RÚV ræður ekki við texta Sigmundar Davíðs

RÚV kvartar undan texta Sigmundar Davíðs um pólitíska umræðu síðustu daga, sem RÚV er hvað duglegast fjölmiðla að halda á lofti. Í hádegisfrétt RÚV er í annarri efnisgrein tekið fram að texti forsætisráðherra sé heilar ,,12 útprentaðar blaðsíður."

Forsætisráðherra sendi ekki út prentað efni heldur birti hann textann á heimasíðu sinni. Í stað þess að segja efnislega frá greinargerð forsætisráðherra gerir RÚV sér að leik að prenta út textann og gera veður út af aukaatriði.

Fréttamenn RÚV hafa undanfarið endurbirt blogg og fésbókarfærslur stjórnarandstæðinga ásamt affluttum orðum viðmælenda.

Þegar liggur fyrir ítarleg greinargerð forsætisráðherra leitast RÚV enn við að afflytja umræðuna, núna með því að gera tortryggilega lengd greinargerðarinnar.

En kannski að fréttamenn RÚV ráði ekki við ítarlegri texta en nemur stuttri bloggfærslu?

 


mbl.is Hvað snýr upp og niður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

þessi stofnun Rúv ..er eitthvað sem þarf i uppskurð ..og fjarlægja illkynja eitthvað sem er innra með þvi !! Við neitum að borga himinhá gjöld  fyrir Gróusögur og rangfærslum vinstri manna meir !!!

rhansen, 27.3.2016 kl. 16:08

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Greinargerðir, langar eða stuttar, eru aðeins til þess fallnar að villa fyrir um og snúa út úr. Þetta mál allt saman er auðveldlega hægt að reifa í aðalatriðum með einni stuttri og mjög einfaldri setningu:

Forsætisráðherra braut stjórnsýslulög.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.3.2016 kl. 16:40

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Guðmundur þú getur ekki sannað þessa fullyrðingu þína nema að ákæra forsætisráðherra og hann fái dóm. Þangað til ertu með sleggjudóma.

Rúnar Már Bragason, 27.3.2016 kl. 16:58

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óskaplega er þér alltaf í mun að bölsóttast út í sendiboðann rhansen. Eigir þú, og reyndar síðuhöfundur erfitt með að sætta ykkur við það að SDG braut stjórnsýslulög ofl. þá er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að álasa RÚV fyrir að segja fréttir af því. Í guðana bænum hættið að tala eins einhverjir meðvirkir kjánar.

Jónas Ómar Snorrason, 27.3.2016 kl. 17:09

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En þau ERU meðvirkir kjánar Jónas, og geta sennilega ekki gert neitt í því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2016 kl. 17:34

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rúnar Már. Sönnun þessarar fullyrðingar kemur fram í þeim upplýsingum sem forsætisráðherra hefur sjálfur veitt um málið, og stjórnsýslulögum.

Stjórnsýslulög nr. 37/1993, 3. gr:

3. gr. Vanhæfisástæður.
Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls:
   1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.
   2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
   3. Ef hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni aðila með þeim hætti sem segir í 2. tölul.
   ...

Nú hefur forsætisráðherra sjálfur viðurkennt að maki hans eigi og hafi átt félags sem átti hagsmuni af uppgjöri slitabúanna. Stjórnsýslulög voru sett á Alþingi árið 1993 þegar ég var ennþá barn. Ekkert af þessu er frá mér sjálfum komið og því ekki um neina sleggjudóma að ræða af minni hálfu.

Rúnar Már. Ég mæli með því að kynnir þér staðreyndir áður en þú setur fram sleggjudóma um meinta sleggjudóma annarra. Umræða um þetta mál væri bæði gagnlegri og markvissar ef hún byggðist á staðreyndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.3.2016 kl. 17:35

7 Smámynd: Elle_

Ekkert í málflutningi fólkins að ofan segir að þau eigi skilið að vera kölluð "meðvirkir kjánar", Ásthildur og Jónas. Það er rógur.

Elle_, 27.3.2016 kl. 18:26

8 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Fréttastofan hlýtur að hafa tiltekið bæði leturstærð og línubil því annars er þessi fréttapunktur um síðurnar 12 ekkert nema marklaust blaður. 

Magnús Þór Hafsteinsson, 27.3.2016 kl. 20:04

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Elle, ef þú neitar að horfa á staðreyndir í þessu máli SDG, ferð að verja hann, jafnvel bara af því að þú kaust framsókn(hver sem ástæðan er fyrir því), ferð í sendiboðann(RÚV), bara af því að þeir segja fréttir af þessu máli, frekar linar meira að segja, þá kallast það meðvirkni. Rógur er allt annað hugtak, sem hefur ekkert með almenna vitneskju að gera. Hins vegar má segja það, að þið meðvirku eruð að reyna að bera út þann róg, að verið sé að blanda eiginkonu SDG inn í málið, sem er ekki undir neinum kringumstæðum gert, SDG sér fullkomlega um það sjálfur. 

Jónas Ómar Snorrason, 27.3.2016 kl. 20:06

10 identicon

Guðmundur, eru það ekki einungis starfsmenn eða nefndir á vegum framkvæmdavaldsins, sem lúta ákvæðum stjórnsýslulaga. Opinber stjórnsýsla, eða bara stjórnsýsla til hægðarauka, nefnist mótun og framkvæmd stefnu ríkisvaldsins. Í ríkjum þar sem ríkisvaldinu er skipt , er átt við störf framkvæmdarvaldsins . Með opinberri stjórnsýslu er þá ekki átt við störf löggjafarvaldsins eða dómsvaldsins .

Varla telst Sigmundur Davíð vera starfsmaður framkvæmdavaldsins, eða hvað ?

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 27.3.2016 kl. 22:01

11 Smámynd: Elle_

Jónas það er rógur. Og ég er ekki meðvirk einum eða neinum og hef aldrei verið. Svo bættu mér ekki í þann hóp sem ég var að verja.

Elle_, 27.3.2016 kl. 22:48

12 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þú ættir frekar að svara því Guðmundur af hverju enginn hefur komið fram og sagst ætla að kæra forsætisráðherra fyrir að brjóta stjórnsýslulög? Þangað til eru þetta sleggjudómar.
Þeir sem nota hugtakið meðvirkni við því að svara dómi götunnar skilja ekki hugtakið. Að hafa skoðun á hlutum og setja fram er ekki meðvirkni.
Kári bendir einmitt á punktinn að forsætisráðherra sá ekki um einstök mál heldur hafði heildarumsjón. Þess vegna er ekki nóg að vitna í lög Guðmundur það þarf einnig að túlka þau.

Rúnar Már Bragason, 28.3.2016 kl. 00:27

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Elle, rógur er eiginlega næsti bær við lygar, eithvað sem einhver/jir láta berast út án þess að eithvað sé til fyrir því, það á ekki við um mál SDG. 

Jónas Ómar Snorrason, 28.3.2016 kl. 05:45

14 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fyrstu fréttir ruv voru um lengd greinarinnar og að þar semji SDG spurningar og svari þeim síðan. SDG semur ekki neinar spurningar, heldur tiltekur þær spurningar sem komið hafa upp í umræðunni um þetta mál undanfarna daga og gengur reyndar heldur lengra en það´. Svörin eru því í fullu samræmi við umræðuna.

Seinna sama dag, þegar fréttastofa ruv gat ekkert sett út á svör SDG, komst hún að því að samkvæmt dönskum stjórnsýslulögum ætti SDG að segja af sér. Það má alveg hugsa sér að taka upp danskar reglur um stjórnsýslu hér á landi, bara spurning um hvað menn vilja. Ef slíkar danskar reglur hefðu gilt hér álandi á síðasta kjörtímabili hefðu sennilega flestir eða allir ráðherrar þurft að segja af sér og sumir oftar en einu sinni.

Margir hverjir sem taka þátt í umræðunni nú, eftir að SDG hefur svarað þeim spurningum sem á þjóðinni hefur legið, virðast ekki hafa haft nennu eða vilja til að lesa alla færslu SDG. Það hefur hins vegar fréttastofa ruv gert, aldrei þessu vant og því gengur henni illa að fjalla um málið efnislega. Ekki hefur skort viljann á þeim bæ til að rífa niður allt sem frá SDG hefur komið, en nú á fréttastofan ekki orð um málið, nema auðvitað útúrsnúningana sem henni eru svo kærir.

Gunnar Heiðarsson, 28.3.2016 kl. 07:46

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Að mati Páls var það ómálefnalegt af RÚV að segja frá því að greinargerðin var 12 blaðsíður. Gott ef þetta telst ekki árás á forsætisráðherrann. Sönnun þess í frjóum huga Páls að RÚV sé hlutdrægt.

Og af því Kári velkist í vafa um það, þá er svarið JÚ, forsætisráðherra er æðsti starfsmaður framkvæmdavaldsins. Ríkisstjórn landsins tilheyrir framkvæmdavaldinu. OG það væri ansi Framsóknarleg túlkun að segja sem svo að stjórnsýslulög skulu ekki gilda um þá sem æðstir eru í stjórnkerfinu, heldur bara um undirsátana.

Skeggi Skaftason, 28.3.2016 kl. 08:17

16 identicon

Guðmundur, eru það ekki einungis starfsmenn eða nefndir á vegum framkvæmdavaldsins, sem lúta ákvæðum stjórnsýslulaga. Opinber stjórnsýsla, eða bara stjórnsýsla til hægðarauka, nefnist mótun og framkvæmd stefnu ríkisvaldsins. Í ríkjum þar sem ríkisvaldinu er skipt , er átt við störf framkvæmdarvaldsins . Með opinberri stjórnsýslu er þá ekki átt við störf löggjafarvaldsins eða dómsvaldsins .

Varla telst Sigmundur Davíð vera starfsmaður framkvæmdavaldsins, eða hvað ?

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 09:11

17 identicon

Af einhverjum ástæðum hefur innlegg mitt í umræðuna birzt aftur, sem var nú ekki meininingin.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 09:21

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigmundur Davíð er hluti löggjafarvaldsins sem þingmaður en sem ráðherra er hann hluti framkvæmdarvaldsins. Þetta er sitthvort starfið.

Sigurður M Grétarsson, 28.3.2016 kl. 11:52

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það þarf alltaf að taka það með fyrirvara, sem þeir sem ekki eru lögfræðingar, segja um lög. Þar með talið mitt álit, en ég ætla að samt að láta það í té.

Í umsögn um frumvarpið til stjórnsýslulaganna segir:

Þegar ráðherra verður vanhæfur og víkur sæti setur forseti Íslands annan ráðherra með formlegum hætti til þess að taka ákvörðun í því máli sem til úrlausnar er.

Það væri ekki ástæða til að taka sérstaklega fram í frumvarpi til stjórnsýslulaga, hvað gera skuli þegar ráðherra verður vanhæfur, ef hann gæti ekki orðið vanhæfur samkvæmt lögunum.

Theódór Norðkvist, 28.3.2016 kl. 15:05

20 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kári. Ég biðst velvirðingar á að hafa ekki svarað spurningu þinni fyrr, en mér sýnist að Skeggi, Sigurður og Theodór, séu búnir að því. Ég þakka þeim fyrir skýringarnar, og tek undir þær. Þetta er mjög einfalt, ráðherra fer með framkvæmdavald og fellur sem slíkur undir stjórnsýslulög.

Rúnar Már. Þú spyrð hvers vegna enginn hafi komið fram og sagst ætla að kæra forsætisráðherra fyrir að brjóta stjórnsýslulög? Við því er að svara að hvorki ég né aðrir óbreyttir borgarar fara með slíkt ákæruvald. Auk þess má nefna að í stjórnsýslulögum eru engin sérrefsiákvæði og brot gegn þeim er því ekki beinlínis refsivert nema það feli í sér verknað sem einnig brýtur gegn refsiákvæðum einhverra annarra laga, til dæmis almennra hegningarlaga. Réttaráhrif vanhæfis samkvæmt stjórnsýslulögum eru ekki viðurlög gagnvart hinum vanhæfa, heldur að þá er hin umrædda stjórnsýsluákvörðun mögulega ógildanleg, en það kemur þá í hlut þess sem átti hagsmuna að gæta af niðurstöðu málsins að leita slíkrar ógildingar fyrir dómstólum.

Sjálfur hef ég hvergi haldið því fram að umrætt brot forsætisráðherra sé refsivert, enda er það ekki mitt að dæma um heldur þar til bærra dómstóla ef svo ber undir. Brotið liggur hinsvegar fyrir, og ráðherrann hefur sjálfur gengist við hinni brotlegu háttsemi. Það er því reginfirra að um sé að ræða sleggjudóma af minni hálfu, þar sem það eina sem ég hef gert er að heimfæra háttsemina upp á lagaákvæði sem tekur til hennar.

Rúnar Már. Þú veltir því líka upp að lög þurfi að túlka. Það er reyndar ekki alveg einhlítt, því þau þarf aðeins að túlka þegar ákvæði þeirra eru óskýr eða vafi leikur á um það hvort og með hvaða hætti tiltekin lagaregla eigi við um ákveðið tilvik. Hér er hinsvegar engin þörf á neinni túlkun, því almenn lögskýring dugar fyllilega. Ákvæði 3. gr. stjórnsýslulaga eru alveg skýr um að ríkisstarfsmaður (þar á meðal ráðherra) er vanhæfur til meðferðar máls ef hann er eða hefur verið maki fyrirsvarmanns aðila sem á lögvarinna hagsmuna að gæta af meðferð málsins.

Hér geturðu lesið skýringar forsætisráðherra sjálfs á háttsemi sinni: http://sigmundurdavid.is/hvad-snyr-upp-og-nidur/

Í þeim kemur fram afdráttalaus játning hans á því að hafa verið maki Önnu, fyrisvarsmanns félagsins Wintris Inc. sem átti kröfur á slitabú föllnu bankanna, ekki bara eitt þeirra heldur þau öll, á sama tíma og hann sjálfur sem ráðherra var að hlutast til um hvernig staðið skyldi að uppgjöri þeirra krafna. Hann hefur sjálfur meira stært sig af því opinberlega hversu "góður" árangur (að hans mati) hafi náðst í þeim aðgerðum. Sjáðu til, ekkert af þessu er frá mér komið heldur ráðherranum sjálfum, og því er með öllu útilokað að um sleggjudóma sé að ræða af minni hálfu.

Umræða um þetta mál væri þeim mun gagnlegri og markvissari, ef hún byggðist á staðreyndum, frekar en órökstuddum fullyrðingum og tilfinningasemi.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2016 kl. 19:37

21 Smámynd: Elle_

Guðmundur, þetta er ekki endilega eins einfalt og þú talar. Svar Gustafs Skúlasonar þarna í lokin var frekar lýsandi um að það er það ekki.

 

Elle_, 29.3.2016 kl. 14:03

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Elle, með fullri virðingu fyrir Gústafi - ég les bloggið hans mjög oft og hann hefur oft frábæra hluti fram að færa. Samt er þetta svar hans - sem hann setur inn rétt áður en hann lokar á athugasemdir og gefur þannig ekki færi á að svara - frekar aumt.

Það er enginn að segja að forsætisráðherra, eða hvaða ráðherra sem er, eigi að vera "munaðarlaus munkur". Þetta eru útúrsnúningar. Lagagreinin sem Guðmundur vitnar í er mjög skýr og allt lítur út fyrir að forsætisráðherrann sé að brjóta gegn henni.

Það hafa verið nefnd dæmi um að nefndarfólk hafi þurft að víkja af fundi vegna umfjöllunar um dagheimili, ef viðkomandi hefur verið með börn þar. Ef eitthvað er, þá ættu vanhæfnireglur um ráðherra að vera enn strangari, heldur en fyrir lægra setta bæjarstarfsmenn, eða fulltrúa í nefndum. Ráðherravaldið felur í sér mun meiri ábyrgð og forsætisráðherraembættið allra mestu ábyrgðina. Þar af leiðandi eru álitamál í kringum það embætti, ennþá viðkvæmari.

Theódór Norðkvist, 29.3.2016 kl. 16:08

23 Smámynd: Elle_

Theódór mér fannst svarið hans ekki aumt eins og ég skildi það. Skil ekki alveg hvar á að draga línuna og fannst hann vera að segja það í grófum dráttum. Það er stórskrýtið að horfa upp á allt spillta liðið úr ICEsave-flokkunum, eins og Steingrím mikla, missa andann núna.

Elle_, 29.3.2016 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband