Öryggi meira utan ESB

Fyrrum yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6,Richard Dearlove, segir að Bretar verði í betri stöðu að tryggja öryggi sitt utan Evrópusambandsins en innan þess.

Í frétt Telegraph kemur fram að brotalamir eru verulegar á lögreglurannsókn yfirvalda í Belgíu og víðar í Evrópu.

Utan Evrópusambandsins gætu Bretar hert landamæravörslu og ættu auðveldara með að vísa úr landi einstaklingum sem taldir eru ógna öryggishagsmunum, segir fyrrum yfirmaður MI6.


mbl.is Evrópubúar myrtir í hundraðatali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Bretar eru nú þegar utan Schengen, en meðan þeir eru í Evrópusambandinu er þeim vandi á höndum varðandi flóttamannavandann. Eins liggja þeir illa gagnvart brottrekstri brotamanna, því Evrópudómstóllinn er þeim andsnúinn og hindrar þá í að framfylgja eigin löggjöf. Kostnaður þeirra við þátttökuna er líka gríðarlegur, að mig minnir næst hæstur á eftir Þýskalandi.

Það hlýtur að vera blóðugt fyrir þetta gamla ljón að þurfa að kyngja yfirráðum Brussel og greiða fyrir fullu verði.

Ragnhildur Kolka, 24.3.2016 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband