Þriðjudagur, 8. mars 2016
Flóttamenn og harðlínustjórnmál
Múslímskur flóttamannstraumur til Evrópu breytir stjórnmálum. Æ stærri hluti almennings lítur svo á að múslímar ógni vestrænu lýðræðissamfélagi. Í kosningunum í Hessen í Þýskalandi fengu harðlínuflokkar, AfD og NPD, sterkan framgang.
AfD, sem þykir stofuhæfur í þýskum stjórnmálum, var stofnaður sem flokkur andstæðinga ESB. Eftir að múslímskur flóttamannastraumur skall á Þýskalandi varð AfD gagnrýninn á stefnu Merkel kanslara að hleypta inn í landið milljón flóttamönnum. NPD er aftur flokkur nýnasista og aukinn styrkur hans veldur titringi í þýskri umræðu.
Bæði AfD og NPD fengu yfir tíu prósent fylgi í mörgum sveitarfélögum í Hessen. Á sunnudag efna fleiri héröð til kosninga og búist er við að þróunin frá Hessen haldi áfram.
Múslímar aðlagast illa vestrænum siðum og háttum. Þótt stjórnvöld víða i Evrópu leggi áherslu á að aukin áhersla verði lögð á aðlögun er almenningur gagnrýninn og styður í auknum mæli stjórnmálaöfl sem vilja harðari stefnu gagnvart flóttamönnum.
AfD á mikilli siglingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.