Mánudagur, 7. mars 2016
Skrölt í átt að stórstríði
Heimurinn skröltir í átt að stríði líkt og hann gerði fyrir 100 árum, þegar fyrri heimsstyrjöld hófst, skrifar Michael T. Klare í Nation. Hann tilfærir dæmi um hegðun stórveldanna Bandaríkjanna, Kína og Rússlands sem láti finna fyrir sér með ýmsum hætti á átakasvæðum hingað og þangað um heiminn.
Valdaelíta stórveldanna hrapaði að fyrri heimsstyrjöld meira fyrir slysni en ásetning um að hefja stórstríð, segir í bók sem er viðurkennd sérfræði um málefnið, Svefngenglar eftir Christopher Clark.
Veröld stórveldanna leitar nýs valdajafnvægis eftir kalda stríðinu sem lauk með falli Sovétríkjanna. Þótt aldarfjórðungur sé liðinn eru fastar skorður ekki komnar á valdajafnvægi stórveldanna.
Bandaríkin reyndu að þvinga fram sínum vilja í miðausturlöndum og Evrópu - það mistókst bæði í Sýrlandi/Írak og í Úkraínu. Helstu bandamenn Bandaríkjanna kvarta undan ófriðaræsingi í forvali forsetakosninganna.
Evrópusambandið, sem átti að tryggja frið og farsæld í Evrópu, er að kikna undan sameiginlegum gjaldmiðli og flóttamannastraumi múslíma. Þá er sambandið mögulega að klofna i sumar vegna úrsagnar Bretlands.
Kannski ber valdaelítum heimsins gæfu til að forða okkur frá stórstríði. Það má alltaf vona.
Hóta kjarnorkuárás á Bandaríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tel að það væri best ef að USA með leyfi Sameinuðuþjóðanna sendi nokkrar eldflaugar á helstu hernaðar/kjarnorkumannvirki í N-kóreu og eyðilagði þannig svæði. Það þarf ekkert að ráðast inn í landið til að drepa óbreytta borgara.
Bara að eyðileggja helstu mannvirki þar sem að heimsbygggðinni stafar mest ógn af; fyrst að USA er þarna á ferðinni á annað borð.
Jón Þórhallsson, 7.3.2016 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.