar hann tekur arð úr félaginu í Luxemburg rétt eins og það væri hér á landi. Hann er því ekk að flytja skatta af starfemi hér á landi úr landi heldur sér félagið í Luxemburg um erlendar fjárestitnar hans.

Hann hefur skýrt ástæðu þess að hann er með félgaið í Luxeburg. Það er sama ástæða og Össur, Marel og fleiri fyrirtæki með mest af umsvifums ínum erlendis hafa fyrir því að flytja starfemina að mestu úr landi og eru hvert af öðru að flytja höfuðstöðvar sínar þarngað. Það er sú áhætta sem fylgir því að vera með alþóðlega starsemi í krónuumhverfniu. Þær töpuðu skatttekjur sem af þessu verða er einfalega einn af kostnaðarliðunum við það að halda í krónuna.

Vilhjálmur er ekki að flýja krónuna meðan hann segir almenningi að krónan sé góður gjaldmiðill fyrir okkur eins og Bjarni og Sigmundur. Hann hefur allta tíð sagt að það sé mjög slæmur kostur að vera með krónuna meðal annars vegna þess að hún hrekur fyrittæki í alþjóðlegri starsemi úr landi.

Það væri sorglegar en tárum taki ef Vilhjálmur yrði sá eini sem segði af sér vegna þessara skattaskjólamála. Það eru aðrir sem eru með mun henykslanlegri stöðu og á ég þar við formenn beggja stjórnarflokkanna sem af þeim sökum er mumn meiri ástæða til að segi af sér en Vilhjalmur sem er ekki einu sinni kjörin til þings eða sveitastjórnar. Og henn hefur ekki logið bæði skattinum og alþjóð um sína stöðu eins og Bjarni.

Sigurður M Grétarsson, 31.3.2016 kl. 10:05

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sigurður segjir reyndar allt sem ég vildi segja. Páli er auðvitað vorkun að verja ósómann hjá þjóðkjörnum ráðherrum, en ræðst þess í stað að fjármálastjóra Samfylkingar, alls óþjóðkjörnum sem axlar sína ábyrgð, þó hann þurfi þess ekki og stendur því einungis sterkari eftir. Annað mál er með guði Páls, þá SDG og BB, þeir lygahrappar eru hans ær og kýr. 

Jónas Ómar Snorrason, 31.3.2016 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband