Sunnudagur, 20. mars 2016
RÚV veðjar pólitísku kapítali Pírata
Fréttastofa RÚV, trú sinni pólitísku köllun, veðjar trúverðugleika Pírata að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks falli vegna þess að eiginkona forsætisráðherra á peninga á erlendum bankareikningi.
Í sexfréttum RÚV var í miðjum fréttatíma kallaður til þingmaður Pírata sem boðaði vantraust á ríkisstjórnina. Í sjöfréttum RÚV var sama frétt gerð að aðalfrétt kvöldsins. Engar nýjar upplýsingar voru í fréttinni. Reynt er að gera fullkomlega löglegan bankareikning eiginkonu forsætisráðherra tortryggilegan með hlutdrægu orðalagi um að hún ,,upplýsti skyndilega í vikunni" um mál sem löngu áður hafði komið fram.
Píratar, sem mælast með mest fylgi allra stjórnmálaflokka, verða úr þessu að láta slag standa og leggja fram vantraust á ríkisstjórnina strax eftir páska.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, til dæmis Vilhjálmur Bjarnason, verða að gera upp við sig hvort þeir leggist á árarnar með stjórnarandstöðunni. Það væri þá annar bragur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins en Framsóknarflokksins þegar stjórnarandstaðan og RÚV gerðu atlögu að þáverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.
RÚV sérhæfir sig í aðgerðafréttum sem endurspegla ekki hlutlæga atburði en eru pólitískar galdrabrennur. Píratar eru nytsamir sakleysingjar fréttastofu RÚV núna þegar vinstriflokkarnir eru rúnir trausti og trúverðugleika.
Athugasemdir
Ekki verður logið á ruv.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.3.2016 kl. 23:49
Píratar eru í alveg rosalegu hátíðarskapi og áður en vikan er liðin ætla þeir að verða búnir að gera út af við Sigmund Davíð, því að ef þeim tekst það ekki, þá mega þeir vita, að allur vindur verður farinn úr þessari blöðru þeirra.
Og þá kemur nú annað hljóð í strokkinn Helga & Co.
Allur almenningur fer senn að skilja, að þetta eru ekkert venjulegir asnar – þeir eru nefnilega, eins og Napóleon hefði sagt, les enfants terribles íslenzkra stjórnmála par excellance.
Jón Valur Jensson, 21.3.2016 kl. 01:22
Það er þá komið upp á yfirborðið einkennið sem ég merkti fyrst er ég sá Helga pírata,spóka sig í ræðustóli Alþingis okkar.Það gat verið vörn en virkaði eins og drengurinn hefði náð herfangi,er hann hélt um ræðustól eins og lunningu á skipi. Eitthvað minnir mig að þá eða e.t.v.seinna teldi hann það ekki skyldu sína að klæðast eins og "lord"--Mikilmennsu heilkenni pírata nærist á skoðanakönnunum og nú brýningu frá hlutdrægri fréttastofu Rúv.-- Fólk er byrjað að treysta meira á útv.Sögu varðandi fréttir og eru sífellt fleiri tilbúnir að styrkja stöðina. --- Pistlandir frá meginlandi Evrópu eru afar eftirtektarverðir.
Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2016 kl. 02:47
Það virðist skipta ykkur öll 3 að ofan máli,plús höfundi, hvaðann óþverinn kemur. Einnig að SDG er að kasta því óþvegnu í andlitið á ykkur, að Íslenska krónan sé einskis virði, sem hún er reyndar. Ég myndi ekki vilja bjóða í orðaforðann hjá ykkur öllum, hefði þessi óþveri komið frá Katrínu Jakobs. eða ÁPÁ, í stað SDG.
Jónas Ómar Snorrason, 21.3.2016 kl. 07:15
Hvað gerir krónan af sér ein sér og sjálf? Það er ekki krónan sjálf heldur sú peningastjórnun sem viðhaldið er hér á landi. Við gætum byrjað á að tileinka okkur að eyða ekki meira en við öflum.
Sandy, 21.3.2016 kl. 08:42
Páll V. fyrstu með fréttirnar! Hann upplýsir nú að þetta sé "mál sem löngu áður hafði komið fram"!
HVENÆR hafði það komið fram að þau hjón eða frúin áttu eignarhaldsfélagið WINTRIS Inc. sem átti kröfur á þrotabú bankanna uppa hálfan milljarð??
Skeggi Skaftason, 21.3.2016 kl. 09:17
Man nú enginn eftir hneykslunaröldunni, sem gagntók þá, þegar Jón Ásgeir Jóhannesson svaraði spurningu Egils Helgasonar um Tortólu?
Ómar Ragnarsson, 21.3.2016 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.