Tunga, trú og 100 ára uppreisn

Írska páskauppreisnin á aldarafmæli. Leiðtogi uppreisnarinnar, Patrick Pearse, var skáld, hreintungumaður á íslenska vísu og skólamaður með sérstakt dálæti á strákum.

Trú var önnur uppspretta uppreisnarinnar. Írar urðu kristnir á undan Englendingum og héldu í kaþólskuna þegar konungleg hentistefna, vegna hjónabandsvandræða Hinriks sjötta, leiddi til klofnings við Róm og mótmælendatrúar.

Þriðji þáttur uppreisnarinnar var andstaða við nýlendukúgun Englendinga. Þrátt fyrir að umræða um heimastjórn var á dagskrá breska þingsins frá níunda áratug 19. aldar komst ekki hreyfing á málið fyrr en rétt fyrir fyrra stríð. Þegar stríðið skall á var heimstjórn frestað.

Patrick Pearse og félagar töldu stríðið veikja stöðu Englands og hófu uppreisn páskana 1916.

Eftir stríðið tryggði Wilson forseti Bandaríkjanna framgang kúgaðra þjóða í Evrópu undir formerkjum þjóðríkjareglunnar.Írar gætu hafa fengið sömu kjör og Íslendingar, sem náðu heimastjórn 1904 og fullveldi í stríðslok.

Írska uppreisnin var brotin af bak aftur á innan við viku. Pearse og aðrir leiðtogar uppreisnarinnar voru skotnir eftir hraðsoðin réttarhöld.

Írar fengu fríríki og síðar lýðveldi, mínus Norður-Írland, en ekki án frekari blóðsúthellinga þar sem borgarastyrjöld tók stærsta tollinn.

Enn hefur ekki gróið um heilt milli Íra og Englendinga, samanber greinar í breskum blöðum á aldarafmælinu um að Írar eigi inni afsökunarbeiðni frá Englendingum.

Aldarafmælið er einnig tilefni til endurskoðunar á trúarþætti uppreisnarinnar. Efasemdir um hreintunguna eru aftur fáar. Kannski vegna þess að Írar tala ensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband