Reiða fólkið gegn góða fólkinu

Donald Trump er maður reiða fólksins sem er tortryggið gagnvart ríkisvaldinu og finnst þjóðfélagið skammta sér skít úr hnefa. Hillary Clinton fær stuðning góða fólksins sem trúir á bandalag ríkis og auðvalds til að gera heiminn betri.

Líklega verða bandarísku forsetakosningarnar í haust skýrara val á milli tveggja pólitískra menningarheima en oft áður.

Trump mun njóta þess að hugmyndafræðingar teboðsins, sem hann er ekki hluti af, eru með slíka óbeit á Clinton að þeir fylkja sér um Trump þótt þeir hefðu kosið Ted Cruz.

Clinton á möguleika gegn Trump svo lengi sem tekst að fela valdatæknifræðina á bakvið framboðið og sýna almenningi sparihliðina en ekki týnda tölvupósta úr ráðherratíð Hillary. Það hjálpar líka að syndir eiginmannsins eru fyrndar.


mbl.is Clinton sjö - Trump sjö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Skil ekki þennan þráhyggjukennda áhuga á forsetakosningunum í USA. Eftir GWB jr. virðast allir kostir góðir. Jafnvel fígúra eins og Andrés Tromp

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.3.2016 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband