Fimmtudagur, 24. mars 2016
RÚV leitar bandamanna gegn forsætisráðherra
RÚV gerir frétt um að forsætisráðherra tali ekki við RÚV. Í hádegisfréttum er tvíendurtekið að Sigmundur Davíð tali ekki við RÚV. Spilaður nokkurra daga gamall viðtalsbútur þar em ráðherra hafnar aðgerðafréttamennsku RÚV. Að öðru leyti er frétt RÚV hlutdræg endursögn á viðtali Fréttablaðsins.
Karl Garðarsson vekur athygli á að RÚV gerir forsætisráherra að sérstöku skotmarki.
Ritstjóri Kvennablaðsins svarar ákalli RÚV um að fordæma forsætisráðherra. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segir forsætisráðherra ,,misheppnaðasta mann Íslandssögunnar" á fésbókarfærslu og fordæmir Fréttablaðið fyrir viðtal við Sigmund.
Augljóst er að nokkrir fjölmiðlar, með RÚV í broddi fylkingar, eru í skipulagðri ófrægingarherferð gegn forsætisráðherra.
Hvað hefðu andstæðingar mínir sagt þá? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann er í fínum málum, búinn að velja sér stöð við hæfi. Útvarp Saga með Framsóknarfréttamenninga er vettvanur forsætisráðherra lýðveldisins Íslands. Hátt nær metnaður kauða.
Jón Ingi Cæsarsson, 24.3.2016 kl. 16:34
Aðeins laga..vettvangur skal það vera.
Jón Ingi Cæsarsson, 24.3.2016 kl. 16:35
"Þau eru hvort sem er súr" sagði rebbi.
Undirritaðri dettur ekkert gáfulegra í hug en þessi tilvísun - sem eflaust verður ekki talin henni til tekna...
Kolbrún Hilmars, 24.3.2016 kl. 16:58
Slæmur tími fyrir Sigmund. Engin páskaupprisa fyrir þennan krossfesta mann. Menn verða ekki pólitískir píslarvottar með því að sjálfir að stíga á kross.
Og þrátt fyrir RUV þá er ferill Sigmundar búinn. Hann fékk tækifæri en valdi að gera allt vitlaust. Annaðhvort er hann sjálfur svona siðblindur eða ráðgjafarnir.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.3.2016 kl. 17:26
Trúir því einhver að RUV sé í skipulagðri herferð gegn Sigmundir og stjórn hans? Halda menna að starfsmannafundir þar og stjórnarfundir gangi út á að þar sé mest rætt um hvernig eigi að koma höggi á hann? Halda menn að fréttamenn eða stjórnarmenn séu að hringja í Kvennablaðið og fleiri til að skipuleggja aðförina? Nú eða að fréttastofa RUV sé rekin eftir fyrirskipunum frá stjórnarandstöðunni? Þetta er bara barnalegt. Bara rétt að minna á að Sigmundur kaus í dag að láta taka við sig viðtal hjá fyrrum eigendum Baugs sem síðuhaldari telur nú það allra versta sem hefur komið fyrir Ísland. Og svo taka við sig viðtal á útvarpsstöð sem er fræg fyrir að að vera t.d. ekki að vanda fyrri stjórn meðölin sem og að ala á ótta við útlendinga. Auk þess að sjá samsæri í hverju horni.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.3.2016 kl. 17:42
RUV segir að sjálfsögðu frá því, þegar beðið er um að einhver gefi viðtal og hann neitar því, eins og SDG gerði strax.
Það er þjónusta við hlustendur eða áhorfendur að segja þeim frá þessu því að annars mætti halda að viðkomandi fjölmiðill vilji ekki viðtal eða sniðgangi umbeðinn viðmælanda.
Sumir umbeðnir viðmælendur neita að koma fram í viðtali en senda í staðinn frá sér fréttatilkynningu til lestrar. Yfirleitt gera menn annað hvort, en SDG gerir hvorugt.
Annars mætti halda að
Ómar Ragnarsson, 24.3.2016 kl. 17:43
Hefði Sigmundur látið vera að koma með þessa hugmynd með spítala á Vífilsstöðum þá hefði hann sloppið. Það hefði engi skipt þessi peningur sem kona hans erfði þeir hefðu náð honum á annan hátt. Terróristar vinna svona.
Valdimar Samúelsson, 24.3.2016 kl. 18:08
Margur heldur mig sig!! Rúv. er víst til að halda að við höldum þegar við vitum;heyrum,sjáum,finnum.
Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2016 kl. 18:15
Þessa dagana er talað mikið um "Nettröll" og ósæmilegaar hegðun á netmiðlum. Ég sé hér að Steinun Ólína fer í brjósti fylkingar á undan með góðu fordæmi. Einstaklega þroskuð umræða hjá frúnni.
Bárður Örn Bárðarson, 24.3.2016 kl. 18:55
Ég spyr, hversu lágt er hægt að setja sig í ærumissi fyrir ósóman hjá SDG? Páli virðist vera slétt sama, hann um það. Hvar sem er í heiminum nánast, væri svona frétt á forsíðu allra miðla, en hjá þeim ærulausu, þá finnst þeim að RÚV eigji að halda kj.Það er ekkert eðlilegt við svona hugsunarhátt!
Jónas Ómar Snorrason, 25.3.2016 kl. 06:17
Þetta sýnir svo vel hvernig framsjallar og ofsa-hægri þjóðrembingssinnar hugsa fjölmiðla.
Fjölmiðlar samkvæmt framsjöllum og ofsa-hægri þjóðrembingssinnum eiga bara að dásama framsjalla og ofsa-hægri þjóðrembinga. Ekkert annað. Þeir mega ekkert annað gera, allavega varðandi innanlandsmál.
Og afhverju halda menn þá að framsjallar vilji eiga alla fjölmiðla?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2016 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.