Píratar: valdaflokkur eða mótmælahreyfing?

Deilur Birgittu Jónsdóttur og Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanna Pírata, snúast um það hvort flokkurinn eigi að vera hluti af pólitíska kerfinu eða standa utan við það sem mótmælahreyfing.

Krafa Birgittu um stutt kjörtímabil og þjóðaratkvæði um stjórnarskrá og ESB-umsókn er óraunsæ og fær aldrei framgang í eðlilegu árferði. Helgi vill gera Pírata stjórntæka og laga sig að pólitíska kerfinu.

Lífdagar Pírata verða lengri ef þeir fylgja Birgittu. Á hinn bóginn gætu þeir haft meiri áhrif á landsstjórnina ef Helgi Hrafn verður ofan á. En mótmælahreyfing, eins og Píratar eru að stofni, verður aldrei langlíf þegar hún gengur málamiðlun valdanna á hönd.


mbl.is Sakar Helga um rangfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband