Laugardagur, 12. mars 2016
Samfylkingin: byltingarflokkur nóttina eftir hrun
Samfylkingin fagnaði framgangi auðmanna í útrás, studdi Jón Ásgeir í slag við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar um fjölmiðlalög og bauð Björgólf Guðmundsson á landsfund 2003.
Samfylking var ríkisstjórnarflokkur með Sjálfstæðisflokknum árið 2007 - 2009 og bar fulla pólitíska ábyrgð á hruninu.
Eftir hrun ákvað Samfylkingin að verða byltingarflokkur Íslands, sleit ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkin, keyrði á ESB-aðild af hörku og heimtaði afnám 1944-lýðveldisins með nýrri stjórnarskrá.
Samfylkingin er enn byltingarflokkur, vill ESB-aðild og krefst uppstokkunar stjórnarskrárinnar.
Þjóðin prófaði Samfylkinguna sem byltingarflokk kjörtímabilið 2009 til 2013. Flokkurinn fékk 30 prósent fylgi í upphafi kjörtímabilsins en var sparkað með látum út úr sjórnarráðinu fjórum árum síðar með 12,9 prósent fylgi. Þetta er mesta fylgishrun stjórnarflokks í gervallri sögu Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.
Í dag mælist byltingarflokkurinn með 8 prósent fylgi.
Samfylkingin er byltingarflokkurinn sem dagaði uppi í sólskini ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Breytingaafl ekki mótmælaafl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sú staðreynd gleymist að Framsóknarflokkurinn gerði stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá að aðal kosningamáli sínu vorið 2009 og gerði gerð nýrrar stjórnarskrár að skilyrði fyrir að verja minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gegn vantrausti.
Ómar Ragnarsson, 12.3.2016 kl. 20:10
Tillögur að hinni nýju stjórnarskrá voru hins vegar svo arfaslæmar, Ómar Ragnarsson, að meira að segja Framsóknarmenn heyktust á henni. Því fór sem fór og þetta svokallaða stjórnlagaþing, sem var lítið annað en fáránlegt bull, féll í gleymskunnar dá og verður þar vonandi að eilífu. Þorvaldur Gylfa getur tuðað eins og hann vill um þetta mál. Það sem svíður honum sárast, eins og svo mörgum aðdáendum ESB, eru tapaðir bitlingar. Þar koma þjóðarhagsmunir hvergi nærri. Hérumbil erfitt að sjá síðuhöfund dansa með þessu ódáyndisliði, þvert um geð sér, hræddur er ég um. Það var ekki nóg að standa upp og syngja á síðasta fundinum. Söngurinn var grafskrift stjórnlagaþings. Það tekur enginn alvarlega, syngjandi fólk í pólitík og enginn hefur hljómað ver en Þorvaldur Gylfason í þeim kór. Megi sá ágæti maður dafna vel í penthousina á Lindargötunni, hafandi unnið landi og þjóð ómæld og góð verk, gegnum tíðina, sem ávallt hafa stuðlað að bættu lýðræði og sjælfstæði þjóðar vorrar, án nokkurar eigin hentistefnu.
Halldór Egill Guðnason, 13.3.2016 kl. 03:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.