Sunnudagur, 20. mars 2016
Trump talar máli láglaunafólks
New York Times skýrir vinsćldir Donald Trump út frá stuđningi hans viđ baráttu verkalýđshreyfingarinnar ađ halda störfum í Bandaríkjunum en flytja ţau ekki til láglaunasvćđa eins og Mexíkó.
Ítarleg frétt New York Times tekur dćmi um flutning verksmiđjustarfa frá Indianapolis til Mexíkó. Verkamađur í Indianapolis fćr á milli 15 til 26 dollara í kaup á klukkustund og vinnur tíu klst. á dag. Verkamađur í Monterrey í Mexíkó vinnur jafn langan vinnudag og fćr á milli 9 og 19 dollara Á DAG í kaup.
Donald Trump gerđi málstađ verkamanna í Indianapolis ađ sínum. Hann krefst ţess ađ ákvörđun um lokun verksmiđju Carrier verđi afturkölluđ. Nái Trump kjöri til forseta ćtlar hann ađ berjast gegn viđskiptasamningum um frjálsa verslun sem grafa undan lífskjörum verkamanna.
Breska vinstriútgáfan Guardian vakti athygli á ţessum róttćku skilabođum Trump og ađ ţau skiluđu honum stuđningi láglaunafólks.
Bernie Sanders, sósíalistinn sem berst viđ Hillary Clinton um ađ verđa frambjóđandi Demókrataflokksins, talar sama máli og Trump gegn stórfyrirtćkjum sem flytja framleiđsluna til láglaunalanda.
Hillary Clinton mun líklega sigra Sanders. Hún er hluti valdaelítunnar sem trúir á frjálsa verslun sem hornstein framfara. Milljarđamćringurinn Trump er á hinn bóginn málsvari verkamanna sem horfa fram á lakari kjör ţegar störfum ţeirra er fórnađ fyrir aukinn hagnađ stórfyrirtćkja.
![]() |
Romney kýs Cruz fram yfir Trump |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Ekki er ţá hćgt ađ kalla hann öfgahćgrisinna (né ofur-nýfrjálshyggjumann) út á ŢETTA, en kannski út á eitthvađ annađ.
Jón Valur Jensson, 20.3.2016 kl. 15:04
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.