Vantraustið og sundurlyndisfjandinn til vinstri

Vinstriflokkarnir á alþingi er hrundu síðustu kosningar og ná sér ekki á strik. Píratar eru án stefnu í helstu málaflokkum og fá fylgi út á stefnuleysið.

Boðuð vantrausttillaga stjórnarandstöðunnar mun hitta hana sjálfa fyrir. Tilefni vantraustsins er fjölmiðlaumræða um erlenda bankareikninga sem eru löglegir og hafa verið útskýrðir í þaula af þeim sem málið varðar.

Vinstriflokkarnir leiddu sundurlyndisfjandann til öndvegis á síðasta kjörtímabili. Eftir hrun var þjóðin ginnkeypt fyrir sundrungarpólitík. ESB-umsóknin, Icesave-málið og tilraun til að umbylta stjórnskipun lýðveldisins kenndi almenningi lexíu um að treysta ekki vinstriflokkunum fyrir landsstjórninni.

Í góðærinu er harla langsótt að vinstrimenn finni sundurlyndisfjandanum hljómgrunn í þjóðarsálinni.

 


mbl.is Funda um vantraust á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Samkvæmt síðustu könnun MMR eru Píratar með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur til samans: 36% vs. 33%. Eftir skattaskjólsbommertuna mun fylgi stjórnarflokkanna sennilega ekki aukast, svo maður taki nú ekki sterkara til orða.

Wilhelm Emilsson, 30.3.2016 kl. 07:42

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það væri nokkuð kaldhæðnislegt ef í ljós kæmi að tugþúsundir Íslendinga ættu fé í skattaskjólum í gegnum lífeyrissparnaðar kerfin, s.s. Allianz.

Ragnhildur Kolka, 30.3.2016 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband