Ísland, óttinn og ESB-aðild

Misheppnaður hræðsluáróður Samfylkingar og ESB-sinna eftir hrun, um að Ísland yrði fast í efnahagslegri steinöld án evru og ESB-aðildar, er orðinn að útflutningsvöru.

Breska dagblaðið Telegraph birtir fréttaskýringu um hve illilega hræðsluáróðurinn misheppnaðist. Tilefnið er þjóðaratkvæði í Bretlandi í sumar um hvort landið verði áfram innan ESB eða hætti aðild.

ESB-sinnar í Bretlandi reyna ítrekað að beita hræðsluáróðri fyrir svartnættinu sem myndi taka við utan Evrópusambandsins.

Þegar hræðslan er helsta röksemdin fyrir ESB-aðild er umræðan meira í ætt við trúarbrögð en yfirvegaða ígrundun. Og ESB-aðild er hjátrú sem stenst hvorki rök né reynslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt, hræðsluáróður virðist eina úrræðið, því önnur rök eru ekki sennileg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2016 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband