Þriðjudagur, 29. mars 2016
RÚV stundar fréttahönnun
Tveir stjórnmálamenn, Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, voru teknir fyrir í fréttum RÚV í kvöld fyrir að tengjast aflandsfélögum. Inngangur fréttarinnar var endurtekning á ásökunum RÚV á hendur forsætisráðherrahjónunum.
Áður er upplýst að sá listi sem RÚV er með aðgang að geymir nöfn stjórnmálamanna úr vinstriflokkunum. Þeirra var ekki getið í frétt RÚV í kvöld.
RÚV stundar fréttahönnun með skýru pólitísku markmiði; að tengja aflandsfélög við stjórnarflokkana.
Þrír ráðherrar á listunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvar var það upplýst að þarna væru nöfn stjórnmálamanna úr vinstri flokkunum? Held að þarna sé ekki farið rétt með heimildir. Man bara eftir að það var sagt á eyjan.is að m.a. væri nafn áhrifamanns í Samfylkingunni. Menn hafa giskað á að þar væri talað um Vilhjálm Þorsteinsson sem er viðskiptafélagi Gunnlaugs föðurs Sigmundar Davíðs og Arnar Karlssonar. Rétt að minna á að Vilhjálmur er vissulega gjaldekeri Samfylkingarinnar en hann er ekki stjórnmálamaður Vilhjálmur hefur lengi verið fjárfestir það hefur verið vitað lengi. Og ef menn nenna að skoða málið segir t.d. á vb.is árið 2012:
Fjárfestingarfélagið Teton er í eigu fjárfestanna Vilhjálms Þorsteinssonar, stjórnarformanns CCP og fulltrúa í stjórnlagaráði, og Arnar Karlssonar, sem eiga sinn hvorn 40% hlutinn, og Gunnlaugs Sigmundssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, sem á 20%. Hlutur þeirra er skráður á þrjú eignarhaldsfélög sem öll eru skráð í Lúxemborg.. Sjá hér http://vb.is/frettir/felag-gunnlaugs-og-vilhjalms-hagnast-um-364-milljonr/75874/
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2016 kl. 21:22
Kannski maður ætti að kanna hvort hafi verið skáldaðir einhverjir reikningar með inneignum á mann, þarna suður í höfum?
Það væri ekki verra ef "góðgerðarstofnanir" eins og Lux-bankar væru búnar að græja þarna þennan margauglýsta nauðsynlega viðbótar-lífeyrissparnað íslendinga? Bara svona án þess að vera beðin um það?
Heimur LUX-bankanna fer "batnandi"? Eða þannig!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.3.2016 kl. 23:19
Segðu! En færsla þín er óborganleg og þú ættir að fá eitthvað fyrir hana...
Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2016 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.