Þriðjudagur, 22. mars 2016
Vinstrimenn eru ekki þjóðin
Í tilraun vinstrimanna til galdrabrennu á eiginkonu forsætisráðherra er jafnan viðkvæðið hjá þeim að þeir tali í nafni þjóðarinnar.
Nú vill svo til að nýleg mæling á fylgi vinstriflokkanna sýnir svart á hvítu að þjóðin vill sem minnst með þá hafa. Samfylking og Vinstri grænir eru hvor um sig með 7,8 prósent fylgi.
Vinstrimenn eru hverfandi pólitísk stærð.
Þarf að segja frá staðreyndum málsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þjóðin Píratar? Þeir eru með mest fylgi.
Wilhelm Emilsson, 22.3.2016 kl. 09:37
Mun það fljúgandi fylgi endast?
Elle_, 22.3.2016 kl. 14:01
Ef þú skyldir ekki vita það, Wilhelm, var Páll að nota orð svokallaðs jafnaðarmanns sem sagði við stóran hóp (líkl þúsundir) kjósenda: "Þið eruð ekki þjóðin". Flokkur 'jafnaðarmannsins' er nú næstum útdauður og hann (hún) löngu horfinn sjónum okkar úr stjórnmálum.
Elle_, 22.3.2016 kl. 14:39
Æ Páll minn Páll. Ertu nú fastur í lobbýistagírnum? Eru það fyrirmælin frá Hverfisgötunni til ykkar fótgönguliðanna, bara að skapa hávaða??
Nefndu nú eitt dæmi máli þínu til stuðnings að einhver gagnrýnandi Sigmundar Davíðs síðustu daga hafi sagst tala "í nafni þjóðarinnar". Því ekki segist hún Jóhanna mín gera það í þeim orðum sem fréttin vísar í.
Skeggi Skaftason, 22.3.2016 kl. 15:12
Elle, takk fyrir að minna á orð Ingibjörgu Sólrúnar. Páll er gamal Samfylkingarmaður, þannig að þetta smellpassar.
Ég var að fylgja eftir lógík Páls að fylgi endurspegli þjóðina.
Ég grunar að fylgi Pírata minnki ef þeir komast í stjórn. En auðvitað eru það bara vangaveltur.
Wilhelm Emilsson, 22.3.2016 kl. 16:59
Mig grunar, auðvitað :)
Wilhelm Emilsson, 22.3.2016 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.