RÚV stundar fréttahönnun

Tveir stjórnmálamenn, Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, voru teknir fyrir í fréttum RÚV í kvöld fyrir að tengjast aflandsfélögum. Inngangur fréttarinnar var endurtekning á ásökunum RÚV á hendur forsætisráðherrahjónunum.

Áður er upplýst að sá listi sem RÚV er með aðgang að geymir nöfn stjórnmálamanna úr vinstriflokkunum. Þeirra var ekki getið í frétt RÚV í kvöld.

RÚV stundar fréttahönnun með skýru pólitísku markmiði; að tengja aflandsfélög við stjórnarflokkana.


mbl.is Þrír ráðherrar á listunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvar var það upplýst að þarna væru nöfn stjórnmálamanna úr vinstri flokkunum? Held að þarna sé ekki farið rétt með heimildir. Man bara eftir að það var sagt á eyjan.is að m.a. væri nafn áhrifamanns í Samfylkingunni. Menn hafa giskað á að þar væri talað um Vilhjálm Þorsteinsson sem er viðskiptafélagi Gunnlaugs föðurs Sigmundar Davíðs og Arnar Karlssonar. Rétt að minna á að Vilhjálmur er vissulega gjaldekeri Samfylkingarinnar en hann er ekki stjórnmálamaður Vilhjálmur hefur lengi verið fjárfestir  það hefur verið vitað lengi. Og ef menn nenna að skoða málið segir t.d. á vb.is árið 2012:

Fjárfestingarfélagið Teton er í eigu fjárfestanna Vilhjálms Þorsteinssonar, stjórnarformanns CCP og fulltrúa í stjórnlagaráði, og Arnar Karlssonar, sem eiga sinn hvorn 40% hlutinn, og Gunnlaugs Sigmundssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, sem á 20%. Hlutur þeirra er skráður á þrjú eignarhaldsfélög sem öll eru skráð í Lúxemborg.. Sjá hér http://vb.is/frettir/felag-gunnlaugs-og-vilhjalms-hagnast-um-364-milljonr/75874/

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2016 kl. 21:22

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kannski maður ætti að kanna hvort hafi verið skáldaðir einhverjir reikningar  með inneignum á mann, þarna suður í höfum?

Það væri ekki verra ef "góðgerðarstofnanir" eins og Lux-bankar væru búnar að græja þarna þennan margauglýsta nauðsynlega viðbótar-lífeyrissparnað íslendinga? Bara svona án þess að vera beðin um það?

Heimur LUX-bankanna fer "batnandi"? Eða þannig!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.3.2016 kl. 23:19

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Segðu! En færsla þín er óborganleg og þú ættir að fá eitthvað fyrir hana...

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2016 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband